Svar til Eyjólfs Ármannssonar v. greinarinnar Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu Auður Björgvinsdóttir skrifar 6. mars 2023 08:00 Eyjólfur Ármannsson skrifar grein sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 4. mars og fjallar þar um lestrarkennslu. Það er jákvætt að alþingismaður skuli veita málaflokknum athygli og má taka undir sumt í greininni. Þó eru þar rangfærslur sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Þær eru í andstöðu við það sem þeir erlendu sérfræðingar sem hann vísar í hafa haldið fram og tillögur Eyjólfs eru margar hverjar ekki studdar með niðurstöðum rannsókna. Eyjólfur vill láta hætta leshraðamælingum þ.e. lesfimiprófunumog vísar í fræðikonurnar Kate Nation og Margret Snowling máli sínu til stuðnings. Ef hlustað er á erindi þeirra á ráðstefnunni Læsi er lykill að menntun sem Eyjólfur vísar til, má á 1:28 mínútu í erindi Nation heyra hana svara því til að gott sé að meta lesfimi hjá börnum, m.a. vegna þess að lesfimipróf séu mjög næm fyrir einstaklingsmun í lestri og að slök lesfimi gefi vísbendingar um að barn þurfi sérstakan stuðning (sjá upptöku af fyrirlestrinum hér https://livestream.com/hi/laesierlykilladmenntun/videos/229712659). Í fræðigreinum eftir Nation og Snowling er heldur hvergi að finna andstöðu við leshraðamælingar. Því er mjög óheppilegt að Eyjólfur vísi í orð þessara fræðimanna á þennan hátt. Eyjólfur nefnir heimsókn Dr. Stanislas Dehaene sem hélt erindi þann 3. mars á málþinginu Heili, nám og færni. Þar tók Dr. Dehaene sérstaklega fram að hann væri mjög ánægður með að hér á landi væri metinn fjöldi rétt lesinna orða á mínútu. Vissulega væri mikilvægt að meta lesskilning einnig, en ekki mætti gleyma því að lesfimi væri ein forsenda lesskilnings. Í erindi sínu öllu lagði Dehaene mikla áherslu á hljóðaaðferðina eins og Eyjólfur nefnir, en ekki bara hvaða hljóðaaðferð sem er, heldur markvissa beina kennslu með mikilli áherslu á endurtekningu og uppbyggingu fimi eða sjálfvirkni, sem lesfimiprófin mæla. Markviss kennsla og mat á árangri hennar helst í hendur. Hluti lesfimiprófanna sem Eyjólfur vill að verði afnuminn eru svo kölluð stuðningspróf sem kennari getur gripið til ef útkoman úr lesfimihlutanum bendir til vanda. Annað þeirra metur færni nemenda í að lesa orðleysur sem eru bullorð sem fylgja reglum um rithátt en eru merkingarlaus. Lestur orðleysa er því mjög góð mæling á stöðu og framförum í umskráningu því útilokað er að nemandi þekki orðið. Erfiðleikar við lestur orðleysa eru auk þess eitt megin einkenni lesblindu og mat á lestri þeirra veigamikill hluti greininga á lesblindu um allan heim. Verði þessi próf lögð niður missa kennarar mikilvægt verkfæri til að meta stöðu einstakra nemenda. Tillaga Eyjólfs er því illskiljanleg og ekki studd fræðilegum rökum. Eyjólfur kallar eftir annars konar mælitækjum til að meta bókstafaþekkingu nemenda. Á Læsisvef Menntamálastofnunar má nú þegar finna próf sem meta þekkingu nemenda á heitum og hljóðum bókstafa og standa þau öllum kennurum til boða. Mikilvægt er þó að þróa þessi próf enn frekar, meðal annars með því að bæta við þau mælingu á fimi eins og Dr. Dehaene varð svo tíðrætt um í erindi sínu. Eyjólfur heldur fram að rannsóknir sýni fram á kvíða og skerta sjálfsmynd af völdum lesfimiprófa og ritar nafn fræðimannsins Heikki Lyytinen í sviga þar fyrir aftan sem tilvísun, þó án þess að geta nákvæmrar heimildar. Slík áhrif hafa ekki verið rannsökuð hér á landi og þrátt fyrir nokkra leit í fræðigreinum Lyytinen tekst mér ekki að finna þá heimild sem gæti átt við. Það er alvarlegt að fara með eigin skoðanir eins og um rannsakað efni sé að ræða. Skortur á faglegum vinnubrögðum í rannsóknum er eitthvað sem Eyjólfur sjálfur gagnrýnir í grein sinni. Að lokum vil ég hvetja Eyjólf og aðra sem hafa áhuga á málþroska, læsi og lestrarkennslu að koma á ráðstefnu sem haldin verður af Rannsóknastofu um þroska, læsi og líðan til heiðurs Steinunni Torfadóttur lektors, sem senn lætur af störfum við Menntvísindasvið HÍ. Hún hefur í sínu farsæla starfi einmitt haldið á lofti gagnreyndum kennsluháttum í þeim anda sem Eyjólfur talar fyrir í greininni og haft fræðigreinar ofangreindra sérfræðinga á leslista í námskeiðum sínum um árabil. Ráðstefnan Læsi og lestrarkennsla: Leiðir til árangurs verður haldin í Skriðu, fyrirlestrasal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð, þann 17. mars og hefst klukkan 15. Þar verður fjallað um gagnreyndar aðferðir tengdar málþroska, læsi og lestrarkennslu og kynntar niðurstöður nýjustu rannsókna á því sviði hérlendis. Erindin munu spanna vítt svið læsis þar sem Jóhanna Thelma Einarsdóttir fjallar um breytileika í málþroska leikskólabarna, Sigríður Ólafsdóttir um tvítyngi og læsi, Kristján Ketill Stefánsson um aðferðir til þess að sporna við minnkandi lestraránægju og Freyja Birgisdóttir ræðir um hvort leshraði sé á kostnað lesskilnings. Undirrituð mun ásamt Önnu-Lind Pétursdóttur og Ameliu Larimer fjalla um afar umfangsmikla rannsókn á lestrarkennslu, lestrarmati og lestrarfærni ungra barna sem nú hefur staðið yfir í hartnær tvö ár og er enn verið að safna gögnum. Fyrir hönd Rannsóknastofu um þroska, læsi og líðan. Höfundur er grunnskólakennari, læsisfræðingur og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni. 4. mars 2023 15:31 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson skrifar grein sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 4. mars og fjallar þar um lestrarkennslu. Það er jákvætt að alþingismaður skuli veita málaflokknum athygli og má taka undir sumt í greininni. Þó eru þar rangfærslur sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Þær eru í andstöðu við það sem þeir erlendu sérfræðingar sem hann vísar í hafa haldið fram og tillögur Eyjólfs eru margar hverjar ekki studdar með niðurstöðum rannsókna. Eyjólfur vill láta hætta leshraðamælingum þ.e. lesfimiprófunumog vísar í fræðikonurnar Kate Nation og Margret Snowling máli sínu til stuðnings. Ef hlustað er á erindi þeirra á ráðstefnunni Læsi er lykill að menntun sem Eyjólfur vísar til, má á 1:28 mínútu í erindi Nation heyra hana svara því til að gott sé að meta lesfimi hjá börnum, m.a. vegna þess að lesfimipróf séu mjög næm fyrir einstaklingsmun í lestri og að slök lesfimi gefi vísbendingar um að barn þurfi sérstakan stuðning (sjá upptöku af fyrirlestrinum hér https://livestream.com/hi/laesierlykilladmenntun/videos/229712659). Í fræðigreinum eftir Nation og Snowling er heldur hvergi að finna andstöðu við leshraðamælingar. Því er mjög óheppilegt að Eyjólfur vísi í orð þessara fræðimanna á þennan hátt. Eyjólfur nefnir heimsókn Dr. Stanislas Dehaene sem hélt erindi þann 3. mars á málþinginu Heili, nám og færni. Þar tók Dr. Dehaene sérstaklega fram að hann væri mjög ánægður með að hér á landi væri metinn fjöldi rétt lesinna orða á mínútu. Vissulega væri mikilvægt að meta lesskilning einnig, en ekki mætti gleyma því að lesfimi væri ein forsenda lesskilnings. Í erindi sínu öllu lagði Dehaene mikla áherslu á hljóðaaðferðina eins og Eyjólfur nefnir, en ekki bara hvaða hljóðaaðferð sem er, heldur markvissa beina kennslu með mikilli áherslu á endurtekningu og uppbyggingu fimi eða sjálfvirkni, sem lesfimiprófin mæla. Markviss kennsla og mat á árangri hennar helst í hendur. Hluti lesfimiprófanna sem Eyjólfur vill að verði afnuminn eru svo kölluð stuðningspróf sem kennari getur gripið til ef útkoman úr lesfimihlutanum bendir til vanda. Annað þeirra metur færni nemenda í að lesa orðleysur sem eru bullorð sem fylgja reglum um rithátt en eru merkingarlaus. Lestur orðleysa er því mjög góð mæling á stöðu og framförum í umskráningu því útilokað er að nemandi þekki orðið. Erfiðleikar við lestur orðleysa eru auk þess eitt megin einkenni lesblindu og mat á lestri þeirra veigamikill hluti greininga á lesblindu um allan heim. Verði þessi próf lögð niður missa kennarar mikilvægt verkfæri til að meta stöðu einstakra nemenda. Tillaga Eyjólfs er því illskiljanleg og ekki studd fræðilegum rökum. Eyjólfur kallar eftir annars konar mælitækjum til að meta bókstafaþekkingu nemenda. Á Læsisvef Menntamálastofnunar má nú þegar finna próf sem meta þekkingu nemenda á heitum og hljóðum bókstafa og standa þau öllum kennurum til boða. Mikilvægt er þó að þróa þessi próf enn frekar, meðal annars með því að bæta við þau mælingu á fimi eins og Dr. Dehaene varð svo tíðrætt um í erindi sínu. Eyjólfur heldur fram að rannsóknir sýni fram á kvíða og skerta sjálfsmynd af völdum lesfimiprófa og ritar nafn fræðimannsins Heikki Lyytinen í sviga þar fyrir aftan sem tilvísun, þó án þess að geta nákvæmrar heimildar. Slík áhrif hafa ekki verið rannsökuð hér á landi og þrátt fyrir nokkra leit í fræðigreinum Lyytinen tekst mér ekki að finna þá heimild sem gæti átt við. Það er alvarlegt að fara með eigin skoðanir eins og um rannsakað efni sé að ræða. Skortur á faglegum vinnubrögðum í rannsóknum er eitthvað sem Eyjólfur sjálfur gagnrýnir í grein sinni. Að lokum vil ég hvetja Eyjólf og aðra sem hafa áhuga á málþroska, læsi og lestrarkennslu að koma á ráðstefnu sem haldin verður af Rannsóknastofu um þroska, læsi og líðan til heiðurs Steinunni Torfadóttur lektors, sem senn lætur af störfum við Menntvísindasvið HÍ. Hún hefur í sínu farsæla starfi einmitt haldið á lofti gagnreyndum kennsluháttum í þeim anda sem Eyjólfur talar fyrir í greininni og haft fræðigreinar ofangreindra sérfræðinga á leslista í námskeiðum sínum um árabil. Ráðstefnan Læsi og lestrarkennsla: Leiðir til árangurs verður haldin í Skriðu, fyrirlestrasal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð, þann 17. mars og hefst klukkan 15. Þar verður fjallað um gagnreyndar aðferðir tengdar málþroska, læsi og lestrarkennslu og kynntar niðurstöður nýjustu rannsókna á því sviði hérlendis. Erindin munu spanna vítt svið læsis þar sem Jóhanna Thelma Einarsdóttir fjallar um breytileika í málþroska leikskólabarna, Sigríður Ólafsdóttir um tvítyngi og læsi, Kristján Ketill Stefánsson um aðferðir til þess að sporna við minnkandi lestraránægju og Freyja Birgisdóttir ræðir um hvort leshraði sé á kostnað lesskilnings. Undirrituð mun ásamt Önnu-Lind Pétursdóttur og Ameliu Larimer fjalla um afar umfangsmikla rannsókn á lestrarkennslu, lestrarmati og lestrarfærni ungra barna sem nú hefur staðið yfir í hartnær tvö ár og er enn verið að safna gögnum. Fyrir hönd Rannsóknastofu um þroska, læsi og líðan. Höfundur er grunnskólakennari, læsisfræðingur og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni. 4. mars 2023 15:31
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun