Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. mars 2023 12:25 Í skýrslunni kemur jafnframt fram meiri líkur séu á að börn sem búa utan höfuðborgarsvæðisins búi við fátækt eða um 15,8 prósent þeirra. Vilhelm Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla – Save the Children sem kom út í dag, þriðjudaginn 7. mars og tóku Barnaheill á Íslandi þátt í gerð þeirrar skýrslu. Þá kemur fram að árið 2021 áttu 24,1 prósent íslenskra heimila í erfiðleikum með að standa straum af daglegum útgjöldum og ná endum saman. Í rúmlega helmingi tilfella voru það heimili einstæðra foreldra og 16,1 prósent voru heimili tveggja eða fleiri fullorðinna með börn. Árið 2015 samþykktu stjórnvöld á Íslandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og þar með að minnka fátækt um helming í landinu fyrir árið 2030. Fram kemur í skýrslunni að engar áætlanir hafi verið gerðar um það né stefna mörkuð. „Tíminn styttist og því mikilvægt að hraða áætlunum og aðgerðum. Barnaheill leggja áherslu á að uppræta þurfi fátækt með öllu meðal barna því að eitt barn sem elst upp við fátækt á Íslandi er einu barni of mikið.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram meiri líkur séu á að börn sem búa utan höfuðborgarsvæðisins búi við fátækt eða um 15,8 prósent þeirra. Að auki eru fram undan miklar áskoranir í kjölfar Covid heimsfaraldurs, vegna stríðs í Úkraínu og vegna loftslagsbreytinga sem okkur ber að takast á við. Verðbólga á Íslandi hefur meira en tvöfaldast á milli ára, úr 4,3 prósent í byrjun árs 2022 í rúmlega 10 prósent í lok febrúar árið 2023. Verðbólga og hækkun vaxta hefur aukið greiðslubyrði fjölskyldna af húsnæðislánum, leiguverð hefur hækkað og allur framfærslukostnaður. Eitt af hverjum fimm börnum sem búa í leiguhúsnæði eiga á hættu að búa við fátækt og 8,2 prósent þeirra búa við skort. Fátækt er brot á mannréttindum ,,Stjórnvöld þurfa að setja sér stefnu og aðgerðaáætlun til þess að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi," segir Margrét Júlía, verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Barnaheill hafa nú sett af stað undirskriftarsöfnun sem verður afhent forsætisráðherra. ,,Sú stefna og áætlun þarf að tryggja öllum börnum á Íslandi jöfn tækifæri til menntunar, heilsu, verndar og þátttöku. Fátækt er brot á mannréttindum barna og ber okkur samfélagsleg skylda til að tryggja að ekkert barn sé utangarðs vegna fátæktar,” segir Margrét Júlía jafnframt. Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Réttindi barna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla – Save the Children sem kom út í dag, þriðjudaginn 7. mars og tóku Barnaheill á Íslandi þátt í gerð þeirrar skýrslu. Þá kemur fram að árið 2021 áttu 24,1 prósent íslenskra heimila í erfiðleikum með að standa straum af daglegum útgjöldum og ná endum saman. Í rúmlega helmingi tilfella voru það heimili einstæðra foreldra og 16,1 prósent voru heimili tveggja eða fleiri fullorðinna með börn. Árið 2015 samþykktu stjórnvöld á Íslandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og þar með að minnka fátækt um helming í landinu fyrir árið 2030. Fram kemur í skýrslunni að engar áætlanir hafi verið gerðar um það né stefna mörkuð. „Tíminn styttist og því mikilvægt að hraða áætlunum og aðgerðum. Barnaheill leggja áherslu á að uppræta þurfi fátækt með öllu meðal barna því að eitt barn sem elst upp við fátækt á Íslandi er einu barni of mikið.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram meiri líkur séu á að börn sem búa utan höfuðborgarsvæðisins búi við fátækt eða um 15,8 prósent þeirra. Að auki eru fram undan miklar áskoranir í kjölfar Covid heimsfaraldurs, vegna stríðs í Úkraínu og vegna loftslagsbreytinga sem okkur ber að takast á við. Verðbólga á Íslandi hefur meira en tvöfaldast á milli ára, úr 4,3 prósent í byrjun árs 2022 í rúmlega 10 prósent í lok febrúar árið 2023. Verðbólga og hækkun vaxta hefur aukið greiðslubyrði fjölskyldna af húsnæðislánum, leiguverð hefur hækkað og allur framfærslukostnaður. Eitt af hverjum fimm börnum sem búa í leiguhúsnæði eiga á hættu að búa við fátækt og 8,2 prósent þeirra búa við skort. Fátækt er brot á mannréttindum ,,Stjórnvöld þurfa að setja sér stefnu og aðgerðaáætlun til þess að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi," segir Margrét Júlía, verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Barnaheill hafa nú sett af stað undirskriftarsöfnun sem verður afhent forsætisráðherra. ,,Sú stefna og áætlun þarf að tryggja öllum börnum á Íslandi jöfn tækifæri til menntunar, heilsu, verndar og þátttöku. Fátækt er brot á mannréttindum barna og ber okkur samfélagsleg skylda til að tryggja að ekkert barn sé utangarðs vegna fátæktar,” segir Margrét Júlía jafnframt.
Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Réttindi barna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira