Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Jakob Bjarnar og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. febrúar 2023 15:17 Stór áfangi náðist í hörðustu vinnudeilu seinni tíma þegar Sólveig Anna og Halldór Benjamín lýstu því yfir að þau myndu fresta fyrirhuguðu verkfalli sem og aflýsa fyrirhuguðu vinnubanni að því gefnu að Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari boði þau á sinn fund. vísir/arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, ræddi við þau Sólveigu Önnu og Halldór Benjamín og var ekki að sjá nokkurn sáttahug milli þeirra tveggja lengstum í þætti sem var upp undir klukkustundar langur. En undir lok þáttarins gáfu þau hvort öðru, Heimi Má og áhorfendum, óvænt, hátíðlegt loforð þess efnis að þau væru tilbúin að aflýsa fresta verkfalli Eflingar og SA að aflýsa fyrirhuguð verkbanni sem boðað hefur verið á fimmtudag. Það væri ef Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari boðaði þau á sinn fund og tæki upp þráðinn í samingaviðræðum. Þetta væru þau tilbúin að handsala. Aðdragandi þessa samkomulags er sá þegar Heimir Már spurði Halldór og Sólveigu hvort ríkisvaldið gæti með einhverjum hætti komið SA og Eflingu nær saman. Til dæmis með því að taka á þeim alvarlega vanda sem skapast hefur á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Húsnæðismálin lykill að lausn Sólveig jánkaði því og nefndi að húsaleigubætur hér á höfuðborgarsvæðinu væru lægri en annars staðar. Þá hafi Efling kallað eftir leiguþaki á undanförnum mánuðum. „Það er beinlínis ólögmætt að standa í verkföllum til að knýja á um aðgerðir ríkisvaldsins,“ svaraði Halldór Benjamín þá til. Lengi framan af þætti var ekki að sjá að nokkra lendingu væri að finna í þessari hörðustu vinnudeilu síðari tíma en þegar þáttastjórnandi benti á að öll þjóðin óskaði þess og að á fimmtudag bresti á með vinnubanni; þau hefðu fáeina daga til stefnu, var sem rofaði til. Ljóst er að ríkisvaldið gæti liðkað til með að leggja fram áætlun í húsnæðismálum.vísir/arnar Sólveig hafnaði því að verkfallsaðgerðir Eflingar beinist gegn ríkisvaldinu og Halldór sagði að hann hefði litla trú á að lög um leiguþak myndu bera árangur. Bæði voru þau þó sammála því að húsnæði vanti fyrir þá sem eru með lægstu launin. „Verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins eru algjörlega sammála um að það þarf stórkostlegt átak í uppbyggingu húsnæðis á landinu. Stjórnvöld hafa sofið á verðinum í alltof langan tíma. Það er rót vandans, ekki hvernig við erum að þrefa um kaup og kjör í kjarasamningum,“ sagði Halldór. „Ég fresta, þú frestar“ „Auðvitað vitum við að [stjórnvöld] koma ekki með neina barbabrellu á miðvikudaginn og verði komin með tíu þúsund íbúðir, en það er hægt að setja fram áætlun, með ykkur báðum sem gæti smurt þessa maskínu og gert það að verkum að við fáum kjarasaminga hér í næstu viku?“ spurði Heimir Már. „Eigum við ekki bara að fallast á það Sólveig? Eigum við ekki bara að fallast á það?“ spurði Halldór þá. Eftir örlítið spjall samþykkti Sólveig að skoða sættir með ákveðnum skilyrðum. „Eigum við ekki að aflýsa þessu öllu núna? Ég skal aflýsa verkbanni ef þú aflýsir verkföllum,“ sagði Halldór. „Ef þú kemur með mér inn til ríkissáttasemjara til að gera Eflingarsamning við Eflingarfólk, þá sannarlega,“ svaraði Sólveig og bætti við: „Ég fresta, þú frestar.“ Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í deilu SA og Eflingar hyggst ekki tjá sig um nýjustu vendingar að svo stöddu. Hann sagðist í samtali við fréttastofu ekkert hafa um málið að segja að svo stöddu. Hann hafi horft á Pallborðið af mikilli athygli og sé í stöðugum viðræðum við deiluaðila. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá Pallborðið í heild sinni. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Pallborðið Tengdar fréttir Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Sjá meira
Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, ræddi við þau Sólveigu Önnu og Halldór Benjamín og var ekki að sjá nokkurn sáttahug milli þeirra tveggja lengstum í þætti sem var upp undir klukkustundar langur. En undir lok þáttarins gáfu þau hvort öðru, Heimi Má og áhorfendum, óvænt, hátíðlegt loforð þess efnis að þau væru tilbúin að aflýsa fresta verkfalli Eflingar og SA að aflýsa fyrirhuguð verkbanni sem boðað hefur verið á fimmtudag. Það væri ef Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari boðaði þau á sinn fund og tæki upp þráðinn í samingaviðræðum. Þetta væru þau tilbúin að handsala. Aðdragandi þessa samkomulags er sá þegar Heimir Már spurði Halldór og Sólveigu hvort ríkisvaldið gæti með einhverjum hætti komið SA og Eflingu nær saman. Til dæmis með því að taka á þeim alvarlega vanda sem skapast hefur á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Húsnæðismálin lykill að lausn Sólveig jánkaði því og nefndi að húsaleigubætur hér á höfuðborgarsvæðinu væru lægri en annars staðar. Þá hafi Efling kallað eftir leiguþaki á undanförnum mánuðum. „Það er beinlínis ólögmætt að standa í verkföllum til að knýja á um aðgerðir ríkisvaldsins,“ svaraði Halldór Benjamín þá til. Lengi framan af þætti var ekki að sjá að nokkra lendingu væri að finna í þessari hörðustu vinnudeilu síðari tíma en þegar þáttastjórnandi benti á að öll þjóðin óskaði þess og að á fimmtudag bresti á með vinnubanni; þau hefðu fáeina daga til stefnu, var sem rofaði til. Ljóst er að ríkisvaldið gæti liðkað til með að leggja fram áætlun í húsnæðismálum.vísir/arnar Sólveig hafnaði því að verkfallsaðgerðir Eflingar beinist gegn ríkisvaldinu og Halldór sagði að hann hefði litla trú á að lög um leiguþak myndu bera árangur. Bæði voru þau þó sammála því að húsnæði vanti fyrir þá sem eru með lægstu launin. „Verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins eru algjörlega sammála um að það þarf stórkostlegt átak í uppbyggingu húsnæðis á landinu. Stjórnvöld hafa sofið á verðinum í alltof langan tíma. Það er rót vandans, ekki hvernig við erum að þrefa um kaup og kjör í kjarasamningum,“ sagði Halldór. „Ég fresta, þú frestar“ „Auðvitað vitum við að [stjórnvöld] koma ekki með neina barbabrellu á miðvikudaginn og verði komin með tíu þúsund íbúðir, en það er hægt að setja fram áætlun, með ykkur báðum sem gæti smurt þessa maskínu og gert það að verkum að við fáum kjarasaminga hér í næstu viku?“ spurði Heimir Már. „Eigum við ekki bara að fallast á það Sólveig? Eigum við ekki bara að fallast á það?“ spurði Halldór þá. Eftir örlítið spjall samþykkti Sólveig að skoða sættir með ákveðnum skilyrðum. „Eigum við ekki að aflýsa þessu öllu núna? Ég skal aflýsa verkbanni ef þú aflýsir verkföllum,“ sagði Halldór. „Ef þú kemur með mér inn til ríkissáttasemjara til að gera Eflingarsamning við Eflingarfólk, þá sannarlega,“ svaraði Sólveig og bætti við: „Ég fresta, þú frestar.“ Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í deilu SA og Eflingar hyggst ekki tjá sig um nýjustu vendingar að svo stöddu. Hann sagðist í samtali við fréttastofu ekkert hafa um málið að segja að svo stöddu. Hann hafi horft á Pallborðið af mikilli athygli og sé í stöðugum viðræðum við deiluaðila. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá Pallborðið í heild sinni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Pallborðið Tengdar fréttir Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Sjá meira
Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31