Neyddust til að spila í strákadeild og unnu en máttu ekki fá bikarinn Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2023 16:01 Stelpurnar í Spain Park skólaliðinu unnu strákamót en máttu ekki fá sigurverðlaunin. Facebook/@Jayme Mashayekh Stúlknalið frá Hoover í Alabama í Bandaríkjunum þurfti að horfa upp á stráka taka við meistarabikar þrátt fyrir að hafa unnið þá í úrslitaleik. Stúlkurnar eru á aldrinum 10-11 ára og spila fyrir Spain Park skólann. Þær fengu að vita að til að geta nýtt alla æfingaaðstöðu í skólanum myndu þær þurfa að skrá sig til leiks í strákadeild. Það gerðu stelpurnar og gott betur því þær enduðu á að vinna mótið en þeim var hins vegar ekki leyft að taka við sigurverðlaununum. This is absolutely outrageous and should be a bigger story.Alabama girls' basketball team denied championship after being forced to play in boys' league, then winning it https://t.co/We41cXCswV— Julie DiCaro (@JulieDiCaro) March 5, 2023 Jayme Mashayekh, móðir einnar þeirra, fór yfir málið í færslu á Facebook og í kjölfarið hafa bæjaryfirvöld í Hoover brugðist við og séð til þess að stúlkurnar séu verðlaunaðar fyrir sigurinn. Móðirin fór yfir aðdraganda þess að stelpurnar spiluðu í strákadeild og skrifaði meðal annars: „Þeim var sagt að ef þær vildu fá að spila áfram saman sem lið þyrftu þær að spila á hærra stigi og mæta strákum úr fimmta bekk. Þær voru um miðja deild í gegnum tímabilið og töpuðu nokkrum jöfnum leikjum með einu stigi. Það að spila við strákana var áskorun sem þær stóðust. Þetta gerði þær að betri leikmönnum og betra liði. Þeim var sagt fyrir úrslitakeppnina að þær mættu spila en að ef að þær myndu vinna þá mættu þær ekki fá verðlaunagripinn. Afsakið mig? Hvað? Hvað gerðu þær til að vera dæmdar úr leik? Gerðu þær ekki það sem þurfti? Spiluðu þær ekki á hærra stigi? Ó, er þetta af því að þær eru STELPUR?!?“ Reglum breytt á Íslandi um helgina? Málið minnir að ákveðnu leyti á baráttu íslenskra stelpna fyrir því að fá að spila á strákamótum, eins og fjallað var um í heimildarmyndinni Hækkum rána. Eins og Vísir hefur fjallað um verður á komandi ársþingi KKÍ, næsta laugardag, gerð þriðja tilraun til þess að koma í gegn reglubreytingum sem heimila að stelpulið spili í strákadeildum. Íþróttir barna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Stúlkurnar eru á aldrinum 10-11 ára og spila fyrir Spain Park skólann. Þær fengu að vita að til að geta nýtt alla æfingaaðstöðu í skólanum myndu þær þurfa að skrá sig til leiks í strákadeild. Það gerðu stelpurnar og gott betur því þær enduðu á að vinna mótið en þeim var hins vegar ekki leyft að taka við sigurverðlaununum. This is absolutely outrageous and should be a bigger story.Alabama girls' basketball team denied championship after being forced to play in boys' league, then winning it https://t.co/We41cXCswV— Julie DiCaro (@JulieDiCaro) March 5, 2023 Jayme Mashayekh, móðir einnar þeirra, fór yfir málið í færslu á Facebook og í kjölfarið hafa bæjaryfirvöld í Hoover brugðist við og séð til þess að stúlkurnar séu verðlaunaðar fyrir sigurinn. Móðirin fór yfir aðdraganda þess að stelpurnar spiluðu í strákadeild og skrifaði meðal annars: „Þeim var sagt að ef þær vildu fá að spila áfram saman sem lið þyrftu þær að spila á hærra stigi og mæta strákum úr fimmta bekk. Þær voru um miðja deild í gegnum tímabilið og töpuðu nokkrum jöfnum leikjum með einu stigi. Það að spila við strákana var áskorun sem þær stóðust. Þetta gerði þær að betri leikmönnum og betra liði. Þeim var sagt fyrir úrslitakeppnina að þær mættu spila en að ef að þær myndu vinna þá mættu þær ekki fá verðlaunagripinn. Afsakið mig? Hvað? Hvað gerðu þær til að vera dæmdar úr leik? Gerðu þær ekki það sem þurfti? Spiluðu þær ekki á hærra stigi? Ó, er þetta af því að þær eru STELPUR?!?“ Reglum breytt á Íslandi um helgina? Málið minnir að ákveðnu leyti á baráttu íslenskra stelpna fyrir því að fá að spila á strákamótum, eins og fjallað var um í heimildarmyndinni Hækkum rána. Eins og Vísir hefur fjallað um verður á komandi ársþingi KKÍ, næsta laugardag, gerð þriðja tilraun til þess að koma í gegn reglubreytingum sem heimila að stelpulið spili í strákadeildum.
Íþróttir barna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira