Það virðist fátt ætla að stöðva Barcelona í að verja titil sinn á Spáni og annað tímabilið í röð gæti liðið klárað tímabilið með fullt hús stiga. Sem stendur er Barcelona með 60 stig að loknum 20 leikjum. Liðið hefur skorað 89 mörk og aðeins fengið á sig fjögur.
Spánarmeistararnir tóku á móti Villareal í dag og voru 2-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Asisat Oshoala og Salma Celeste Paralluelo Ayingono Staðan var 2-0 allt fram á 70. mínútu en aðeins fimm mínútum áður hafði Graham Hansen komið inn af bekknum í sínum fyrsta leik í langan tíma.
Sú nýtti mínúturnar heldur betur vel en Hansen hafði skorað þrennu áður en leiktíminn rann út. Lokatölur 5-0 og í fljótu bragði erfitt að sjá hvaða lið ætti að stöðva meistarana.
Caroline Graham Hansen is BACK pic.twitter.com/0V1VgEqxoU
— DAZN Football (@DAZNFootball) March 5, 2023
Þá má reikna með að Alexia Putellas, besta knattspyrnukona heims, snúi aftur áður en tímabilin lýkur en hún sleit krossband í hné í aðdraganda Evrópumótsins síðasta sumar.