Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2023 15:20 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar bendir á að eftirlitshlutverk Alþingis kristallist sérstaklega þegar tveir mismunandi ríkisendurskoðendur séu ósammála. Ekki sé hægt að treysta öðrum þeirra í blindni. Vísir/Steingrímur Dúi Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. Fréttastofa ræddi við Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar þar sem segir upplifun sína af atkvæðagreiðslu síðastliðinn mánudag, um hvort leyfa ætti fyrirspurn þingmanns Samfylkingar um Lindarhvol, hafa verið dapurlega. Búið sé að reisa háan og voldugan þagnarmúr og að þingforseti sé verkstjórinn. Misræmi ríkisendurskoðenda dragi fram mikilvægi eftirlitshlutverks þings Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi, vill aflétta leyndinni yfir greinargerð sinni um málið en Guðmundur Björgvin Helgason, núverandi ríkisendurskoðandi, ekki og telur birtingu stangast á við lög um Ríkisendurskoðun. Sigmar segir að akkúrat í þessu misræmi kristallist mikilvægi eftirlitshlutverks þingsins. Í greinargerð Sigurðar séu upplýsingar sem séu ekki alveg í samræmi við eiginlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið. „Þegar þetta mikla misræmi er á milli; annar ríkisendurskoðandinn vill birta en hinn ekki, þá getum við alþingismenn, sem þurfum að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu, ekki trúað öðrum aðilanum í blindni og því er bráðnauðsynlegt að birta þessa greinargerð líkt og Sigurður Þórðarson vill að gerist, líkt og allir í forsætisnefnd vilja að verði gert og líkt og lögfræðiálit kveða á um að eigi að gera og líkt og manni sýnist að um helmingur þingmanna vilji gera því það eru allmargir stjórnarþingmenn sem telja líka að það eigi að birta greinargerðina.“ Ljóst sé að þingmenn séu ekki sammála um hvernig túlka beri lögin. „Mér finnst hafið yfir allan vafa að þessi greinargerð sé partur af stjórnsýslu þingsins og reyndar hefur þingforseti fyrrverandi staðfest það. Ég sé engin rök sem hníga að því að það eigi ekki að leyfa þessa fyrirspurn. En það sem menn eru auðvitað að reyna að gera er að koma í veg fyrir birtingu þessara upplýsinga og það finnst mér ekki gott því það setur okkur í þinginu í svolítið erfiða stöðu því að eins og ég segi, við eigum auðvitað að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu en þegar svona háttar til þá er verið að þrengja verulega að möguleikum þingsins til eftirlitsins.“ Atkvæðagreiðslu frestað í tvígang vegna titrings Hér er hægt að sjá yfirlit yfir það hvernig hinir mismunandi þingmenn greiddu atkvæði í umræddri atkvæðagreiðslu. Tuttugu þingmenn voru fjarverandi þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Sigmar var spurður hvort hann teldi að allir hefðu greitt atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni í ljósi þess hversu umdeilt málið er. „Ég er auðvitað ekki dómbær á það hvað gerist inn í hugskoti annarra þegar menn eru að greiða atkvæði en það var alveg augljóst í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar að það var titringur, það þurfti að fresta atkvæðagreiðslunni í tvígang, um hálftíma og svo aftur hálftíma vegna þess að stjórnarflokkarnir þurftu að funda. Þannig að ég held að þetta hafi að mörgu leyti verið erfið atkvæðagreiðsla fyrir einhverja þingmenn en hvort þeir hafi farið gegn sannfæringu sinni það get ég auðvitað ekki dæmt um en við erum auðvitað bundin af því samkvæmt stjórnarskrá að greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu okkar og samvisku.“ Málið geti ekki endað öðruvísi en með birtingu greinargerðar Sigmar er sannfærður um að málið endi ekki með þessari atkvæðagreiðslu. Hann telur líklegast að greinargerðin verði á endanum birt. „Úr því að ríkisendurskoðandinn sem vann gagnið telur mikilvægt að alþingismenn fái aðgang að því og þar með almenningur. Hvernig atburðarásin í því verður veit ég ekki alveg en það segir auðvitað heilmikla sögu að allir í forsætisnefnd nema forseti þingsins vilja birtingu og fleiri stjórnarþingmenn til viðbótar." Málið sé að einhverju leyti aftur komið inn á borð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Við verðum að sjá hvað það leiðir af sér en ég held að þetta geti ekki endað öðruvísi heldur en með birtingu þessarar greinargerðar. Ég held að almenningur þoli það ekki að það hvíli leynd um það þegar verið er að selja ríkiseigur fyrir hundruð milljarða og að upplýsingar frá annars vegar settum ríkisendurskoðanda og hins vegar skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið að þar stangist á. Að ekki sé nú talað um að Sigurður Þórðarson talar um það að hann hafi sífellt rekist á veggi og átt erfitt með að nálgast upplýsingar um þetta mál og það er auðvitað eitthvað sem þingið verður að kafa ofan í.“ Starfsemi Lindarhvols Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7. mars 2023 13:27 „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar þar sem segir upplifun sína af atkvæðagreiðslu síðastliðinn mánudag, um hvort leyfa ætti fyrirspurn þingmanns Samfylkingar um Lindarhvol, hafa verið dapurlega. Búið sé að reisa háan og voldugan þagnarmúr og að þingforseti sé verkstjórinn. Misræmi ríkisendurskoðenda dragi fram mikilvægi eftirlitshlutverks þings Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi, vill aflétta leyndinni yfir greinargerð sinni um málið en Guðmundur Björgvin Helgason, núverandi ríkisendurskoðandi, ekki og telur birtingu stangast á við lög um Ríkisendurskoðun. Sigmar segir að akkúrat í þessu misræmi kristallist mikilvægi eftirlitshlutverks þingsins. Í greinargerð Sigurðar séu upplýsingar sem séu ekki alveg í samræmi við eiginlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið. „Þegar þetta mikla misræmi er á milli; annar ríkisendurskoðandinn vill birta en hinn ekki, þá getum við alþingismenn, sem þurfum að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu, ekki trúað öðrum aðilanum í blindni og því er bráðnauðsynlegt að birta þessa greinargerð líkt og Sigurður Þórðarson vill að gerist, líkt og allir í forsætisnefnd vilja að verði gert og líkt og lögfræðiálit kveða á um að eigi að gera og líkt og manni sýnist að um helmingur þingmanna vilji gera því það eru allmargir stjórnarþingmenn sem telja líka að það eigi að birta greinargerðina.“ Ljóst sé að þingmenn séu ekki sammála um hvernig túlka beri lögin. „Mér finnst hafið yfir allan vafa að þessi greinargerð sé partur af stjórnsýslu þingsins og reyndar hefur þingforseti fyrrverandi staðfest það. Ég sé engin rök sem hníga að því að það eigi ekki að leyfa þessa fyrirspurn. En það sem menn eru auðvitað að reyna að gera er að koma í veg fyrir birtingu þessara upplýsinga og það finnst mér ekki gott því það setur okkur í þinginu í svolítið erfiða stöðu því að eins og ég segi, við eigum auðvitað að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu en þegar svona háttar til þá er verið að þrengja verulega að möguleikum þingsins til eftirlitsins.“ Atkvæðagreiðslu frestað í tvígang vegna titrings Hér er hægt að sjá yfirlit yfir það hvernig hinir mismunandi þingmenn greiddu atkvæði í umræddri atkvæðagreiðslu. Tuttugu þingmenn voru fjarverandi þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Sigmar var spurður hvort hann teldi að allir hefðu greitt atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni í ljósi þess hversu umdeilt málið er. „Ég er auðvitað ekki dómbær á það hvað gerist inn í hugskoti annarra þegar menn eru að greiða atkvæði en það var alveg augljóst í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar að það var titringur, það þurfti að fresta atkvæðagreiðslunni í tvígang, um hálftíma og svo aftur hálftíma vegna þess að stjórnarflokkarnir þurftu að funda. Þannig að ég held að þetta hafi að mörgu leyti verið erfið atkvæðagreiðsla fyrir einhverja þingmenn en hvort þeir hafi farið gegn sannfæringu sinni það get ég auðvitað ekki dæmt um en við erum auðvitað bundin af því samkvæmt stjórnarskrá að greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu okkar og samvisku.“ Málið geti ekki endað öðruvísi en með birtingu greinargerðar Sigmar er sannfærður um að málið endi ekki með þessari atkvæðagreiðslu. Hann telur líklegast að greinargerðin verði á endanum birt. „Úr því að ríkisendurskoðandinn sem vann gagnið telur mikilvægt að alþingismenn fái aðgang að því og þar með almenningur. Hvernig atburðarásin í því verður veit ég ekki alveg en það segir auðvitað heilmikla sögu að allir í forsætisnefnd nema forseti þingsins vilja birtingu og fleiri stjórnarþingmenn til viðbótar." Málið sé að einhverju leyti aftur komið inn á borð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Við verðum að sjá hvað það leiðir af sér en ég held að þetta geti ekki endað öðruvísi heldur en með birtingu þessarar greinargerðar. Ég held að almenningur þoli það ekki að það hvíli leynd um það þegar verið er að selja ríkiseigur fyrir hundruð milljarða og að upplýsingar frá annars vegar settum ríkisendurskoðanda og hins vegar skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið að þar stangist á. Að ekki sé nú talað um að Sigurður Þórðarson talar um það að hann hafi sífellt rekist á veggi og átt erfitt með að nálgast upplýsingar um þetta mál og það er auðvitað eitthvað sem þingið verður að kafa ofan í.“
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7. mars 2023 13:27 „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7. mars 2023 13:27
„Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10
Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent