Trúin er athvarf fyrir fólk Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 5. mars 2023 16:30 Kirkjan þjónar mörgum hlutverkum í samfélagi okkar, félagslegum, menningarlegum og trúarlegum en það er hin trúarlega vídd sem aðgreinir hana frá öðrum vettvangi í mannlífinu. Hið trúarlega er í senn flókið og framandi, sem byggir á því að Guð er óáþreifanlegur veruleiki, og einfalt í þeirri merkingu að iðkun trúar varðar heilsu manneskjunnar og sálarheill. Trúin er með öðrum orðum athvarf fyrir fólk. Athvarf í lífsins öldusjó og örugg höfn í þeirri vissu að við erum elskuð sköpun Guðs og að Guð þráir að eiga hlutdeild í lífi okkar. Þekkt dæmisaga eftir bandarískan prest, Theodore Wedel, líkir kristinni kirkju við björgunarstöð við grýtta strönd þar sem sjálfboðaliðar leggja sig í líma við að bjarga fólki úr sjávarháska, hröktum og köldum, og hjúkra því aftur til heilsu. Björgunarstöðin varð þekkt fyrir afrek sín og stuðningur barst úr öllum áttum, þar sem allir sáu þann árangur sem ósérhlífið starfið náði. Með auknum efnum upphófust kröfur um aukin þægindi í björgunarstöðinni og félagsstarf sjálfboðaliða jókst með bættri aðstöðu hússins. Þegar tíminn leið horfðu æ færri út á haf í leit að sjófarendum í sjávarháska og björgunarstarfinu sjálfu var loks falið launuðu starfsfólki, sem sinnti því fyrir samfélagið. Á endanum var svo farið að hrakið fólk var illa séð innan um þá góðborgara sem sóttu björgunarstöðina. Í kjölfar deilna um hlutverk björgunarhússins voru haldnar kosningar um hvort félagið ætti yfir höfuð að sinna björgunarstarfi og eftir að hafa beðið lægri hlut, neyddust þeir sem vildu beina sjónum sínum að sjófarendum í sjávarháska til að stofna nýtt björgunarhús neðar á hinni grýttu strönd. Þannig upphófst sama hringrásin á ný. Fríkirkjan í Reykjavík er dæmi um slíka björgunarstöð og áminning Wedel er brýn í okkar samhengi, að hafa í huga fyrir hvað við stöndum. Það eru mörg í okkar samfélagi í háska við að stíga öldugang lífsins og víða er fólk sem þarfnast stuðnings og athvarfs. Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið leiðandi í aðstoð við barnafjölskyldur og stefnumótun Hjálparstarfsins hefur breytt mjög verklagi og nálgun í neyðaraðstoð á Íslandi. Hjálparstarfið hefur tekið sér stöðu sem talsmaður fátækra í íslensku samfélagi, hefur kortlagt vandann og lagt fram tillögur til lausna. Þá hefur Hjálparstarfið forgangsraðað aðstoð sinni þannig að veita fyrst og fremst barnafjölskyldum aðstoð í formi inneignarkorta og hætt úthlutun á mat en hún tekur af fólki þá reisn að stjórna matarvenjum sínum sjálft. Þessi forgangsröðun hefur ekki verið sársaukalaus en með því að setja barnafjölskyldur í forgang hefur starfið gert meira gagn í aðstæðum fólks og brugðist við bráðum vanda þar sem velferð barna er ógnað af bágum kjörum. UNICEF hefur ítrekað bent á aukningu á fátækt barna á Íslandi. Þessi aukna fátækt er mælanlega mest hjá innflytjendum, sem og einstæðum foreldrum sem ekki hafa sterkt stuðningsnet í kringum sig. Þetta er í takt við þá aukningu á beiðnum um aðstoð til kirkjunnar og forgangsröðun innanlands-aðstoðarinnar. Í hverju barni sem líður skort á Íslandi birtist skömm okkar sem samfélags og sem kirkju. Samfélag kirkjunnar byggir á fátæku barni, sem fæddist inn í þennan heim á jólanótt. Barni sem birtir elsku Guðs í samfélagi okkar. Verkefni okkar sem kristnar manneskjur er að sinna því barni og annast það, í hverjum þeim sem við sjáum að er að berjast í bökkum í lífinu. Þar er líking Theodore Wedel mikilvæg áminning um að beina sjónum okkar út fyrir þann félagsskap sem við þekkjum og teljum okkur örugg í og til þeirra sem enn hafa ekki fundið örugga höfn. Gef oss í dag vort daglegt brauð og döprum heimi af þínum auð, það allt sem eflir líf og ást og