Sér soninn brosa í fyrsta sinn vegna nýrra gleraugna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 21:45 Kaisu Kukka-Maaria Hynninen segir tilfinninguna ólýsanlega. Vísir/Sigurjón Sjónstöðin hefur fest kaup á sextán nýjum gleraugum, sem gera sjónskertum kleift að horfa á sjónvarpið, út um gluggann og fara í leikhús. Sjónskert kona segist í fyrsta sinn geta séð son sinn brosa, eftir að hafa fengið slík gleraugu. Félagsmálaráðuneytið veitti Sjónstöðinni nýlega tuttugu milljón króna styrk til gleraugnakaupa. Sjónstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir sjónskerta, blinda og fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Ekki er um að ræða gleraugu í hinum hefðbundna skilningi. Tækin nýju hafa verið nefnd höfuðborin stækkunartæki. Með gleraugunum er horft í gegnum skjá þannig að hægt er að stækka og minnka myndina, breyta litamismun, taka ljósmyndir og svo mætti lengi telja. Tækin gera sjónskertum kleift að sjá hluti sem þeir sjá annars ekki. „Ég fór einmitt á tónleika og þarna var svo glæsilegt að geta séð konuna syngja og strákana spila á hljóðfæri,“ segir Kaisu Kukka-Maaria Hynninen sem hefur verið sjónskert frá fæðingu. Hún hefur aldrei getað séð á skólatöflu eða lesið glærur frá kennurum. Tilfinningin er ólýsanleg, að hennar sögn. „Ég hef aldrei séð svona vel. Loksins get ég líka séð son minn brosa - hvernig hann brosir til mín. Það er bara ekki hægt að segja þetta í orðum,“ segir Kaisu. Geti gert hluti sem hann var hættur að gera Um tvenns konar gleraugu er að ræða en í önnur er hægt að varpa mynd úr bæði sjónvarpi, tölvu og síma. Júlíus Birgir Jóhannsson segist mjög sáttur með nýju gleraugun.Vísir/Sigurjón „Allt svona er breyting til hins betra á lífsgæðum. Og það að sjá hluti sem maður sá ekki er náttúrulega mikil breyting - og geta gert líka hluti, þetta gefur maður aukið tækifæri til þess. Maður getur gert fleiri hluti sem maður var jafnvel hættur að gera,“ segir Júlíus Birgir Jóhannsson. Gleraugun geti til dæmis nýst þegar stunduð eru hin ýmsu áhugamál. Heilbrigðismál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið veitti Sjónstöðinni nýlega tuttugu milljón króna styrk til gleraugnakaupa. Sjónstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir sjónskerta, blinda og fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Ekki er um að ræða gleraugu í hinum hefðbundna skilningi. Tækin nýju hafa verið nefnd höfuðborin stækkunartæki. Með gleraugunum er horft í gegnum skjá þannig að hægt er að stækka og minnka myndina, breyta litamismun, taka ljósmyndir og svo mætti lengi telja. Tækin gera sjónskertum kleift að sjá hluti sem þeir sjá annars ekki. „Ég fór einmitt á tónleika og þarna var svo glæsilegt að geta séð konuna syngja og strákana spila á hljóðfæri,“ segir Kaisu Kukka-Maaria Hynninen sem hefur verið sjónskert frá fæðingu. Hún hefur aldrei getað séð á skólatöflu eða lesið glærur frá kennurum. Tilfinningin er ólýsanleg, að hennar sögn. „Ég hef aldrei séð svona vel. Loksins get ég líka séð son minn brosa - hvernig hann brosir til mín. Það er bara ekki hægt að segja þetta í orðum,“ segir Kaisu. Geti gert hluti sem hann var hættur að gera Um tvenns konar gleraugu er að ræða en í önnur er hægt að varpa mynd úr bæði sjónvarpi, tölvu og síma. Júlíus Birgir Jóhannsson segist mjög sáttur með nýju gleraugun.Vísir/Sigurjón „Allt svona er breyting til hins betra á lífsgæðum. Og það að sjá hluti sem maður sá ekki er náttúrulega mikil breyting - og geta gert líka hluti, þetta gefur maður aukið tækifæri til þess. Maður getur gert fleiri hluti sem maður var jafnvel hættur að gera,“ segir Júlíus Birgir Jóhannsson. Gleraugun geti til dæmis nýst þegar stunduð eru hin ýmsu áhugamál.
Heilbrigðismál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira