Valnefnd handrita beðin um að skoða Verbúð upp á nýtt Máni Snær Þorláksson skrifar 6. mars 2023 16:54 Aðstandendur og leikarar í Verbúðinni á góðri stundu. Vísir/Hulda Margrét Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur falið framkvæmdastjóra að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna eigi Verbúðina fyrir handrit ársins. Stjórn harmar að málið hafi komið upp. Tilnefningar til Edduverðlauna voru kunngjörðar á föstudag. Verbúðin sópaði til sín tilnefningum en athygli vakti að þáttaröðin hlaut ekki tilnefningu í flokknum handrit ársins. Í tilkynningu frá stjórn ÍKSA í dag segir að stjórnin hafi í gær ákveðið að veita valnefnd handrita frest til hádegis á morgun til að skoða hvort tilnefna eigi Verbúðina. Verði það niðurstaðan verða sex handrit tilnefnd í stað fimm. Annars verða tilnefningar óbreyttar. Töldu sig hafa græjað tilnefningu Stjórnin segist síðdegis á föstudag hafa orðið þess áskynja að ekki hafi borist innsending frá aðstandendum Verbúðarinnar innan tilskilns skilafrests, 24. janúar síðastliðinn. „Innsendingar verksins í aðra flokka höfðu borist innan þessa skilafrests. Jafnframt varð stjórn ljóst þann 3. mars að aðstandendur Verbúðarinnar töldu sig í góðri trú hafa sent inn umsókn og að verkið kæmi til greina í flokkinn Handrit ársins,“ segir í tilkynningu ÍKSA. „Eftir að stjórn hafði gert sér grein fyrir þessari stöðu var farið í að skoða alla verkferla málsins. Eftir ítarlega skoðun á gögnum og samskiptum er ljóst að misskilningur milli framkvæmdastjóra og framleiðanda í samskiptum er varða innsendingarkerfið olli því að framleiðandi taldi umsókn um handrit ársins afgreidda þegar raunin var að umsóknin hafði ekki verið fullkláruð inni í innsendingarkerfinu.“ Ekki hlutverk ÍKSA að staðfesta innsendingar ÍKSA tekur sérstaklega fram að það sé ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna hvort aðstandendur verka hafi sótt um einstaka flokka fagverðlauna í innsendingarferlinu. „Þetta er ákvörðun og á ábyrgð þeirra sem senda inn verk. Hlutverk stjórnar varðandi innsendingar eftir að fresti lýkur er fyrst og fremst að skoða hvort verkefni uppfylli þau skilyrði sem kveðið er á um í starfsreglum.“ Stjórn ÍKSA harmar mjög að þetta mál hafi komið upp. Gísli Örn stígur vel valin dansspor í Verbúðinni.Verbúðin „Það er algjört lykilatriði að allir lúti sömu reglum, þar á meðal um skilafrest, og að þeim sé ekki breytt meðan ferli innsendinga, tilnefninga og kosninga stendur yfir. Í ljósi þess að hér kom upp misskilningur milli aðila telur stjórn ÍKSA rétt að heimila valnefnd að fjalla um handrit Verbúðarinnar. Í þeirri rýnivinnu sem nú stendur yfir varðandi tilhögun Edduverðlaunanna, verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að uppákomur sem þessar eigi sér stað síðar.“ Þá tekur stjórnin fram að hún hafi engin afskipti af störfum valnefnda. „Hlutverk stjórnar ÍKSA er að velja fólk í valnefndir út frá þekkingu og hæfi viðkomandi einstaklinga. Í framhaldi sér framkvæmdastjóri um samskipti við valnefndir. Sú regla hefur verið viðhöfð að eigi meðlimur stjórnar verk í innsendingu víkur hann af fundi þegar valnefndir þeirra flokka sem verkið kemur til greina í eru valdar.“ Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Endurskoða þurfi tilnefningarnefnd Eddurverðlaunanna Kvikmyndafræðingur sem segir að tilnefninganefnd Edduverðlaunanna hafi gengið fram hjá myndinni Skjálfta kallar eftir því að nefndin og mönnun hennar verði endurskoðuð. Hún vill að kvikmyndafræðingar fái aukið vægi auk erlendra aðila. 6. mars 2023 13:01 Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Tilnefningar til Edduverðlauna voru kunngjörðar á föstudag. Verbúðin sópaði til sín tilnefningum en athygli vakti að þáttaröðin hlaut ekki tilnefningu í flokknum handrit ársins. Í tilkynningu frá stjórn ÍKSA í dag segir að stjórnin hafi í gær ákveðið að veita valnefnd handrita frest til hádegis á morgun til að skoða hvort tilnefna eigi Verbúðina. Verði það niðurstaðan verða sex handrit tilnefnd í stað fimm. Annars verða tilnefningar óbreyttar. Töldu sig hafa græjað tilnefningu Stjórnin segist síðdegis á föstudag hafa orðið þess áskynja að ekki hafi borist innsending frá aðstandendum Verbúðarinnar innan tilskilns skilafrests, 24. janúar síðastliðinn. „Innsendingar verksins í aðra flokka höfðu borist innan þessa skilafrests. Jafnframt varð stjórn ljóst þann 3. mars að aðstandendur Verbúðarinnar töldu sig í góðri trú hafa sent inn umsókn og að verkið kæmi til greina í flokkinn Handrit ársins,“ segir í tilkynningu ÍKSA. „Eftir að stjórn hafði gert sér grein fyrir þessari stöðu var farið í að skoða alla verkferla málsins. Eftir ítarlega skoðun á gögnum og samskiptum er ljóst að misskilningur milli framkvæmdastjóra og framleiðanda í samskiptum er varða innsendingarkerfið olli því að framleiðandi taldi umsókn um handrit ársins afgreidda þegar raunin var að umsóknin hafði ekki verið fullkláruð inni í innsendingarkerfinu.“ Ekki hlutverk ÍKSA að staðfesta innsendingar ÍKSA tekur sérstaklega fram að það sé ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna hvort aðstandendur verka hafi sótt um einstaka flokka fagverðlauna í innsendingarferlinu. „Þetta er ákvörðun og á ábyrgð þeirra sem senda inn verk. Hlutverk stjórnar varðandi innsendingar eftir að fresti lýkur er fyrst og fremst að skoða hvort verkefni uppfylli þau skilyrði sem kveðið er á um í starfsreglum.“ Stjórn ÍKSA harmar mjög að þetta mál hafi komið upp. Gísli Örn stígur vel valin dansspor í Verbúðinni.Verbúðin „Það er algjört lykilatriði að allir lúti sömu reglum, þar á meðal um skilafrest, og að þeim sé ekki breytt meðan ferli innsendinga, tilnefninga og kosninga stendur yfir. Í ljósi þess að hér kom upp misskilningur milli aðila telur stjórn ÍKSA rétt að heimila valnefnd að fjalla um handrit Verbúðarinnar. Í þeirri rýnivinnu sem nú stendur yfir varðandi tilhögun Edduverðlaunanna, verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að uppákomur sem þessar eigi sér stað síðar.“ Þá tekur stjórnin fram að hún hafi engin afskipti af störfum valnefnda. „Hlutverk stjórnar ÍKSA er að velja fólk í valnefndir út frá þekkingu og hæfi viðkomandi einstaklinga. Í framhaldi sér framkvæmdastjóri um samskipti við valnefndir. Sú regla hefur verið viðhöfð að eigi meðlimur stjórnar verk í innsendingu víkur hann af fundi þegar valnefndir þeirra flokka sem verkið kemur til greina í eru valdar.“
Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Endurskoða þurfi tilnefningarnefnd Eddurverðlaunanna Kvikmyndafræðingur sem segir að tilnefninganefnd Edduverðlaunanna hafi gengið fram hjá myndinni Skjálfta kallar eftir því að nefndin og mönnun hennar verði endurskoðuð. Hún vill að kvikmyndafræðingar fái aukið vægi auk erlendra aðila. 6. mars 2023 13:01 Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Endurskoða þurfi tilnefningarnefnd Eddurverðlaunanna Kvikmyndafræðingur sem segir að tilnefninganefnd Edduverðlaunanna hafi gengið fram hjá myndinni Skjálfta kallar eftir því að nefndin og mönnun hennar verði endurskoðuð. Hún vill að kvikmyndafræðingar fái aukið vægi auk erlendra aðila. 6. mars 2023 13:01
Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31