Er glasið hálf tómt eða hálf fullt? Arnar Sigurðsson skrifar 10. mars 2023 08:31 Líklega er starf dómsdagsspámanna það vanþakklátasta sem til er. Ekki nóg með að slíkir hafi rangt fyrir sér á hverjum degi heldur verður engin til staðar til að þakka fyrir bölsýnina þegar dómsdagur loks rennur upp. Bindindismönnum má skipta upp í tvo hópa, þá sem eru bindindismenn fyrir sig sjálfa og svo þá sem eru bindindismenn fyrir aðra. Síðarnefndi hópurinn samanstendur oft af fólki sem telur sig þess umkomið að stýra öðrum af því að það gat ekki séð sjálfum sér forráð. Þó svo að allir þeir, sem hér á landi hafa orðið áfengisfíkninni að bráð, hafi einmitt fetað glapstiguna undir forsjá hins opinbera, telja sumir að einungis ríkisstarfsmönnum sé treystandi til að selja áfengi. Sömu aðilar amast svo út í frjálsa netverslun sem tryggir neytendum lægra verð, betri þjónustu og betra úrval. Engu skiptir þó að eitt af hverjum fimm ungmennum sem reyni að versla áfengi í hinum rómuðu einokunarverslunum sleppi í gegn án þess að vera spurð um skilríki — og eru þá ekki meðtaldir þeir sem sleppa með því að sýna fölsuð skilríki. Netverslunin gefur hins vegar ekkert slíkt færi, því allir kaupendur verða að auðkenna sig rafrænt. Fyrir þessi afrek fékk einokunarverslunin titilinn „fyrirmyndarstofnun“ þó ekki frá viðskiptavinum sem nú geta leitað annað heldur en til hins opinbera. En hvernig skyldi svo hafa til tekist eftir að netverslun ruddi sér til rúms og hlutdeild hinnar dýrkeyptu einokunarverslunar féll? Nýlega kom út Talnabrunnur Landlæknisembættisins þar sem fram kemur að heimur batnandi fer þrátt fyrir valfrelsið: „Árið 2018 var hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis mun hærra en árin 2020 og 2022, hjá körlum og konum og í öllum aldursflokkum.“ Engu máli skiptir þó svo að reynslan og almenn skynsemi mæli með netverslun umfram hinar 52 hjarðheilsuverslanir hins opinbera, forsjárhyggjufólk mun áfram verða jafn blint á veruleikann og það er staðfast í trúnni. Því það er enginn jafnblindur og sá sem ekki vill sjá. Höfundur er víninnflytjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Líklega er starf dómsdagsspámanna það vanþakklátasta sem til er. Ekki nóg með að slíkir hafi rangt fyrir sér á hverjum degi heldur verður engin til staðar til að þakka fyrir bölsýnina þegar dómsdagur loks rennur upp. Bindindismönnum má skipta upp í tvo hópa, þá sem eru bindindismenn fyrir sig sjálfa og svo þá sem eru bindindismenn fyrir aðra. Síðarnefndi hópurinn samanstendur oft af fólki sem telur sig þess umkomið að stýra öðrum af því að það gat ekki séð sjálfum sér forráð. Þó svo að allir þeir, sem hér á landi hafa orðið áfengisfíkninni að bráð, hafi einmitt fetað glapstiguna undir forsjá hins opinbera, telja sumir að einungis ríkisstarfsmönnum sé treystandi til að selja áfengi. Sömu aðilar amast svo út í frjálsa netverslun sem tryggir neytendum lægra verð, betri þjónustu og betra úrval. Engu skiptir þó að eitt af hverjum fimm ungmennum sem reyni að versla áfengi í hinum rómuðu einokunarverslunum sleppi í gegn án þess að vera spurð um skilríki — og eru þá ekki meðtaldir þeir sem sleppa með því að sýna fölsuð skilríki. Netverslunin gefur hins vegar ekkert slíkt færi, því allir kaupendur verða að auðkenna sig rafrænt. Fyrir þessi afrek fékk einokunarverslunin titilinn „fyrirmyndarstofnun“ þó ekki frá viðskiptavinum sem nú geta leitað annað heldur en til hins opinbera. En hvernig skyldi svo hafa til tekist eftir að netverslun ruddi sér til rúms og hlutdeild hinnar dýrkeyptu einokunarverslunar féll? Nýlega kom út Talnabrunnur Landlæknisembættisins þar sem fram kemur að heimur batnandi fer þrátt fyrir valfrelsið: „Árið 2018 var hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis mun hærra en árin 2020 og 2022, hjá körlum og konum og í öllum aldursflokkum.“ Engu máli skiptir þó svo að reynslan og almenn skynsemi mæli með netverslun umfram hinar 52 hjarðheilsuverslanir hins opinbera, forsjárhyggjufólk mun áfram verða jafn blint á veruleikann og það er staðfast í trúnni. Því það er enginn jafnblindur og sá sem ekki vill sjá. Höfundur er víninnflytjandi.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar