Ekki útséð með áhrif verkfalla á hótelin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2023 21:44 Hildur Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri Berjaya. Vísir Þrátt fyrir að starfsemi hótela sem verkföll Eflingar hafa beinst að sé nú komin á skrið gætir áhrifa þeirra enn. Framkvæmdastjóri Berjaya-hótela segir mest um vert að geta opnað fyrir bókanir að nýju, en lokað var fyrir þær þegar ljóst varð að stefndi í verkfall. Starfsfólk Berjaya Hotels sem er í Eflingu sneri aftur til vinnu í dag eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í kjölfar þess að Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, setti fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hildur Ómarsdóttir er framkvæmdastjóri Berjaya. Hún ræddi við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem hún sagði að búið væri að opna öll hótel fyrirtækisins. „En það sem mest um vert er að við náðum að opna fyrir bókanir aftur. Þannig að við erum byrjuð að selja aftur og það skiptir auðvitað mestu máli fyrir okkur að koma starfseminni í gang, sem og sölunni,“ sagði Hildur. Reyna nú að fylla það sem áður þurfti að tæma Þá sagði hún verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif, og benti því til stuðnings á að þremur hótelum hefði verið lokað. Það voru Hilton, Natura og Marina. „Þar með stoppuðum við tekjuflæðið alfarið inn í okkar rekstur. Við lokuðum fyrir bókanir fyrir febrúar og mars þann 8. febrúar, þegar verkfallsboðum barst. Eðli málsins samkvæmt hefur það mjög mikil áhrif. Ekki bara á þeim vikum sem hafa liðið meðan á verkfalli stóð, heldur einnig aðeins áfram því við erum að selja einn til þrjá mánuði fram í tímann, má segja.“ Hildur sagði þá að áhrifa verkfallsaðgerða kunni að gæta áfram, þrátt fyrir að starfsfólk sé snúið aftur til vinnu. „Það er ekkert útséð með hvert tapið er fyrr en við getum hafið starfsemi að fullu og erum búin að fylla okkar bækur aftur, sem við lögðum markvissa vinnu í að tæma.“ Það væri gleðiefni að fá Eflingarfólk aftur til vinnu. „Það er gaman að segja frá því að okkar starfsfólk var himinlifandi að komast aftur til starfa og hér var vel tekið á móti þeim, eins og alltaf. Þannig viljum við hafa það og þannig ætlum við að hafa það áfram.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Starfsfólk Berjaya Hotels sem er í Eflingu sneri aftur til vinnu í dag eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í kjölfar þess að Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, setti fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hildur Ómarsdóttir er framkvæmdastjóri Berjaya. Hún ræddi við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem hún sagði að búið væri að opna öll hótel fyrirtækisins. „En það sem mest um vert er að við náðum að opna fyrir bókanir aftur. Þannig að við erum byrjuð að selja aftur og það skiptir auðvitað mestu máli fyrir okkur að koma starfseminni í gang, sem og sölunni,“ sagði Hildur. Reyna nú að fylla það sem áður þurfti að tæma Þá sagði hún verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif, og benti því til stuðnings á að þremur hótelum hefði verið lokað. Það voru Hilton, Natura og Marina. „Þar með stoppuðum við tekjuflæðið alfarið inn í okkar rekstur. Við lokuðum fyrir bókanir fyrir febrúar og mars þann 8. febrúar, þegar verkfallsboðum barst. Eðli málsins samkvæmt hefur það mjög mikil áhrif. Ekki bara á þeim vikum sem hafa liðið meðan á verkfalli stóð, heldur einnig aðeins áfram því við erum að selja einn til þrjá mánuði fram í tímann, má segja.“ Hildur sagði þá að áhrifa verkfallsaðgerða kunni að gæta áfram, þrátt fyrir að starfsfólk sé snúið aftur til vinnu. „Það er ekkert útséð með hvert tapið er fyrr en við getum hafið starfsemi að fullu og erum búin að fylla okkar bækur aftur, sem við lögðum markvissa vinnu í að tæma.“ Það væri gleðiefni að fá Eflingarfólk aftur til vinnu. „Það er gaman að segja frá því að okkar starfsfólk var himinlifandi að komast aftur til starfa og hér var vel tekið á móti þeim, eins og alltaf. Þannig viljum við hafa það og þannig ætlum við að hafa það áfram.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira