Lenya Rún segir Suðurlandið biblíubelti Íslands Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2023 16:40 Ingvar Smári, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sagðist hafa farið víða um land og sitt hvort væri hljóðið í kaffistofum landsmanna eða við kaffistandinn í þingflokksherbergi Pírata. Lenya Rún lét Ingvar Smára ekki eiga neitt inni hjá sér með það og svaraði fullum hálsi. vísir/vilhelm Á fundi Orators um útlendingalögin var frumælandi meðal annarra aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Ingvar Smári Birgisson. Lenya Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var viðstödd og pundaði aðstoðarmanninn. Ferðalög hans um Suðurlandskjördæmi, biblíubelti Íslands, hefði lítið gildi. Lenya Rún var á því að frumvarpið væri illa úr garði gjört og að ekki hafi verið tekið tillit til ýmissa ábendinga þar að lútandi. Ingvar Smári var því ósammála og sagði það hafa þvert á móti farið í gegnum ansi mörg sigti. Það breytti ekki afstöðu Lenyu nema síður sér sem sagði frumvarpið samt ömurlegt. „Já. Það er þitt mat. Ég ferðast nú víða um landið og tala við allskonar fólk. Og mjög margir eru að skamma ráðherrana fyrir að ganga ekki lengra,“ sagði Ingvar Smári sem telur gjá milli þess sem fólk er að ræða á kaffistofum landsins og þess sem þingflokkur Pírata er að ræða á sinni. Það er þegar 1.19.45 eru liðnar af fundinum þegar til þessara orðahnippinga þeirra Ingvars og Lenyu kemur. Lenya Rún gaf ekki mikið fyrir þetta sjónarmið. „Þetta snýst ekki um Pírata heldur að gæta mannúðar. Að það sé skilvirkt kerfi og skilvirkt regluverk. Það að þú sért að fara útum allt í Suðurkjördæmi og tala við Biblíubeltið og hvað þeim finnst um núverandi útlendingalöggjöfina skiptir ekki máli,“ sagði Lenya Rún og varð þá nokkurt kurr í salnum sem og hlátrasköll; mörgum háskólaborgaranum, sem lagt höfðu leið sína á fund félags laganema í Háskóla Íslands, þótti þetta beint í mark hjá varaþingmanninum. Biblíubeltið í Bandaríkjunum hefur löngum verið kennt við stækt afturhald og óupplýsta afstöðu, þannig að ekki er þetta há einkunn sem varaþingmaðurinn gefur þessu tiltekna landsvæði Íslands, hvort sem hún hefur eitthvað til síns máls eða ekki. Staða Sjálfstæðisflokksins er afar sterk í því tiltekna kjördæmi. Ingvar Smári hafði þessi ummæli til marks í hvaða farvegi umræða um þessi mál eru stödd, hún sé afar pólaríseruð. Lögmennska Alþingi Innflytjendamál Háskólar Píratar Trúmál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Lenya Rún var á því að frumvarpið væri illa úr garði gjört og að ekki hafi verið tekið tillit til ýmissa ábendinga þar að lútandi. Ingvar Smári var því ósammála og sagði það hafa þvert á móti farið í gegnum ansi mörg sigti. Það breytti ekki afstöðu Lenyu nema síður sér sem sagði frumvarpið samt ömurlegt. „Já. Það er þitt mat. Ég ferðast nú víða um landið og tala við allskonar fólk. Og mjög margir eru að skamma ráðherrana fyrir að ganga ekki lengra,“ sagði Ingvar Smári sem telur gjá milli þess sem fólk er að ræða á kaffistofum landsins og þess sem þingflokkur Pírata er að ræða á sinni. Það er þegar 1.19.45 eru liðnar af fundinum þegar til þessara orðahnippinga þeirra Ingvars og Lenyu kemur. Lenya Rún gaf ekki mikið fyrir þetta sjónarmið. „Þetta snýst ekki um Pírata heldur að gæta mannúðar. Að það sé skilvirkt kerfi og skilvirkt regluverk. Það að þú sért að fara útum allt í Suðurkjördæmi og tala við Biblíubeltið og hvað þeim finnst um núverandi útlendingalöggjöfina skiptir ekki máli,“ sagði Lenya Rún og varð þá nokkurt kurr í salnum sem og hlátrasköll; mörgum háskólaborgaranum, sem lagt höfðu leið sína á fund félags laganema í Háskóla Íslands, þótti þetta beint í mark hjá varaþingmanninum. Biblíubeltið í Bandaríkjunum hefur löngum verið kennt við stækt afturhald og óupplýsta afstöðu, þannig að ekki er þetta há einkunn sem varaþingmaðurinn gefur þessu tiltekna landsvæði Íslands, hvort sem hún hefur eitthvað til síns máls eða ekki. Staða Sjálfstæðisflokksins er afar sterk í því tiltekna kjördæmi. Ingvar Smári hafði þessi ummæli til marks í hvaða farvegi umræða um þessi mál eru stödd, hún sé afar pólaríseruð.
Lögmennska Alþingi Innflytjendamál Háskólar Píratar Trúmál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira