Hjálpum þeim. Já, en hvernig? Ólafur Ísleifsson skrifar 8. mars 2023 08:31 Hjálpum þeim, lag Axels Einarssonar við texta Jóhanns G. Jóhannssonar í flutningi Hjálparsveitarinnar skipaðri mörgum af helstu stórsöngvarum þjóðarinnar, snertir taug í brjósti sérhvers manns. Spurt var: Á ég að gæta bróður míns? Við velkjumst ekki í vafa um svarið: Já, við viljum gæta bræðra okkar og systra. Við viljum leggja okkar af mörkum til að lina þjáningar og neyð. Við viljum geta borið höfuðið hátt fyrir að hafa ekki brugðist þeim sem þurfa hjálp. Hvernig getum við best lagt fólki í nauðum lið? Við fylgjum stefnu opinna landamæra, sem í eðli sínu er öfgastefna. Hún er ekki kominn til vegna umræðu reistri á gögnum og með hliðsjón af reynslu nágrannaþjóða. Ákafafólk vill hafa þetta svona og aðrir hafa látið skeika að sköpuðu, kannski af ótta við brennimerkingu fyrir meinta mannvonsku. Stefnunni hefir verið hafnað af nágrannaþjóðum og er lýst sem mistökum. Ný stefna án öfga en með árangri Fyrsta atriðið er að hverfa frá gildandi stefnu opinna landamæra og taka upp aðra háttu undir formerkjum öruggra landamæra. Opin landamæri samrýmast hvorki sjálfstæðu þjóðríki né fullveldi landsins. Fjöldi innflytjenda er ósjálfbær á alla tölulega mælikvarða. Kunnugir segja húsnæði á þrotum og virðist sem steininn hafi tekið úr þegar Festi í Grindavík var tekin traustataki í þessu skyni. Annað meginatriði er að takmarkað fé nýtist sem best og gagnist sem flestum. Við viljum ekki sóa fé í að halda uppi fólki í einu dýrasta landi í heimi þegar við getum hjálpað margfalt fleira fólki á heimaslóð eða fólki sem býr við ill kjör í flóttamannabúðum. Við viljum nýta farveg alþjóðlegrar þróunarsamvinnu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við getum þannig bólusett tugþúsundir barna í Afríku, grafið brunna til að tryggja fólki hreint vatn og áveitur til að efla matvælaframleiðslu. Við getum opnað skóla fyrir börnin og stutt við heilbrigðiskerfi. Við getum kennt hagkvæmar aðferðir við fiskveiðar og fiskvinnslu og orkuöflun. Við getum hjálpað þeim sem höllustum fæti standa. Við getum verið stolt af framlagi okkar. Ísland má ekki vera söluvara fyrir glæpalýð Danskir jafnaðarmenn og fleiri aðilar hafa bent á að stór hluti fólksflutninga er í höndum ófyrirleitins glæpahyskis. Slíkir aðilar selja ferðir til landa eins og Danmerkur og Íslands. Við megum ekki skapa viðskiptatækifæri fyrir glæpalýð sem hefur fé af fólki með því að selja þeim ferðir yfir Miðjarðarhafið í manndrápsfleytum. Danski forsætisráðherrann segir Miðjarðarhafið kirkjugarð fyrir þúsundir fólks, karla, kvenna og barna. Við getum ekki staðið fyrir stefnu sem hefur slíka annmarka þótt við höfum að kröfu hins svokallaða góða fólks látið þetta yfir okkur ganga of lengi. Við megum ekki ýta undir mansal og kynferðisglæpi Nágrannaþjóðir hafna stuðningi við glæpalýð sem selja ferðir til landa þeirra. Við hljótum að fylgja fordæmi þeirra. Ekkert sem við gerum má stuðla að mansali og kynferðisglæpum gagnvart konum og börnum eins og ríkislögreglustjóri hefur ítrekað varað við. Með því að fylgja stefnu mistakanna að kröfu handhafa góðmennsku og mannúðar höfum við ekki verið nægilega varkár í þessu efni. Okkur ber að taka fyrir þetta rétt eins og nágrannaþjóðir sætta sig ekki lengur við óbreytta stefnu sem hefur aðra eins fylgikvilla og við höfum verið vöruð við. Öfgasjónarmið borin fram í nafni mannréttinda Píratar og a.m.k. ákveðnir þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa tekið málaflokkinn í gíslingu með því að krefjast opinna landamæra með tilheyrandi viðskiptatækifærum fyrir glæpalýð, mansal og svívirðingu á konum og börnum. Málþóf pírata með kröfu um opin landamæri með stuðningi fylgitungla var réttlætt með því að talað væri í þágu mannréttinda. Umræðan tók í engu mið af ábendingum ríkislögreglustjóra eða kúvendingu í stefnu nágrannaþjóða. Þeim sem amla á móti öfgastefnu opinna landamæra er hótað brennimarkinu stóra, rasistastimplinum í boði handhafa mannúðar og góðmennsku og pópúlistastimplinum í boði hins samfylkingarsinnaða háskólasamfélags. Við getum ekki látið bjóða okkur þetta lengur. Hættum öfgafúski og leggjum myndarlega af mörkum Leyfum hinu svokallaða góða fólki, þið vitið fólkinu með siðferðislegu yfirburðina, einkaeign á mannúð og góðmennsku og rasistabrennimarkið á lofti, að þjóna lund sinni. Við hin skulum einbeita okkur að því að Íslendingar rétti fram hjálparhönd til bágstadds fólks þannig að við náum sem best til sem flestra um leið og við tryggjum örugg landamæri hér á landi. Við getum ekki staðið undir innflutningi úr samhengi við smæð þjóðarinnar en getum engu að síður lagt af mörkum með myndarlegum hætti og borið höfuðið hátt. Höfundur er hagfræðingur og fv. alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Hjálpum þeim, lag Axels Einarssonar við texta Jóhanns G. Jóhannssonar í flutningi Hjálparsveitarinnar skipaðri mörgum af helstu stórsöngvarum þjóðarinnar, snertir taug í brjósti sérhvers manns. Spurt var: Á ég að gæta bróður míns? Við velkjumst ekki í vafa um svarið: Já, við viljum gæta bræðra okkar og systra. Við viljum leggja okkar af mörkum til að lina þjáningar og neyð. Við viljum geta borið höfuðið hátt fyrir að hafa ekki brugðist þeim sem þurfa hjálp. Hvernig getum við best lagt fólki í nauðum lið? Við fylgjum stefnu opinna landamæra, sem í eðli sínu er öfgastefna. Hún er ekki kominn til vegna umræðu reistri á gögnum og með hliðsjón af reynslu nágrannaþjóða. Ákafafólk vill hafa þetta svona og aðrir hafa látið skeika að sköpuðu, kannski af ótta við brennimerkingu fyrir meinta mannvonsku. Stefnunni hefir verið hafnað af nágrannaþjóðum og er lýst sem mistökum. Ný stefna án öfga en með árangri Fyrsta atriðið er að hverfa frá gildandi stefnu opinna landamæra og taka upp aðra háttu undir formerkjum öruggra landamæra. Opin landamæri samrýmast hvorki sjálfstæðu þjóðríki né fullveldi landsins. Fjöldi innflytjenda er ósjálfbær á alla tölulega mælikvarða. Kunnugir segja húsnæði á þrotum og virðist sem steininn hafi tekið úr þegar Festi í Grindavík var tekin traustataki í þessu skyni. Annað meginatriði er að takmarkað fé nýtist sem best og gagnist sem flestum. Við viljum ekki sóa fé í að halda uppi fólki í einu dýrasta landi í heimi þegar við getum hjálpað margfalt fleira fólki á heimaslóð eða fólki sem býr við ill kjör í flóttamannabúðum. Við viljum nýta farveg alþjóðlegrar þróunarsamvinnu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við getum þannig bólusett tugþúsundir barna í Afríku, grafið brunna til að tryggja fólki hreint vatn og áveitur til að efla matvælaframleiðslu. Við getum opnað skóla fyrir börnin og stutt við heilbrigðiskerfi. Við getum kennt hagkvæmar aðferðir við fiskveiðar og fiskvinnslu og orkuöflun. Við getum hjálpað þeim sem höllustum fæti standa. Við getum verið stolt af framlagi okkar. Ísland má ekki vera söluvara fyrir glæpalýð Danskir jafnaðarmenn og fleiri aðilar hafa bent á að stór hluti fólksflutninga er í höndum ófyrirleitins glæpahyskis. Slíkir aðilar selja ferðir til landa eins og Danmerkur og Íslands. Við megum ekki skapa viðskiptatækifæri fyrir glæpalýð sem hefur fé af fólki með því að selja þeim ferðir yfir Miðjarðarhafið í manndrápsfleytum. Danski forsætisráðherrann segir Miðjarðarhafið kirkjugarð fyrir þúsundir fólks, karla, kvenna og barna. Við getum ekki staðið fyrir stefnu sem hefur slíka annmarka þótt við höfum að kröfu hins svokallaða góða fólks látið þetta yfir okkur ganga of lengi. Við megum ekki ýta undir mansal og kynferðisglæpi Nágrannaþjóðir hafna stuðningi við glæpalýð sem selja ferðir til landa þeirra. Við hljótum að fylgja fordæmi þeirra. Ekkert sem við gerum má stuðla að mansali og kynferðisglæpum gagnvart konum og börnum eins og ríkislögreglustjóri hefur ítrekað varað við. Með því að fylgja stefnu mistakanna að kröfu handhafa góðmennsku og mannúðar höfum við ekki verið nægilega varkár í þessu efni. Okkur ber að taka fyrir þetta rétt eins og nágrannaþjóðir sætta sig ekki lengur við óbreytta stefnu sem hefur aðra eins fylgikvilla og við höfum verið vöruð við. Öfgasjónarmið borin fram í nafni mannréttinda Píratar og a.m.k. ákveðnir þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa tekið málaflokkinn í gíslingu með því að krefjast opinna landamæra með tilheyrandi viðskiptatækifærum fyrir glæpalýð, mansal og svívirðingu á konum og börnum. Málþóf pírata með kröfu um opin landamæri með stuðningi fylgitungla var réttlætt með því að talað væri í þágu mannréttinda. Umræðan tók í engu mið af ábendingum ríkislögreglustjóra eða kúvendingu í stefnu nágrannaþjóða. Þeim sem amla á móti öfgastefnu opinna landamæra er hótað brennimarkinu stóra, rasistastimplinum í boði handhafa mannúðar og góðmennsku og pópúlistastimplinum í boði hins samfylkingarsinnaða háskólasamfélags. Við getum ekki látið bjóða okkur þetta lengur. Hættum öfgafúski og leggjum myndarlega af mörkum Leyfum hinu svokallaða góða fólki, þið vitið fólkinu með siðferðislegu yfirburðina, einkaeign á mannúð og góðmennsku og rasistabrennimarkið á lofti, að þjóna lund sinni. Við hin skulum einbeita okkur að því að Íslendingar rétti fram hjálparhönd til bágstadds fólks þannig að við náum sem best til sem flestra um leið og við tryggjum örugg landamæri hér á landi. Við getum ekki staðið undir innflutningi úr samhengi við smæð þjóðarinnar en getum engu að síður lagt af mörkum með myndarlegum hætti og borið höfuðið hátt. Höfundur er hagfræðingur og fv. alþingismaður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar