Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hins mannsins er enn leitað en lögreglan veit hver hann. Hann er hvattur til að gefa sig fram hjá lögreglu.
Greint hefur verið frá því að hníf hafi verið beitt við árásina. Í tilkynningunni kemur fram að meiðsli þess sem fluttur var á slysadeild hafi ekki verið alvarleg og maðurinn hafi verið útskrifaður fljótlega.