gleði. https://youtu.be/MbbrX4UOACs Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Kirkjan þjónar mörgum hlutverkum í samfélagi okkar, félagslegum, menningarlegum og trúarlegum en það er hin trúarlega vídd sem aðgreinir hana frá öðrum vettvangi í mannlífinu. Hið trúarlega er í senn flókið og framandi, sem byggir á því að Guð er óáþreifanlegur veruleiki, og einfalt í þeirri merkingu að iðkun trúar varðar heilsu manneskjunnar og sálarheill. Trúin er með öðrum orðum athvarf fyrir fólk. Athvarf í lífsins öldusjó og örugg höfn í þeirri vissu að við erum elskuð sköpun Guðs og að Guð þráir að eiga hlutdeild í lífi okkar. Þekkt dæmisaga eftir bandarískan prest, Theodore Wedel, líkir kristinni kirkju við björgunarstöð við grýtta strönd þar sem sjálfboðaliðar leggja sig í líma við að bjarga fólki úr sjávarháska, hröktum og köldum, og hjúkra því aftur til heilsu. Björgunarstöðin varð þekkt fyrir afrek sín og stuðningur barst úr öllum áttum, þar sem allir sáu þann árangur sem ósérhlífið starfið náði. Með auknum efnum upphófust kröfur um aukin þægindi í björgunarstöðinni og félagsstarf sjálfboðaliða jókst með bættri aðstöðu hússins. Þegar tíminn leið horfðu æ færri út á haf í leit að sjófarendum í sjávarháska og björgunarstarfinu sjálfu var loks falið launuðu starfsfólki, sem sinnti því fyrir samfélagið. Á endanum var svo farið að hrakið fólk var illa séð innan um þá góðborgara sem sóttu björgunarstöðina. Í kjölfar deilna um hlutverk björgunarhússins voru haldnar kosningar um hvort félagið ætti yfir höfuð að sinna björgunarstarfi og eftir að hafa beðið lægri hlut, neyddust þeir sem vildu beina sjónum sínum að sjófarendum í sjávarháska til að stofna nýtt björgunarhús neðar á hinni grýttu strönd. Þannig upphófst sama hringrásin á ný. Fríkirkjan í Reykjavík er dæmi um slíka björgunarstöð og áminning Wedel er brýn í okkar samhengi, að hafa í huga fyrir hvað við stöndum. Það eru mörg í okkar samfélagi í háska við að stíga öldugang lífsins og víða er fólk sem þarfnast stuðnings og athvarfs. Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið leiðandi í aðstoð við barnafjölskyldur og stefnumótun Hjálparstarfsins hefur breytt mjög verklagi og nálgun í neyðaraðstoð á Íslandi. Hjálparstarfið hefur tekið sér stöðu sem talsmaður fátækra í íslensku samfélagi, hefur kortlagt vandann og lagt fram tillögur til lausna. Þá hefur Hjálparstarfið forgangsraðað aðstoð sinni þannig að veita fyrst og fremst barnafjölskyldum aðstoð í formi inneignarkorta og hætt úthlutun á mat en hún tekur af fólki þá reisn að stjórna matarvenjum sínum sjálft. Þessi forgangsröðun hefur ekki verið sársaukalaus en með því að setja barnafjölskyldur í forgang hefur starfið gert meira gagn í aðstæðum fólks og brugðist við bráðum vanda þar sem velferð barna er ógnað af bágum kjörum. UNICEF hefur ítrekað bent á aukningu á fátækt barna á Íslandi. Þessi aukna fátækt er mælanlega mest hjá innflytjendum, sem og einstæðum foreldrum sem ekki hafa sterkt stuðningsnet í kringum sig. Þetta er í takt við þá aukningu á beiðnum um aðstoð til kirkjunnar og forgangsröðun innanlands-aðstoðarinnar. Í hverju barni sem líður skort á Íslandi birtist skömm okkar sem samfélags og sem kirkju. Samfélag kirkjunnar byggir á fátæku barni, sem fæddist inn í þennan heim á jólanótt. Barni sem birtir elsku Guðs í samfélagi okkar. Verkefni okkar sem kristnar manneskjur er að sinna því barni og annast það, í hverjum þeim sem við sjáum að er að berjast í bökkum í lífinu. Þar er líking Theodore Wedel mikilvæg áminning um að beina sjónum okkar út fyrir þann félagsskap sem við þekkjum og teljum okkur örugg í og til þeirra sem enn hafa ekki fundið örugga höfn. Gef oss í dag vort daglegt brauð og döprum heimi af þínum auð, það allt sem eflir líf og ást og gleði. https://youtu.be/MbbrX4UOACs Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun