Kvennakastið: Af hverju eru konurnar ekki á stórmótum eins og karlalandsliðið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2023 10:00 Andrea Jacobsen hefur spilað úti í mörg ár og hún er hörð á því að fleiri íslenska handboltakonur þurfi að fara út í atvinnumennsku ætli landsliðið að ná betri árangri. Vísir/Hulda Margrét Silla sparaði ekki stóru spurningarnar þegar hún fékk sig tvær af atvinnumönnunum í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Elín Jóna Þorsteinsdóttir mættu í Kvennakastið til Sigurlaugar Rúnarsdóttur, Sillu, og ræddu meðal annars muninn á karla- og kvennalandsliði Íslands í handbolta. Íslensku stelpurnar unnu mjög flottan sex marka sigur á B-liði Noregs í æfingaleik á Ásvöllum í gær sem lofar góðu fyrir erfiða umspilsleiki á móti Ungverjum um sæti á HM. Stóra spurningin í þættinum var af hverju kvennalandsliðið í handbolta sé ekki áskrift af stórmótum eins og karlalandsliðið. Langt síðan þær komust á stórmót „Ég er oft mikið að pæla í þessu með okkur og íslenska landsliðið. Við höfum komist á tvö stórmót en það er orðið ansi langt síðan. Við erum samt búin að vera með leikmenn sem voru með þar eins og þegar Karen Knútsdóttir var í fyrra og svo Rut en þær voru að bera þetta uppi þá,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Af hverju erum við ekki að ná betri árangri? Af hverju erum við ekki að komast á stórmótin? Af hverju erum við ekki eins og karlalandsliðið,“ spurði Sigurlaug landsliðskonurnar tvær. Vá hvað ég er spennt „Vá hvað ég er spennt fyrir þessu svari,“ bætti Sigurlaug við. „Ég er fremsta talskona þess að leikmenn þurfi að fara út. Ég hef reyndar ekki spilað lengi í deildinni hérna heima en þetta er bara allt annar pakki að fara út og spila og reyna að vinna sig upp um deildir,“ sagði Andrea Jacobsen. „Að mæta þeim bestu,“ skaut Elín Jóna Þorsteinsdóttir inn í. Þurfum að henda leikmönnum út „Þótt að maður byrji svolítið á núlli þá fær maður reynsluna og tilfinninguna fyrir þessu. Ég vil bara meina að við þurfum að henda leikmönnum út að spila,“ sagði Andrea. „Þá skal ég segja þér fréttir að þegar við komust á stórmót síðast þá voru átta af landsliðskonunum okkar í Val og Fram,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir neðan má heyra meira af umræðunni um muninn á árangri karla- og kvennalandsliðsins í handbolta á síðustu árum. Stóra spurningin dettur inn eftir 26 mínútur. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Elín Jóna Þorsteinsdóttir mættu í Kvennakastið til Sigurlaugar Rúnarsdóttur, Sillu, og ræddu meðal annars muninn á karla- og kvennalandsliði Íslands í handbolta. Íslensku stelpurnar unnu mjög flottan sex marka sigur á B-liði Noregs í æfingaleik á Ásvöllum í gær sem lofar góðu fyrir erfiða umspilsleiki á móti Ungverjum um sæti á HM. Stóra spurningin í þættinum var af hverju kvennalandsliðið í handbolta sé ekki áskrift af stórmótum eins og karlalandsliðið. Langt síðan þær komust á stórmót „Ég er oft mikið að pæla í þessu með okkur og íslenska landsliðið. Við höfum komist á tvö stórmót en það er orðið ansi langt síðan. Við erum samt búin að vera með leikmenn sem voru með þar eins og þegar Karen Knútsdóttir var í fyrra og svo Rut en þær voru að bera þetta uppi þá,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Af hverju erum við ekki að ná betri árangri? Af hverju erum við ekki að komast á stórmótin? Af hverju erum við ekki eins og karlalandsliðið,“ spurði Sigurlaug landsliðskonurnar tvær. Vá hvað ég er spennt „Vá hvað ég er spennt fyrir þessu svari,“ bætti Sigurlaug við. „Ég er fremsta talskona þess að leikmenn þurfi að fara út. Ég hef reyndar ekki spilað lengi í deildinni hérna heima en þetta er bara allt annar pakki að fara út og spila og reyna að vinna sig upp um deildir,“ sagði Andrea Jacobsen. „Að mæta þeim bestu,“ skaut Elín Jóna Þorsteinsdóttir inn í. Þurfum að henda leikmönnum út „Þótt að maður byrji svolítið á núlli þá fær maður reynsluna og tilfinninguna fyrir þessu. Ég vil bara meina að við þurfum að henda leikmönnum út að spila,“ sagði Andrea. „Þá skal ég segja þér fréttir að þegar við komust á stórmót síðast þá voru átta af landsliðskonunum okkar í Val og Fram,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir neðan má heyra meira af umræðunni um muninn á árangri karla- og kvennalandsliðsins í handbolta á síðustu árum. Stóra spurningin dettur inn eftir 26 mínútur.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða