Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2023 13:52 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segir að hugur sinn sé hjá manninum og fjölskyldu hans. egill aðalsteinsson Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. Manninum var tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. Líkt og við fjölluðum um í kvöldfréttum okkar í gær tók málið fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. Í svari frá flugfélaginu Erni til fréttastofu segist félagið harma atvikið og segir að allt hafi verið reynt til að koma manninum til Svíþjóðar í tæka tíð. Ekkert samkomulag sé hins vegar um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. „Við erum með samninga við þessa tvo aðila um að þetta flug njóti algjörs forgangs fram yfir allt annað flug sem þessir aðilar standa fyrir en í þessu tilfelli fékkst bara ekki mannskapur til þess að manna þetta,“ sagði Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands í kvöldfréttum í gær. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. „Það er leitað til allra þeirra aðila sem eru þarna undir, þessir fjórir aðilar. Því miður tókst ekki að finna lausn hjá neinum þessum aðilum. Við vitum það líka að það var leitað eftir því að fá flugvél erlendis frá en það tókst heldur ekki,“ sagði Sigurður. Grafalvarlegt mál Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis segir að tryggja þurfi að svona gerist aldrei aftur. „Fyrst og fremst er þetta hræðilegt fyrir viðkomandi og fjölskyldu hans. Hugur minn er hjá þeim. Það er augljóst af þessu sorglega dæmi að það þarf að gera betri samninga sem halda í svona neyðartilfellum. Það er augljóst að stjórnvöld þurfa að taka sig á þarna. Svona lagað má ekki endurtaka sig. Þetta er grafalvarlegt mál og við erum ekki svo fátæk að við getum ekki gert samning sem á að grípa fólk í svona aðstæðum.“ Samningarnir haldi greinilega ekki Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér samninga við erlenda aðila eða bakvaktir hér á landi segir hún að eina sem skipti máli sé að gerðir séu samningar sem halda við þessar aðstæður. „Hvort sem það er við erlenda aðila eða hér á landi. Þessir samningar sem nú eru í gildi gera það greinilega ekki og úr því verður að bæta.“ Sjúkraflutningar Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Manninum var tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. Líkt og við fjölluðum um í kvöldfréttum okkar í gær tók málið fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. Í svari frá flugfélaginu Erni til fréttastofu segist félagið harma atvikið og segir að allt hafi verið reynt til að koma manninum til Svíþjóðar í tæka tíð. Ekkert samkomulag sé hins vegar um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. „Við erum með samninga við þessa tvo aðila um að þetta flug njóti algjörs forgangs fram yfir allt annað flug sem þessir aðilar standa fyrir en í þessu tilfelli fékkst bara ekki mannskapur til þess að manna þetta,“ sagði Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands í kvöldfréttum í gær. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. „Það er leitað til allra þeirra aðila sem eru þarna undir, þessir fjórir aðilar. Því miður tókst ekki að finna lausn hjá neinum þessum aðilum. Við vitum það líka að það var leitað eftir því að fá flugvél erlendis frá en það tókst heldur ekki,“ sagði Sigurður. Grafalvarlegt mál Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis segir að tryggja þurfi að svona gerist aldrei aftur. „Fyrst og fremst er þetta hræðilegt fyrir viðkomandi og fjölskyldu hans. Hugur minn er hjá þeim. Það er augljóst af þessu sorglega dæmi að það þarf að gera betri samninga sem halda í svona neyðartilfellum. Það er augljóst að stjórnvöld þurfa að taka sig á þarna. Svona lagað má ekki endurtaka sig. Þetta er grafalvarlegt mál og við erum ekki svo fátæk að við getum ekki gert samning sem á að grípa fólk í svona aðstæðum.“ Samningarnir haldi greinilega ekki Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér samninga við erlenda aðila eða bakvaktir hér á landi segir hún að eina sem skipti máli sé að gerðir séu samningar sem halda við þessar aðstæður. „Hvort sem það er við erlenda aðila eða hér á landi. Þessir samningar sem nú eru í gildi gera það greinilega ekki og úr því verður að bæta.“
Sjúkraflutningar Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent