Hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu Ingunn Högnadóttir skrifar 6. mars 2023 07:00 Á hverju ári fagna talmeinafræðingar Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars. Dagurinn er til þess gerður að vekja athygli á fjölbreyttu starfssviði og starfsumhverfi talmeinafræðinga. Árlega hefur dagurinn fyrir fram ákveðið þema og í ár er þemað sótt út á lítt þekktan jaðar starfssviðsins, nefnilega hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu. Eflaust eru fleiri en færri sem velta fyrir sér hvaða aðkomu talmeinafræðingar geti haft að bráðaþjónustu. Þetta er því kærkomið tækifæri fyrir þá fáu talmeinafræðinga á Íslandi sem starfa í bráðaþjónustu, til að kynna störf sín. Á Íslandi starfa nú sjö talmeinafræðingar í bráðaþjónustu; sex á Landspítalanum, þar af einn á Barnaspítala Hringsins og einn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessir talmeinafræðingar hitta einstaklinga sem glíma við tal-, mál- eða kyngingarvanda í kjölfar slysa, bráðra veikinda eða aðgerða. Röntgenrannsókn á kyngingu framkvæmd í samstarfi við geislafræðing.Aðsend Bráðameðferð er ólík endurhæfingu að því leyti að hún er íhaldssamari og snýr fyrst og fremst að greiningu og ráðgjöf og að koma í veg fyrir frekari skaða á meðan einstaklingur er í viðkvæmu ástandi. Í endurhæfingu er hins vegar meiri áhersla á þjálfun, aðlögun og aukin lífsgæði.Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu eru kallaðir til þegar einstaklingar verða fyrir slysi eða veikindum sem hafa áhrif á kyngingargetu. Skert kyngingargeta getur valdið því að matur og drykkur situr í hálsi og hamlar öndun, eða hreinlega fer ofan í öndunarveginn og veldur þar sýkingu. Kyngingarspeglun framkvæmd í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni.Aðsend Talmeinafræðingar beita ýmsum leiðum við að meta öryggi og skilvirkni kyngingar og nota til þess klínískt mat og rannsóknir (röntgenrannsóknir á kyngingu eða kyngingarspeglun í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni). Í kjölfar mats og rannsókna veita talmeinafræðingar ráðgjöf um leiðir til að gera kyngingu öruggari og skilvirkari, t.d. með uppbótaraðferðum eða breyttri mataráferð. Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu hafa einnig aðkomu að bráðveikum einstaklingum sem geta ekki tjáð sig eftir hefðbundnum leiðum, t.d. ef þeir glíma við málstol, lömun í talfærum eða eru háðir öndunarvél, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverk talmeinafræðinga er þá að útvega og útskýra ýmsar leiðir til óhefðbundinna tjáskipta svo einstaklingur geti tjáð sig og veitt mikilvægar upplýsingar þó svo viðkomandi geti ekki tjáð sig með tali eða skrift. Í allri bráðaþjónustu talmeinafræðinga er fræðsla og ráðgjöf til heilbrigðisstarfsfólks og aðstandenda stór þáttur. Augnstafaspjald sem gerir fólki kleift að tjá sig með augnhreyfingumAðsend Verkefni talmeinafræðinga í bráðaþjónustu eru bæði fjölbreytt og krefjandi og er upptalningin hér að framan engan veginn tæmandi. Hún er aðeins ætluð til að varpa örlitlu ljósi á störf þeirra talmeinafræðinga sem starfa í bráðaþjónustu á Íslandi í tilefni dagsins. Frekari upplýsingar um talmeinafræðinga og störf þeirra má finna heimasíðu Félags talmeinafræðinga á Íslandi www.talmein.is. Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári fagna talmeinafræðingar Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars. Dagurinn er til þess gerður að vekja athygli á fjölbreyttu starfssviði og starfsumhverfi talmeinafræðinga. Árlega hefur dagurinn fyrir fram ákveðið þema og í ár er þemað sótt út á lítt þekktan jaðar starfssviðsins, nefnilega hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu. Eflaust eru fleiri en færri sem velta fyrir sér hvaða aðkomu talmeinafræðingar geti haft að bráðaþjónustu. Þetta er því kærkomið tækifæri fyrir þá fáu talmeinafræðinga á Íslandi sem starfa í bráðaþjónustu, til að kynna störf sín. Á Íslandi starfa nú sjö talmeinafræðingar í bráðaþjónustu; sex á Landspítalanum, þar af einn á Barnaspítala Hringsins og einn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessir talmeinafræðingar hitta einstaklinga sem glíma við tal-, mál- eða kyngingarvanda í kjölfar slysa, bráðra veikinda eða aðgerða. Röntgenrannsókn á kyngingu framkvæmd í samstarfi við geislafræðing.Aðsend Bráðameðferð er ólík endurhæfingu að því leyti að hún er íhaldssamari og snýr fyrst og fremst að greiningu og ráðgjöf og að koma í veg fyrir frekari skaða á meðan einstaklingur er í viðkvæmu ástandi. Í endurhæfingu er hins vegar meiri áhersla á þjálfun, aðlögun og aukin lífsgæði.Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu eru kallaðir til þegar einstaklingar verða fyrir slysi eða veikindum sem hafa áhrif á kyngingargetu. Skert kyngingargeta getur valdið því að matur og drykkur situr í hálsi og hamlar öndun, eða hreinlega fer ofan í öndunarveginn og veldur þar sýkingu. Kyngingarspeglun framkvæmd í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni.Aðsend Talmeinafræðingar beita ýmsum leiðum við að meta öryggi og skilvirkni kyngingar og nota til þess klínískt mat og rannsóknir (röntgenrannsóknir á kyngingu eða kyngingarspeglun í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni). Í kjölfar mats og rannsókna veita talmeinafræðingar ráðgjöf um leiðir til að gera kyngingu öruggari og skilvirkari, t.d. með uppbótaraðferðum eða breyttri mataráferð. Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu hafa einnig aðkomu að bráðveikum einstaklingum sem geta ekki tjáð sig eftir hefðbundnum leiðum, t.d. ef þeir glíma við málstol, lömun í talfærum eða eru háðir öndunarvél, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverk talmeinafræðinga er þá að útvega og útskýra ýmsar leiðir til óhefðbundinna tjáskipta svo einstaklingur geti tjáð sig og veitt mikilvægar upplýsingar þó svo viðkomandi geti ekki tjáð sig með tali eða skrift. Í allri bráðaþjónustu talmeinafræðinga er fræðsla og ráðgjöf til heilbrigðisstarfsfólks og aðstandenda stór þáttur. Augnstafaspjald sem gerir fólki kleift að tjá sig með augnhreyfingumAðsend Verkefni talmeinafræðinga í bráðaþjónustu eru bæði fjölbreytt og krefjandi og er upptalningin hér að framan engan veginn tæmandi. Hún er aðeins ætluð til að varpa örlitlu ljósi á störf þeirra talmeinafræðinga sem starfa í bráðaþjónustu á Íslandi í tilefni dagsins. Frekari upplýsingar um talmeinafræðinga og störf þeirra má finna heimasíðu Félags talmeinafræðinga á Íslandi www.talmein.is. Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun