„Við vorum kannski að flýta okkur full mikið “ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 18:38 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum, 26-29 gegn B-liði Noregs er liðin mættust á Ásvöllum í dag. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var svekktur í leikslok. „Mér fannst við, sérstaklega í fyrri hálfleik, vera ofboðslega góðar. Mér fannst við vera að spila góðan handbolta bæði í vörn og sókn. Fyrstu tíu í seinni hálfleik voru líka flottar svo tekur við erfiður kafli, sem var mjög erfiður. Við þurfum að skoða það aðeins betur, við erum að kasta boltanum frá okkur þar og fáum á okkur hraðaupphlaup í bakið. Eins að klúðra færum sem að hún er að verja mjög vel á loka kaflanum sem þær nýta sér í að refsa okkur með hraðaupphlaupum. Við þurfum að skoða það vel en 45 mínútur voru góðar hjá okkur.“ Ísland var með yfirhöndina bróðurpart leiksins en um miðbik seinni hálfleiks fóru þær að klikka á dauðafærum og kasta boltanum frá sér sem að Norðmenn nýttu sér og uppskáru að lokum sigur. „Við gáfum eftir aðeins, við vorum kannski að flýta okkur full mikið, við hefðum átt að slaka aðeins. Það er kannski eitthvað sem við frá bekknum áttum að koma inn á eða ég. Mér fannst við hætta að sækja eins ákveðið á markið og við vorum búnar að gera og við þurfum að skoða hvað það er, kannski hefðum við þurft að finna aðrar lausnir og ég þarf að skoða það aðeins.“ Íslenska liðið var með forystu lengst af en það virtist vera komið ákveðið mynstur að þegar að þær voru komnar með góða forystu að þá hleyptu þær Norðmönnum inn í leikinn þar sem að þær jöfnuðu. Þetta endurtók sig nokkuð oft í leiknum. „Auðvitað er það eitthvað sem að við þurfum að skoða. Við förum í fimm mörk, 16-11 í hálfleik og höldum áfram að bæta aðeins við. Mér fannst við vera flottar lengst af. Ég hef ekkert stórkostlegar áhyggjur af því á móti sterku norsku liði að það komi kaflar þar sem að þær sækja á okkur. Við erum á ákveðinni vegferð og við erum að vinna í því að bæta okkur í vörn og við erum að vinna í því að bæta okkur í hraðaupphlaupum upp völlinn og eins í sóknarleik. Ég hef ekki áhyggjur af því umfram annað. Ég vill sjá okkur taka skref fram á við og mér fannst við gera það í 45 mínútur í dag en svo kemur smá bakslag í þetta og við þurfum að skoða það allt saman.“ Ísland mætir Ungverjum í umspili um sæti á HM í kringum páska og segir Arnar að stelpurnar ætli að mæta og eiga alvöru leik á móti þeim. „Við hittumst í vikunni fyrir þá leiki, við eigum Ungverjana á laugardeginum um páskana og förum út og eigum Ungverjana á miðvikudeginum. Það er gríðarlega skemmtilegt verkefni og það er frábært lið sem að við erum að fara mæta. Þær voru flottar á EM núna í nóvember og spiluðu þar hörkuleiki við bæði Dani og Svía, Norðmenn líka. Þær eru með ungt lið sem hefur verið að sanka að sér verðlaunum í gegnum yngri landsliðin á undanförnum árum, hafa orðið Heimsmeistarar og Evrópumeistarar. Fyrir fram eigum við að vera klárlega svolítið á eftir þeim en við ætlum að reyna sína fram á að við séum að nálgast þær og eiga alvöru leik á móti þeim.“ Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Mér fannst við, sérstaklega í fyrri hálfleik, vera ofboðslega góðar. Mér fannst við vera að spila góðan handbolta bæði í vörn og sókn. Fyrstu tíu í seinni hálfleik voru líka flottar svo tekur við erfiður kafli, sem var mjög erfiður. Við þurfum að skoða það aðeins betur, við erum að kasta boltanum frá okkur þar og fáum á okkur hraðaupphlaup í bakið. Eins að klúðra færum sem að hún er að verja mjög vel á loka kaflanum sem þær nýta sér í að refsa okkur með hraðaupphlaupum. Við þurfum að skoða það vel en 45 mínútur voru góðar hjá okkur.“ Ísland var með yfirhöndina bróðurpart leiksins en um miðbik seinni hálfleiks fóru þær að klikka á dauðafærum og kasta boltanum frá sér sem að Norðmenn nýttu sér og uppskáru að lokum sigur. „Við gáfum eftir aðeins, við vorum kannski að flýta okkur full mikið, við hefðum átt að slaka aðeins. Það er kannski eitthvað sem við frá bekknum áttum að koma inn á eða ég. Mér fannst við hætta að sækja eins ákveðið á markið og við vorum búnar að gera og við þurfum að skoða hvað það er, kannski hefðum við þurft að finna aðrar lausnir og ég þarf að skoða það aðeins.“ Íslenska liðið var með forystu lengst af en það virtist vera komið ákveðið mynstur að þegar að þær voru komnar með góða forystu að þá hleyptu þær Norðmönnum inn í leikinn þar sem að þær jöfnuðu. Þetta endurtók sig nokkuð oft í leiknum. „Auðvitað er það eitthvað sem að við þurfum að skoða. Við förum í fimm mörk, 16-11 í hálfleik og höldum áfram að bæta aðeins við. Mér fannst við vera flottar lengst af. Ég hef ekkert stórkostlegar áhyggjur af því á móti sterku norsku liði að það komi kaflar þar sem að þær sækja á okkur. Við erum á ákveðinni vegferð og við erum að vinna í því að bæta okkur í vörn og við erum að vinna í því að bæta okkur í hraðaupphlaupum upp völlinn og eins í sóknarleik. Ég hef ekki áhyggjur af því umfram annað. Ég vill sjá okkur taka skref fram á við og mér fannst við gera það í 45 mínútur í dag en svo kemur smá bakslag í þetta og við þurfum að skoða það allt saman.“ Ísland mætir Ungverjum í umspili um sæti á HM í kringum páska og segir Arnar að stelpurnar ætli að mæta og eiga alvöru leik á móti þeim. „Við hittumst í vikunni fyrir þá leiki, við eigum Ungverjana á laugardeginum um páskana og förum út og eigum Ungverjana á miðvikudeginum. Það er gríðarlega skemmtilegt verkefni og það er frábært lið sem að við erum að fara mæta. Þær voru flottar á EM núna í nóvember og spiluðu þar hörkuleiki við bæði Dani og Svía, Norðmenn líka. Þær eru með ungt lið sem hefur verið að sanka að sér verðlaunum í gegnum yngri landsliðin á undanförnum árum, hafa orðið Heimsmeistarar og Evrópumeistarar. Fyrir fram eigum við að vera klárlega svolítið á eftir þeim en við ætlum að reyna sína fram á að við séum að nálgast þær og eiga alvöru leik á móti þeim.“
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira