„Þetta eru verðandi heims- og Ólympíumeistarar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. mars 2023 17:45 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Stöð 2 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld. Þó að um B-lið Noregs sé að ræða er liðið ekkert lamb að leika sér við og Arnar Pétursson, þjálfari íslenska liðsins, segir að þarna séu framtíðar Ólympíu- og heimsmeistarar. „Þetta er gríðarsterkt lið. Þetta eru verðandi heims- og Ólympíumeistarar ef Þórir [Hergeirsson] heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á,“ sagði Arnar í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir leikinn. „Þetta eru bara þær stelpur sem eru næstar inn hjá Noregi og eru gríðarlega öflugar. Þannig að við erum að fara að mæta hérna alvöru liði.“ UNdirbúningur fyrir mikilvægari leiki Íslenska liðið leikur tvo leiki við það norska á næstu dögum, en leikirnir tveir eru undirbúningur fyrir mikilvæga leiki liðsins gegn Ungverjum í undankeppni HM. „Þetta er vissulega undirbúningur fyrir leikina gegn Ungverjalandi og svo erum við náttúrulega bara alltaf að vinna í því að taka skref fram á við. Við horfum kannski fyrst og fremst á það. Eftir seinasta verkefni vill ég sjá okkur halda áfram að mæta aðeins hærra á völlinn í vörninni og þora að taka bardagana.“ „Það gekk ágætlega í seinasta verkefni, en nú erum við að mæta mun sterkari andstæðingum þannig það verður gaman að sjá hvernig við bregðumst við því. Ég vil sjá okkur halda áfram að keyra upp svipað og við gerðum þá. Þá vorum við hugrakkar og þorðum og gerðum það bara glimrandi vel. Ég vil sjá okkur halda áfram að gera það líka á móti sterkari andstæðingum. Heilt yfir eru þetta allir þættirnir sem við erum að vinna í og reyna að bæta okkur og vonandi gerum við það áfram.“ Klippa: Addi Pé um Noreg Selfyssingur snýr aftur og Selfyssingur stígur sín fyrstu skref Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var tekin inn í landsliðshópinn á nýjan leik, en hún hefur átt frábært tímabil með ÍBV í vetur. „Það er búið að vera frábært að fylgjast með Hönnu síðustu mánuði og hún er búin að vera að stíga og bæta sig jafnt og þétt. Hún var náttúrulega búin að vera í erfiðum meiðslum og á klárlega skilið að vera hérna með okkur.“ Þá er einnig einn nýliði tekinn inn í hópinn, Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir. „Já ég vona það. Þetta er stelpa sem hefur allt,“ sagði Arnar, aðspurður að því hvort Katla María væri framtíðarstjarna íslenska liðsins. „Það er auðvitað undir henni komið hvernig þetta þróast allt saman, en mér finnst hún bara vera búin að standa sig það vel. Hún er að spila hafsent í vörn og gerið það glimrandi vel. Þorir að taka hæð og þorir að taka bardagan og er efni í hörkuskyttu. Mér fannst þetta gott tækifæri til að taka hana inn núna og kynna hana fyrir því sem við erum að gera. Leyfa henni að komast nær þessu og pressa á hana að halda áfram, vera dugleg og halda áfram að taka þessi skref fram á við. Þá er framtíðin hennar.“ Með nánast sinn sterkasta hóp Þá segist Arnar vera með nánast alla sína helstu og mikilvægustu leikmenn með í leiknum gegn Noregi í kvöld. „Jú, þetta er svona uppistaðan að þessu. Díana [Dögg Magnúsdóttir] er í þessari eldflaugaverkfræði sinni úti í Þýskalandi og er í prófum. Unnur [Ómarsdóttir] er meidd þannig hún gat ekki gefið kost á sér. Lovísa [Thompson] er meidd þannig það eru einhver skörð, en heilt yfir er þetta bara sá hópur sem ég vildi hafa núna og er bara mjög sáttur við það,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
„Þetta er gríðarsterkt lið. Þetta eru verðandi heims- og Ólympíumeistarar ef Þórir [Hergeirsson] heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á,“ sagði Arnar í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir leikinn. „Þetta eru bara þær stelpur sem eru næstar inn hjá Noregi og eru gríðarlega öflugar. Þannig að við erum að fara að mæta hérna alvöru liði.“ UNdirbúningur fyrir mikilvægari leiki Íslenska liðið leikur tvo leiki við það norska á næstu dögum, en leikirnir tveir eru undirbúningur fyrir mikilvæga leiki liðsins gegn Ungverjum í undankeppni HM. „Þetta er vissulega undirbúningur fyrir leikina gegn Ungverjalandi og svo erum við náttúrulega bara alltaf að vinna í því að taka skref fram á við. Við horfum kannski fyrst og fremst á það. Eftir seinasta verkefni vill ég sjá okkur halda áfram að mæta aðeins hærra á völlinn í vörninni og þora að taka bardagana.“ „Það gekk ágætlega í seinasta verkefni, en nú erum við að mæta mun sterkari andstæðingum þannig það verður gaman að sjá hvernig við bregðumst við því. Ég vil sjá okkur halda áfram að keyra upp svipað og við gerðum þá. Þá vorum við hugrakkar og þorðum og gerðum það bara glimrandi vel. Ég vil sjá okkur halda áfram að gera það líka á móti sterkari andstæðingum. Heilt yfir eru þetta allir þættirnir sem við erum að vinna í og reyna að bæta okkur og vonandi gerum við það áfram.“ Klippa: Addi Pé um Noreg Selfyssingur snýr aftur og Selfyssingur stígur sín fyrstu skref Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var tekin inn í landsliðshópinn á nýjan leik, en hún hefur átt frábært tímabil með ÍBV í vetur. „Það er búið að vera frábært að fylgjast með Hönnu síðustu mánuði og hún er búin að vera að stíga og bæta sig jafnt og þétt. Hún var náttúrulega búin að vera í erfiðum meiðslum og á klárlega skilið að vera hérna með okkur.“ Þá er einnig einn nýliði tekinn inn í hópinn, Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir. „Já ég vona það. Þetta er stelpa sem hefur allt,“ sagði Arnar, aðspurður að því hvort Katla María væri framtíðarstjarna íslenska liðsins. „Það er auðvitað undir henni komið hvernig þetta þróast allt saman, en mér finnst hún bara vera búin að standa sig það vel. Hún er að spila hafsent í vörn og gerið það glimrandi vel. Þorir að taka hæð og þorir að taka bardagan og er efni í hörkuskyttu. Mér fannst þetta gott tækifæri til að taka hana inn núna og kynna hana fyrir því sem við erum að gera. Leyfa henni að komast nær þessu og pressa á hana að halda áfram, vera dugleg og halda áfram að taka þessi skref fram á við. Þá er framtíðin hennar.“ Með nánast sinn sterkasta hóp Þá segist Arnar vera með nánast alla sína helstu og mikilvægustu leikmenn með í leiknum gegn Noregi í kvöld. „Jú, þetta er svona uppistaðan að þessu. Díana [Dögg Magnúsdóttir] er í þessari eldflaugaverkfræði sinni úti í Þýskalandi og er í prófum. Unnur [Ómarsdóttir] er meidd þannig hún gat ekki gefið kost á sér. Lovísa [Thompson] er meidd þannig það eru einhver skörð, en heilt yfir er þetta bara sá hópur sem ég vildi hafa núna og er bara mjög sáttur við það,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira