Sér soninn brosa í fyrsta sinn vegna nýrra gleraugna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 21:45 Kaisu Kukka-Maaria Hynninen segir tilfinninguna ólýsanlega. Vísir/Sigurjón Sjónstöðin hefur fest kaup á sextán nýjum gleraugum, sem gera sjónskertum kleift að horfa á sjónvarpið, út um gluggann og fara í leikhús. Sjónskert kona segist í fyrsta sinn geta séð son sinn brosa, eftir að hafa fengið slík gleraugu. Félagsmálaráðuneytið veitti Sjónstöðinni nýlega tuttugu milljón króna styrk til gleraugnakaupa. Sjónstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir sjónskerta, blinda og fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Ekki er um að ræða gleraugu í hinum hefðbundna skilningi. Tækin nýju hafa verið nefnd höfuðborin stækkunartæki. Með gleraugunum er horft í gegnum skjá þannig að hægt er að stækka og minnka myndina, breyta litamismun, taka ljósmyndir og svo mætti lengi telja. Tækin gera sjónskertum kleift að sjá hluti sem þeir sjá annars ekki. „Ég fór einmitt á tónleika og þarna var svo glæsilegt að geta séð konuna syngja og strákana spila á hljóðfæri,“ segir Kaisu Kukka-Maaria Hynninen sem hefur verið sjónskert frá fæðingu. Hún hefur aldrei getað séð á skólatöflu eða lesið glærur frá kennurum. Tilfinningin er ólýsanleg, að hennar sögn. „Ég hef aldrei séð svona vel. Loksins get ég líka séð son minn brosa - hvernig hann brosir til mín. Það er bara ekki hægt að segja þetta í orðum,“ segir Kaisu. Geti gert hluti sem hann var hættur að gera Um tvenns konar gleraugu er að ræða en í önnur er hægt að varpa mynd úr bæði sjónvarpi, tölvu og síma. Júlíus Birgir Jóhannsson segist mjög sáttur með nýju gleraugun.Vísir/Sigurjón „Allt svona er breyting til hins betra á lífsgæðum. Og það að sjá hluti sem maður sá ekki er náttúrulega mikil breyting - og geta gert líka hluti, þetta gefur maður aukið tækifæri til þess. Maður getur gert fleiri hluti sem maður var jafnvel hættur að gera,“ segir Júlíus Birgir Jóhannsson. Gleraugun geti til dæmis nýst þegar stunduð eru hin ýmsu áhugamál. Heilbrigðismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið veitti Sjónstöðinni nýlega tuttugu milljón króna styrk til gleraugnakaupa. Sjónstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir sjónskerta, blinda og fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Ekki er um að ræða gleraugu í hinum hefðbundna skilningi. Tækin nýju hafa verið nefnd höfuðborin stækkunartæki. Með gleraugunum er horft í gegnum skjá þannig að hægt er að stækka og minnka myndina, breyta litamismun, taka ljósmyndir og svo mætti lengi telja. Tækin gera sjónskertum kleift að sjá hluti sem þeir sjá annars ekki. „Ég fór einmitt á tónleika og þarna var svo glæsilegt að geta séð konuna syngja og strákana spila á hljóðfæri,“ segir Kaisu Kukka-Maaria Hynninen sem hefur verið sjónskert frá fæðingu. Hún hefur aldrei getað séð á skólatöflu eða lesið glærur frá kennurum. Tilfinningin er ólýsanleg, að hennar sögn. „Ég hef aldrei séð svona vel. Loksins get ég líka séð son minn brosa - hvernig hann brosir til mín. Það er bara ekki hægt að segja þetta í orðum,“ segir Kaisu. Geti gert hluti sem hann var hættur að gera Um tvenns konar gleraugu er að ræða en í önnur er hægt að varpa mynd úr bæði sjónvarpi, tölvu og síma. Júlíus Birgir Jóhannsson segist mjög sáttur með nýju gleraugun.Vísir/Sigurjón „Allt svona er breyting til hins betra á lífsgæðum. Og það að sjá hluti sem maður sá ekki er náttúrulega mikil breyting - og geta gert líka hluti, þetta gefur maður aukið tækifæri til þess. Maður getur gert fleiri hluti sem maður var jafnvel hættur að gera,“ segir Júlíus Birgir Jóhannsson. Gleraugun geti til dæmis nýst þegar stunduð eru hin ýmsu áhugamál.
Heilbrigðismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira