Blaðamannafélagið telur ákvörðun dómara takmarka tjáningarfrelsi Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2023 10:57 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands telur ákvörðun dómara um að banna fréttaflutning af Stóra kókaínmálinu á meðan beðið var eftir því að öllum skýrslutökum málsins væri lokið vera takmörkun á tjáningarfrelsinu. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara málsins. Í gær voru fulltrúar fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar kallaðir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir að hafa farið gegn fréttabanninu. Frétt um þinghaldið birtist á Vísi þremur dögum áður en bannið átti að renna út. Ritstjórn Vísis telur að dómari í málinu túlki reglur um málsmeðferð of þröngt. Í yfirlýsingu á vef Blaðamannafélags Íslands er þungum áhyggjum lýst yfir af ákvörðun Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, dómara málsins, að kalla fulltrúa fréttastofunnar fyrir dóm. Þá mótmælir félagið túlkun dómara á lögum um meðferð sakamála og telur hana stangast á við ákvæðu um tjáningarfrelsi í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. „Blaðamannafélagið telur augljóst að dómari sé með ákvörðun sinni að túlka þetta ákvæði mun þrengra en löggjafinn hafði áform um og fagnar því að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hafi ákveðið að láta reyna á túlkunina með því að brjóta gegn fyrirmælum dómarans. Félagið telur mikilvægt í ljósi almannahagsmuna að skorið verði úr um hvort túlkun dómarans sé réttmæt enda hefur þessi rangtúlkun haft þær alvarlegu afleiðingar að fleiri dómarar eru farnir að afbaka ákvæðið sem sama hætti og Sigríður Elsa,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Að mati félagsins er eina rétta ákvörðun dómara málsins að láta málið gegn Vísi niður falla. Félagið hefur fengið lögmann sinn, Flóka Ásgeirsson, til að skrifa bréf fyrir hönd félagsins til Dómstólasýslunnar, allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og dómsmálaráðherra þar sem lagaleg hlið málsins er skýrð. „Félagið beinir þeirri eindregnu áskorun til allra viðtakenda bréfsins að leggja sitt af mörkum til að tryggja að fjölmiðlar fái í reynd notið þess tjáningarfrelsis sem þeir eiga að njóta samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðasáttmálum,“ segir í yfirlýsingunni. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Dómstólar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Í gær voru fulltrúar fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar kallaðir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir að hafa farið gegn fréttabanninu. Frétt um þinghaldið birtist á Vísi þremur dögum áður en bannið átti að renna út. Ritstjórn Vísis telur að dómari í málinu túlki reglur um málsmeðferð of þröngt. Í yfirlýsingu á vef Blaðamannafélags Íslands er þungum áhyggjum lýst yfir af ákvörðun Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, dómara málsins, að kalla fulltrúa fréttastofunnar fyrir dóm. Þá mótmælir félagið túlkun dómara á lögum um meðferð sakamála og telur hana stangast á við ákvæðu um tjáningarfrelsi í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. „Blaðamannafélagið telur augljóst að dómari sé með ákvörðun sinni að túlka þetta ákvæði mun þrengra en löggjafinn hafði áform um og fagnar því að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hafi ákveðið að láta reyna á túlkunina með því að brjóta gegn fyrirmælum dómarans. Félagið telur mikilvægt í ljósi almannahagsmuna að skorið verði úr um hvort túlkun dómarans sé réttmæt enda hefur þessi rangtúlkun haft þær alvarlegu afleiðingar að fleiri dómarar eru farnir að afbaka ákvæðið sem sama hætti og Sigríður Elsa,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Að mati félagsins er eina rétta ákvörðun dómara málsins að láta málið gegn Vísi niður falla. Félagið hefur fengið lögmann sinn, Flóka Ásgeirsson, til að skrifa bréf fyrir hönd félagsins til Dómstólasýslunnar, allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og dómsmálaráðherra þar sem lagaleg hlið málsins er skýrð. „Félagið beinir þeirri eindregnu áskorun til allra viðtakenda bréfsins að leggja sitt af mörkum til að tryggja að fjölmiðlar fái í reynd notið þess tjáningarfrelsis sem þeir eiga að njóta samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðasáttmálum,“ segir í yfirlýsingunni.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Dómstólar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira