Segir Sólveigu Önnu sýna ofbeldishegðun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2023 15:02 „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í áratugi, meira segja þegar við horfum aftur til þriðja og fjórða áratugarins, þá er þetta harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista á þeim tíma,“ segir Friðjón Friðjónsson um orðræðu Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Friðjón Friðjónsson gagnrýnir orðaval Sólveigar Önnu Jónsdóttur, forystu Eflingar, í kjarabaráttunni og segir hana beita ofbeldishegðun. Hann segir að ef talað væri svona um fólk á vinnustað þyrfti að kalla til sálfræðinga. Sjálf gefur Sólveig Anna lítið fyrir ummæli Friðjóns, segir hann „miðaldra Sjálfstæðisprins“ og kallar eftir gagnrýni á það sem hún lítur á sem níðingsskap Samtaka Atvinnulífsins. Friðjón var gestur í Silfrinu í dag ásamt Heimi Má Péturssyni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Ólafi Margeirssyni.Kjarabaráttan var fyrirferðarmikið umræðuefni í þættinum en Friðjón sagðist óttast að miðað við hvernig orðræðan hefði þróast, að sú „afmennskunarorðræða“, sem honum hefur fundist koma frá forystu Eflingar, verði ofan á. „Harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir, umsjónarmaður þáttarins spurði Friðjón þá hvort það væri nokkuð skrítið að orðræðan sé hörð og að fólk sé reitt, þar sem öll útgjöld væru á uppleið, húsnæðisverð, vextir og á sama tíma hækkuðu laun forstjóra stöðugt. Friðjón svaraði að það væri allt í lagi að verkalýðsbaráttan væri hörð, en las því næst upp nokkrar tilvitnanir í Sólveigu Önnu. Andlega og siðferðilega snautt fólk, fyrirlitlegt fólk, enginn siðferðisáttaviti, enginn skynsemi, engin stéttarvitund, vorkunn með manneskjum sem eru svona. Friðjón segir þetta allt eitthvað sem hafi komið frá Sólveigu Önnu á síðustu tíu dögum um verkalýðshreyfinguna og viðsemjendur sína. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í áratugi, meira segja þegar við horfum aftur til þriðja og fjórða áratugarins, þá er þetta harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista á þeim tíma,“ sagði hann. Friðjón sagði jafnframt að ef það væri talað svona um fólk á vinnustöðum þyrfti að kalla til sálfræðinga. „Við þurfum að skoða þetta aðeins. Þetta er ofbeldishegðun.“ Gefur lítið fyrir ummæli Friðjóns Sólveig Anna tjáði sig um þessi ummæli Friðjóns í færslu á Facebook sinni og gaf lítið fyrir ummæli Friðjóns. „Miðaldra Sjálfstæðisprins les ábúðarfullur í Silfrinu upp tilvitnanir í mig. Hefur ekki orðið jafn leiður síðan á fyrri hluta síðustu aldar yfir orðfæri vondrar konu,“ skrifar hún. „En hann hefur ekkert að segja um níðingsskap Samtaka atvinnulífsins sem hafa greitt atkvæði um að reka 20.000 manneskjur launalausar heim í örvæntingu sinni yfir því að geta ekki gert kjarasamning.“ „Harkan er ekki bara á einum stað í þessari deilu" Sólveig Anna virðist ánægðari með orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformaður Pírata í þættinum sem sagði hörkuna ekki bara á einum stað í þessari deilu. Þórhildur gagnrýndi verkbann sem Samtök atvinnulífsins höfðu boðað og sagði það hafa verið grimma og ábyrgðarlausa aðgerð með skýrt markmið: „Að tæma verkfallssjóði Eflingar og svelta félagsmenn til hlýðni." „Þórhildur Sunna aftur á móti mjög góð,“ segir Sólveig Anna. „Segir, ólíkt Sjálfstæðisprinsinum sem vill bara segja söguna af því sem að gerist inn í hans eigin bitra haus, söguna af því sem að raunverulega skiptir máli: þeim fráleitu og glæpsamlegu aðstæðum sem ríkja í efnahagslegum raunveruleika verka og láglaunafólks." Silfrið í heild sinni má nálgast hér. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Friðjón var gestur í Silfrinu í dag ásamt Heimi Má Péturssyni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Ólafi Margeirssyni.Kjarabaráttan var fyrirferðarmikið umræðuefni í þættinum en Friðjón sagðist óttast að miðað við hvernig orðræðan hefði þróast, að sú „afmennskunarorðræða“, sem honum hefur fundist koma frá forystu Eflingar, verði ofan á. „Harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir, umsjónarmaður þáttarins spurði Friðjón þá hvort það væri nokkuð skrítið að orðræðan sé hörð og að fólk sé reitt, þar sem öll útgjöld væru á uppleið, húsnæðisverð, vextir og á sama tíma hækkuðu laun forstjóra stöðugt. Friðjón svaraði að það væri allt í lagi að verkalýðsbaráttan væri hörð, en las því næst upp nokkrar tilvitnanir í Sólveigu Önnu. Andlega og siðferðilega snautt fólk, fyrirlitlegt fólk, enginn siðferðisáttaviti, enginn skynsemi, engin stéttarvitund, vorkunn með manneskjum sem eru svona. Friðjón segir þetta allt eitthvað sem hafi komið frá Sólveigu Önnu á síðustu tíu dögum um verkalýðshreyfinguna og viðsemjendur sína. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í áratugi, meira segja þegar við horfum aftur til þriðja og fjórða áratugarins, þá er þetta harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista á þeim tíma,“ sagði hann. Friðjón sagði jafnframt að ef það væri talað svona um fólk á vinnustöðum þyrfti að kalla til sálfræðinga. „Við þurfum að skoða þetta aðeins. Þetta er ofbeldishegðun.“ Gefur lítið fyrir ummæli Friðjóns Sólveig Anna tjáði sig um þessi ummæli Friðjóns í færslu á Facebook sinni og gaf lítið fyrir ummæli Friðjóns. „Miðaldra Sjálfstæðisprins les ábúðarfullur í Silfrinu upp tilvitnanir í mig. Hefur ekki orðið jafn leiður síðan á fyrri hluta síðustu aldar yfir orðfæri vondrar konu,“ skrifar hún. „En hann hefur ekkert að segja um níðingsskap Samtaka atvinnulífsins sem hafa greitt atkvæði um að reka 20.000 manneskjur launalausar heim í örvæntingu sinni yfir því að geta ekki gert kjarasamning.“ „Harkan er ekki bara á einum stað í þessari deilu" Sólveig Anna virðist ánægðari með orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformaður Pírata í þættinum sem sagði hörkuna ekki bara á einum stað í þessari deilu. Þórhildur gagnrýndi verkbann sem Samtök atvinnulífsins höfðu boðað og sagði það hafa verið grimma og ábyrgðarlausa aðgerð með skýrt markmið: „Að tæma verkfallssjóði Eflingar og svelta félagsmenn til hlýðni." „Þórhildur Sunna aftur á móti mjög góð,“ segir Sólveig Anna. „Segir, ólíkt Sjálfstæðisprinsinum sem vill bara segja söguna af því sem að gerist inn í hans eigin bitra haus, söguna af því sem að raunverulega skiptir máli: þeim fráleitu og glæpsamlegu aðstæðum sem ríkja í efnahagslegum raunveruleika verka og láglaunafólks." Silfrið í heild sinni má nálgast hér.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira