Eldsupptökin enn óljós Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 11:21 Viðbúnaður slökkviliðs var eðlilega mikill á Tálknafirði í gær. Aðsend Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. Eldur kom upp í húsnæði fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Tálknafirði í gærmorgun. Húsnæðið var í uppbyggingu og átti að hýsa seiðiseldistöð. Tveir iðnaðarmenn hlutu minniháttar brunasár en tjónið á byggingunni hleypur á milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar, að vettvangurinn hafi verið afhentur lögreglu eftir að búið var að ganga úr skugga um að allt væri með kyrrum kjörum. Lögreglan mun rannsaka vettvanginn áður en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sendir rannsóknarteymi. Einnig var rætt við Davíð og Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóra hjá Arctic Fish, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Óttast milljarðatjón Aðspurður segist Davíð ekki hafa hugmynd um hvað hafi gerst þarna inni sem olli því að það kviknaði í. Lögreglan mun rannsaka það. „Eina sem ég veit er að byggingin er mjög illa farin. Það var gríðarlegt magn af eldsmat þarna inni. Menn voru með allskonar plast, bæði ofan í kerjunum og uppi sem tengist starfseminni sem þeir eru að byggja í þessu húsi. Það gerir eldsmatinn gríðarlega mikinn og ég veit ekki hvernig hitt verður,“ segir Davíð. Slökkvistarf gekk almennt mjög vel en þarna voru um 25 slökkviliðsmenn ásamt lögreglu og aðilum frá björgunarsveitum. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur nærliggjandi húsum, súrefnistönkum og olíutönkum frá því að brenna. „Seiðaeldi er mjög viðkvæm starfsemi fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum. Það eru bara tíu til tólf metrar í húsin sem að eru enn starfandi. Þau bara sviðnuðu að utan. Við náðum að bjarga því að það færi reykur inn eða nokkur eldur. Þannig sú starfsemi getur sem betur fer haldið áfram í dag,“ segir Davíð. Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira
Eldur kom upp í húsnæði fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Tálknafirði í gærmorgun. Húsnæðið var í uppbyggingu og átti að hýsa seiðiseldistöð. Tveir iðnaðarmenn hlutu minniháttar brunasár en tjónið á byggingunni hleypur á milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar, að vettvangurinn hafi verið afhentur lögreglu eftir að búið var að ganga úr skugga um að allt væri með kyrrum kjörum. Lögreglan mun rannsaka vettvanginn áður en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sendir rannsóknarteymi. Einnig var rætt við Davíð og Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóra hjá Arctic Fish, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Óttast milljarðatjón Aðspurður segist Davíð ekki hafa hugmynd um hvað hafi gerst þarna inni sem olli því að það kviknaði í. Lögreglan mun rannsaka það. „Eina sem ég veit er að byggingin er mjög illa farin. Það var gríðarlegt magn af eldsmat þarna inni. Menn voru með allskonar plast, bæði ofan í kerjunum og uppi sem tengist starfseminni sem þeir eru að byggja í þessu húsi. Það gerir eldsmatinn gríðarlega mikinn og ég veit ekki hvernig hitt verður,“ segir Davíð. Slökkvistarf gekk almennt mjög vel en þarna voru um 25 slökkviliðsmenn ásamt lögreglu og aðilum frá björgunarsveitum. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur nærliggjandi húsum, súrefnistönkum og olíutönkum frá því að brenna. „Seiðaeldi er mjög viðkvæm starfsemi fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum. Það eru bara tíu til tólf metrar í húsin sem að eru enn starfandi. Þau bara sviðnuðu að utan. Við náðum að bjarga því að það færi reykur inn eða nokkur eldur. Þannig sú starfsemi getur sem betur fer haldið áfram í dag,“ segir Davíð.
Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira
Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32