Alvarlegt að ekki hafi tekist að manna sjúkraflug Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. mars 2023 18:27 Heilbrigðisráðherra segir alvarlegt að maður sem beið eftir lifrarígræðslu hafi misst af tækifærinu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflug. Tryggja þurfi að atvikið endurtaki sig ekki en til greina komi að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að manninum hafi verið tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. En málið tók fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð í tæka tíð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók málið upp á Alþingi í dag. „Þetta er staða innviða á Íslandi í dag og öryggismála að flugvél Landhelgisgæslunnar er ekki tæk. Samningar við flugrekstraraðila sem hafa tekið að sér að annast flug milli landa í lífsnauðsynlegar aðgerðir það var ekki hægt að manna þá vél. Ég held að við verðum að gera þá kröfu að ríkisstjórnin sinni störfum sínum fyrir allan almenning hér á landi og tryggi nauðsynlega heilbrigðisþjónustu“ Ekkert samkomulag er við flugfélögin um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir til greina koma að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks. „Það er einn þátturinn sem við verðum að horfa inn í og skoða það. Ég hef átt óformlegt samtal við forstjóra Sjúkratrygginga og allir aðilar sem eiga hlut að máli í þessu harma auðvitað atvikið og það sem við verðum að gera núna er að fara yfir atburðarásina og formið og samninginn og með öllum ráðum tryggja að svona alvarlegt atvik eigi sér ekki stað.“ Heilbrigðismál Alþingi Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. 7. mars 2023 13:52 Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að manninum hafi verið tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. En málið tók fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð í tæka tíð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók málið upp á Alþingi í dag. „Þetta er staða innviða á Íslandi í dag og öryggismála að flugvél Landhelgisgæslunnar er ekki tæk. Samningar við flugrekstraraðila sem hafa tekið að sér að annast flug milli landa í lífsnauðsynlegar aðgerðir það var ekki hægt að manna þá vél. Ég held að við verðum að gera þá kröfu að ríkisstjórnin sinni störfum sínum fyrir allan almenning hér á landi og tryggi nauðsynlega heilbrigðisþjónustu“ Ekkert samkomulag er við flugfélögin um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir til greina koma að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks. „Það er einn þátturinn sem við verðum að horfa inn í og skoða það. Ég hef átt óformlegt samtal við forstjóra Sjúkratrygginga og allir aðilar sem eiga hlut að máli í þessu harma auðvitað atvikið og það sem við verðum að gera núna er að fara yfir atburðarásina og formið og samninginn og með öllum ráðum tryggja að svona alvarlegt atvik eigi sér ekki stað.“
Heilbrigðismál Alþingi Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. 7. mars 2023 13:52 Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. 7. mars 2023 13:52
Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34