Reykjanes geti orðið kyndilberi í grænni uppbyggingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. mars 2023 20:44 Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Vísir/Arnar Reykjanesklasinn gekk nýverið frá kaupum á byggingum Norðuráls í Helguvík og er ætlunin að breyta húsnæðinu í svokallaðan grænan iðngarð. Reykjanesið geti orðið kyndilberi í grænni uppbyggingu enda mikil tækifæri á svæðinu. Þrátt fyrir miklar tilraunir hefur lítið orðið úr stóriðju í Helguvík og bæði möguleg starfsemi kísilvers og álvers þar úr sögunni. Nú hafa hins vegar verið fundin not fyrir húsnæðið sem þar er en nýta á húsnæðið í græna iðngarða. „Þarna er hellingur af lóðum sem eru lausar og mannvirki sömuleiðis sem hægt er að nýta. Það eru komnar frábærar hugmyndir um að nýta þær í græna iðngarða,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Ætlunin sé að hýsa þarna innlend og erlend fyrirtæki sem þurfi rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun og framleiðslu, með hringrásarkerfi að leiðarljósi. „Þar sem verið er að nýta það sem við höfum hingað til kallað úrgang, er verið að nýta í annað.“ Iðngarðarnir eru hluti af enn stærra verkefni, sem Kadeco hefur séð um að þróa, um heildræna uppbyggingu á svæðinu í kring um Keflavíkurflugvöll. Þróunaráætlunin verður kynnt á fimmtudag en hún nær til ársins 2050. „Helguvíkin og Bergvíkin eru hluti af því svæði, þar sem verða einmitt þessir grænu iðngarðar, og sömuleiðis erum við að leggja til önnur þróunarsvæði eins og á Ásbrú, við flugstöðina og með fram Reykjanesbrautinni,“ segir Pálmi. Þar sé meðal annars stefnt á að fjölbreytta atvinnustarfsemi, þjónustumiðstöð fyrir Reykjanesskagann og stórbættar samgöngur, enda mikil tækifæri á svæðinu. „Við lítum á þetta svæði sem helst vaxtarsvæði Íslands á næstu áratugum.“ Bæði megi fjölga tækifærum tengdum flugvellinum en líka ótengdum honum, svo svæðið verði ekki jafn háð farþegaflugi. Þetta megi allt gera með hringrásina í huga. „Við getum algjörlega stokkið á þann vagn og orðið kyndilberar í þeirri þróun,“ segir Pálmi. Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Áliðnaður Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Þrátt fyrir miklar tilraunir hefur lítið orðið úr stóriðju í Helguvík og bæði möguleg starfsemi kísilvers og álvers þar úr sögunni. Nú hafa hins vegar verið fundin not fyrir húsnæðið sem þar er en nýta á húsnæðið í græna iðngarða. „Þarna er hellingur af lóðum sem eru lausar og mannvirki sömuleiðis sem hægt er að nýta. Það eru komnar frábærar hugmyndir um að nýta þær í græna iðngarða,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Ætlunin sé að hýsa þarna innlend og erlend fyrirtæki sem þurfi rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun og framleiðslu, með hringrásarkerfi að leiðarljósi. „Þar sem verið er að nýta það sem við höfum hingað til kallað úrgang, er verið að nýta í annað.“ Iðngarðarnir eru hluti af enn stærra verkefni, sem Kadeco hefur séð um að þróa, um heildræna uppbyggingu á svæðinu í kring um Keflavíkurflugvöll. Þróunaráætlunin verður kynnt á fimmtudag en hún nær til ársins 2050. „Helguvíkin og Bergvíkin eru hluti af því svæði, þar sem verða einmitt þessir grænu iðngarðar, og sömuleiðis erum við að leggja til önnur þróunarsvæði eins og á Ásbrú, við flugstöðina og með fram Reykjanesbrautinni,“ segir Pálmi. Þar sé meðal annars stefnt á að fjölbreytta atvinnustarfsemi, þjónustumiðstöð fyrir Reykjanesskagann og stórbættar samgöngur, enda mikil tækifæri á svæðinu. „Við lítum á þetta svæði sem helst vaxtarsvæði Íslands á næstu áratugum.“ Bæði megi fjölga tækifærum tengdum flugvellinum en líka ótengdum honum, svo svæðið verði ekki jafn háð farþegaflugi. Þetta megi allt gera með hringrásina í huga. „Við getum algjörlega stokkið á þann vagn og orðið kyndilberar í þeirri þróun,“ segir Pálmi.
Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Áliðnaður Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira