Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2023 19:41 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir samgönfusáttmálann nú þegar hafa skilað mörgum jákvæðum verkefnum. Stöð 2/Ívar Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna var 54 prósent í kosningunum 2021 en er nú komið niður í 39 prósent samkvæmt könnun Maskínu og 40 prósent samkvæmt könnun Gallups.Grafík/Kristján Stjórnarflokkarnir endurnýjuðu umboð sitt til áframhaldandi samstarfs í alþingiskosningunum í september 2021 þegar þeir fengu samanlagt 54 prósenta fylgi, aðallega vegna mikillar fylgisaukningar Framsóknarflokksins. Samkvæmt könnunum Maskínu og Galllups er samanlagt fylgi flokkanna hins vegar komið í um 40 prósent. Samfylkingin hefur rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningunum 2021 en fylgi stjórnarflokkanna þriggja hefur dalað verulega.Grafík/Kristján Samkvæmt febrúarkönnunum fyrirtækjanna nýtur Samfylkingin annan mánuðinn röð mest fylgis flokka með 23,3 prósent hjá Maskínu og 24 prósent hjá Gallup í febrúar. Á sama tíma og fylgi flokksins rúmlega tvöfaldast frá kosningum minnkar fylgi Framsóknarflokksins hins vegar um 5-7 prósentustig, Vinstri grænna um fimmog Sjálfstæðisflokksins um tvö til fjögur prósentustig. Ráðherrar stjórnarflokkanna sátu sinn hundraðasta ríkisstjórnarfund í morgun. „Ég kippi mér nú ekki mikið upp við skoðanakannanir. Veit að þær eru sí breytilegar og sí kvikar. Ég held að þessi ríkisstjórn hafi bæði átt tiltölulega góðu fylgi að fagna, bæði á síðasta kjörtímabili og þessu. Hefur að mestu leyti bara farnast ágætlega í sínum störfum,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Sjálfstæðismenn og fleiri í minnihluta borgarstjórnar og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt samgöngusáttmála ríkisstjórnar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Bæði fyrir seinagang sumra verkefna og mikinn kostnaðarauka við einstök verkefni. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmálann enn í fullu gildi og kostnaðinn ekki farinn úr böndunum. Kostnaður hafi hins vegar aukist með vísitöluhækkunum meðal annars vegna stríðsins í Evrópu. „Síðan hafa einhver verkefni þroskast og stækkað. Væntingar til þess að sáttmálinn væri stærra tæki til enn frekari framkvæmda hafa vaxið mjög mikið,“ segir innviðaráðherra. Það væri því eðlilegt að staldra við og upplýsa stýrihópa og stjórnir og taka þær ákvarðanir sem þyrfti að taka. Skoða hvort þörf væri á að uppfæra sáttmálann vegna ákveðinna aðstæðna. „Í mínum augum er hann nú þegar búinn að skila fullt af jákvæðum verkefnum í höfn og önnur á leiðinni,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir eðlilegt að kostnaður aukist með vísitölum og þroskun verkefna.Stöð 2/Ívar Margir segja hins vegar að lítið sé að gerast varðandi stór verkefni eins og Arnarnesveg, Sundabraut og stokk á Sæbraut. Innviðaráðherra segir öll þessi verkefni í góðum farvegi. Eftir því sem verkefni væru betur undirbúin þeim mun styttri og öruggari yrðu þau í framkvæmd og fjármögnun. „Sundabrautarverkefnið er risastórt. Það hefur aldrei verið áætlað að það byrji fyrr en 2026 og ljúki þrjátíu og eitt. Það er samt búið að vinna í því í mörg ár til þess að það náist. Arnarnesvegurinn er hins vegar að fara í útboð, svo dæmi sé tekið. Hann er bara af allt annarri stærðargráðu. Sæbrautar stokkurinn er ekki bara orðinn forsenda fyrir Sundabraut. Hann er líka forsenda þess að við ætlum að byggja þessa björgunarmiðstöð og koma öllum hlutum til og frá. Þannig að hann hefur verið að stækka í væntingum og kröfum til hans,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samgöngur Sundabraut Borgarlína Borgarstjórn Sæbrautarstokkur Tengdar fréttir Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Borgin ryður land fyrir 7-9 þúsund nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði Nýtt hverfi með sjö til níu þúsund íbúðum fyrir um tuttugu þúsund íbúa mun rísa á næstu árum á Keldnalandi. Formaður borgarráðs er bjartsýnn á að byggingaframkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár en uppbyggingin er mjög tengd borgarlínu. 20. desember 2022 19:31 Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35 Björgvin ráðinn verkefnastjóri Sundabrautar Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 20. janúar 2023 16:51 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna var 54 prósent í kosningunum 2021 en er nú komið niður í 39 prósent samkvæmt könnun Maskínu og 40 prósent samkvæmt könnun Gallups.Grafík/Kristján Stjórnarflokkarnir endurnýjuðu umboð sitt til áframhaldandi samstarfs í alþingiskosningunum í september 2021 þegar þeir fengu samanlagt 54 prósenta fylgi, aðallega vegna mikillar fylgisaukningar Framsóknarflokksins. Samkvæmt könnunum Maskínu og Galllups er samanlagt fylgi flokkanna hins vegar komið í um 40 prósent. Samfylkingin hefur rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningunum 2021 en fylgi stjórnarflokkanna þriggja hefur dalað verulega.Grafík/Kristján Samkvæmt febrúarkönnunum fyrirtækjanna nýtur Samfylkingin annan mánuðinn röð mest fylgis flokka með 23,3 prósent hjá Maskínu og 24 prósent hjá Gallup í febrúar. Á sama tíma og fylgi flokksins rúmlega tvöfaldast frá kosningum minnkar fylgi Framsóknarflokksins hins vegar um 5-7 prósentustig, Vinstri grænna um fimmog Sjálfstæðisflokksins um tvö til fjögur prósentustig. Ráðherrar stjórnarflokkanna sátu sinn hundraðasta ríkisstjórnarfund í morgun. „Ég kippi mér nú ekki mikið upp við skoðanakannanir. Veit að þær eru sí breytilegar og sí kvikar. Ég held að þessi ríkisstjórn hafi bæði átt tiltölulega góðu fylgi að fagna, bæði á síðasta kjörtímabili og þessu. Hefur að mestu leyti bara farnast ágætlega í sínum störfum,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Sjálfstæðismenn og fleiri í minnihluta borgarstjórnar og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt samgöngusáttmála ríkisstjórnar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Bæði fyrir seinagang sumra verkefna og mikinn kostnaðarauka við einstök verkefni. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmálann enn í fullu gildi og kostnaðinn ekki farinn úr böndunum. Kostnaður hafi hins vegar aukist með vísitöluhækkunum meðal annars vegna stríðsins í Evrópu. „Síðan hafa einhver verkefni þroskast og stækkað. Væntingar til þess að sáttmálinn væri stærra tæki til enn frekari framkvæmda hafa vaxið mjög mikið,“ segir innviðaráðherra. Það væri því eðlilegt að staldra við og upplýsa stýrihópa og stjórnir og taka þær ákvarðanir sem þyrfti að taka. Skoða hvort þörf væri á að uppfæra sáttmálann vegna ákveðinna aðstæðna. „Í mínum augum er hann nú þegar búinn að skila fullt af jákvæðum verkefnum í höfn og önnur á leiðinni,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir eðlilegt að kostnaður aukist með vísitölum og þroskun verkefna.Stöð 2/Ívar Margir segja hins vegar að lítið sé að gerast varðandi stór verkefni eins og Arnarnesveg, Sundabraut og stokk á Sæbraut. Innviðaráðherra segir öll þessi verkefni í góðum farvegi. Eftir því sem verkefni væru betur undirbúin þeim mun styttri og öruggari yrðu þau í framkvæmd og fjármögnun. „Sundabrautarverkefnið er risastórt. Það hefur aldrei verið áætlað að það byrji fyrr en 2026 og ljúki þrjátíu og eitt. Það er samt búið að vinna í því í mörg ár til þess að það náist. Arnarnesvegurinn er hins vegar að fara í útboð, svo dæmi sé tekið. Hann er bara af allt annarri stærðargráðu. Sæbrautar stokkurinn er ekki bara orðinn forsenda fyrir Sundabraut. Hann er líka forsenda þess að við ætlum að byggja þessa björgunarmiðstöð og koma öllum hlutum til og frá. Þannig að hann hefur verið að stækka í væntingum og kröfum til hans,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samgöngur Sundabraut Borgarlína Borgarstjórn Sæbrautarstokkur Tengdar fréttir Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Borgin ryður land fyrir 7-9 þúsund nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði Nýtt hverfi með sjö til níu þúsund íbúðum fyrir um tuttugu þúsund íbúa mun rísa á næstu árum á Keldnalandi. Formaður borgarráðs er bjartsýnn á að byggingaframkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár en uppbyggingin er mjög tengd borgarlínu. 20. desember 2022 19:31 Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35 Björgvin ráðinn verkefnastjóri Sundabrautar Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 20. janúar 2023 16:51 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08
Borgin ryður land fyrir 7-9 þúsund nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði Nýtt hverfi með sjö til níu þúsund íbúðum fyrir um tuttugu þúsund íbúa mun rísa á næstu árum á Keldnalandi. Formaður borgarráðs er bjartsýnn á að byggingaframkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár en uppbyggingin er mjög tengd borgarlínu. 20. desember 2022 19:31
Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35
Björgvin ráðinn verkefnastjóri Sundabrautar Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 20. janúar 2023 16:51
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent