Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. mars 2023 13:27 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að aðgangur að opinberum upplýsingum sé meginreglan sem ekki verði vikið til hliðar nema af ástæðum sem varði almannahag enn meiru, til dæmis þjóðaröryggi. visir/einar Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. Í gær var Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, meinað að spyrja forseta Alþingis um greinargerðina sem fjallar um sölu og meðhöndlun á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum Lindarhvol ehf. Var fyrirspurninni synjað á þeim forsendum að hún varðaði ekki stjórnsýslu á vegum þingsins en það er þrátt fyrir að í bréfi forseta til Lindarhvols frá 4. júní 2021 sé vísað til umræddrar greinargerðar sem hluta af stjórnsýslu Alþingis. Haukur segir í samtali við fréttastofu að íhuga þurfi aðalatriði málsins. „Það sem er einkennilegt við Lindarhvolsmálið er að upplýsingarétti almennings er mætt með lagaþrætu.“ Aðgangur að opinberum upplýsingum meginreglan Kjarni málsins sé miklu stærri en „þræta um undantekningarákvæði í stjórnsýslulögum, eða sá, að um meðferð ríkisvaldsins á almannafé ríkir upplýsingaskylda. Góð meðferð almannafjár er meginskylda þess, leggur til meginrök í flestum athöfnum þess og er eitt af mikilvægustu hlutverkum Alþingis að fylgjast með í því efni. Krafa þingmanna, fréttamanna og annarra sem starfa í nafni almennings um að skýrsla Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber er bæði mikilvæg og sjálfsögð.“ Þá varði opinber upplýsingagjöf stöðu, hlutverk og þátttöku almennings í lýðræðisþjóðfélagi nútímans. „Aðgangur að opinberum upplýsingum er meginregla sem ekki verður vikið til hliðar nema af ástæðum sem varða almannahag enn meiru, t.d. þjóðaröryggi. Dómar um upplýsingarétt almennings hafa fallið og hafa dómstólar meðal annars talið hann yfirstæðan reglum um bankaleynd,“ bendir Haukur á. „Hvað er það sem almenningur má ekki sjá?“ Í stöðuuppfærslu segir Jóhann Páll augljóst að greinargerðin falli undir stjórnsýslu þingsins í ljósi þess að það hafi verið til meðferðar hjá forsætisnefnd á þeim forsendum. „Greinargerðin var unnin af embættismanni Alþingis, í umboði almennings, fyrir fjármuni almennings og fjallar um sölu á eignum almennings. Eftir stendur spurningin: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá?“ Starfsemi Lindarhvols Alþingi Stjórnsýsla Samfylkingin Tengdar fréttir „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 „Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15 Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Í gær var Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, meinað að spyrja forseta Alþingis um greinargerðina sem fjallar um sölu og meðhöndlun á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum Lindarhvol ehf. Var fyrirspurninni synjað á þeim forsendum að hún varðaði ekki stjórnsýslu á vegum þingsins en það er þrátt fyrir að í bréfi forseta til Lindarhvols frá 4. júní 2021 sé vísað til umræddrar greinargerðar sem hluta af stjórnsýslu Alþingis. Haukur segir í samtali við fréttastofu að íhuga þurfi aðalatriði málsins. „Það sem er einkennilegt við Lindarhvolsmálið er að upplýsingarétti almennings er mætt með lagaþrætu.“ Aðgangur að opinberum upplýsingum meginreglan Kjarni málsins sé miklu stærri en „þræta um undantekningarákvæði í stjórnsýslulögum, eða sá, að um meðferð ríkisvaldsins á almannafé ríkir upplýsingaskylda. Góð meðferð almannafjár er meginskylda þess, leggur til meginrök í flestum athöfnum þess og er eitt af mikilvægustu hlutverkum Alþingis að fylgjast með í því efni. Krafa þingmanna, fréttamanna og annarra sem starfa í nafni almennings um að skýrsla Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber er bæði mikilvæg og sjálfsögð.“ Þá varði opinber upplýsingagjöf stöðu, hlutverk og þátttöku almennings í lýðræðisþjóðfélagi nútímans. „Aðgangur að opinberum upplýsingum er meginregla sem ekki verður vikið til hliðar nema af ástæðum sem varða almannahag enn meiru, t.d. þjóðaröryggi. Dómar um upplýsingarétt almennings hafa fallið og hafa dómstólar meðal annars talið hann yfirstæðan reglum um bankaleynd,“ bendir Haukur á. „Hvað er það sem almenningur má ekki sjá?“ Í stöðuuppfærslu segir Jóhann Páll augljóst að greinargerðin falli undir stjórnsýslu þingsins í ljósi þess að það hafi verið til meðferðar hjá forsætisnefnd á þeim forsendum. „Greinargerðin var unnin af embættismanni Alþingis, í umboði almennings, fyrir fjármuni almennings og fjallar um sölu á eignum almennings. Eftir stendur spurningin: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá?“
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Stjórnsýsla Samfylkingin Tengdar fréttir „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 „Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15 Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10
„Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15
Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43