Er glasið hálf tómt eða hálf fullt? Arnar Sigurðsson skrifar 10. mars 2023 08:31 Líklega er starf dómsdagsspámanna það vanþakklátasta sem til er. Ekki nóg með að slíkir hafi rangt fyrir sér á hverjum degi heldur verður engin til staðar til að þakka fyrir bölsýnina þegar dómsdagur loks rennur upp. Bindindismönnum má skipta upp í tvo hópa, þá sem eru bindindismenn fyrir sig sjálfa og svo þá sem eru bindindismenn fyrir aðra. Síðarnefndi hópurinn samanstendur oft af fólki sem telur sig þess umkomið að stýra öðrum af því að það gat ekki séð sjálfum sér forráð. Þó svo að allir þeir, sem hér á landi hafa orðið áfengisfíkninni að bráð, hafi einmitt fetað glapstiguna undir forsjá hins opinbera, telja sumir að einungis ríkisstarfsmönnum sé treystandi til að selja áfengi. Sömu aðilar amast svo út í frjálsa netverslun sem tryggir neytendum lægra verð, betri þjónustu og betra úrval. Engu skiptir þó að eitt af hverjum fimm ungmennum sem reyni að versla áfengi í hinum rómuðu einokunarverslunum sleppi í gegn án þess að vera spurð um skilríki — og eru þá ekki meðtaldir þeir sem sleppa með því að sýna fölsuð skilríki. Netverslunin gefur hins vegar ekkert slíkt færi, því allir kaupendur verða að auðkenna sig rafrænt. Fyrir þessi afrek fékk einokunarverslunin titilinn „fyrirmyndarstofnun“ þó ekki frá viðskiptavinum sem nú geta leitað annað heldur en til hins opinbera. En hvernig skyldi svo hafa til tekist eftir að netverslun ruddi sér til rúms og hlutdeild hinnar dýrkeyptu einokunarverslunar féll? Nýlega kom út Talnabrunnur Landlæknisembættisins þar sem fram kemur að heimur batnandi fer þrátt fyrir valfrelsið: „Árið 2018 var hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis mun hærra en árin 2020 og 2022, hjá körlum og konum og í öllum aldursflokkum.“ Engu máli skiptir þó svo að reynslan og almenn skynsemi mæli með netverslun umfram hinar 52 hjarðheilsuverslanir hins opinbera, forsjárhyggjufólk mun áfram verða jafn blint á veruleikann og það er staðfast í trúnni. Því það er enginn jafnblindur og sá sem ekki vill sjá. Höfundur er víninnflytjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Líklega er starf dómsdagsspámanna það vanþakklátasta sem til er. Ekki nóg með að slíkir hafi rangt fyrir sér á hverjum degi heldur verður engin til staðar til að þakka fyrir bölsýnina þegar dómsdagur loks rennur upp. Bindindismönnum má skipta upp í tvo hópa, þá sem eru bindindismenn fyrir sig sjálfa og svo þá sem eru bindindismenn fyrir aðra. Síðarnefndi hópurinn samanstendur oft af fólki sem telur sig þess umkomið að stýra öðrum af því að það gat ekki séð sjálfum sér forráð. Þó svo að allir þeir, sem hér á landi hafa orðið áfengisfíkninni að bráð, hafi einmitt fetað glapstiguna undir forsjá hins opinbera, telja sumir að einungis ríkisstarfsmönnum sé treystandi til að selja áfengi. Sömu aðilar amast svo út í frjálsa netverslun sem tryggir neytendum lægra verð, betri þjónustu og betra úrval. Engu skiptir þó að eitt af hverjum fimm ungmennum sem reyni að versla áfengi í hinum rómuðu einokunarverslunum sleppi í gegn án þess að vera spurð um skilríki — og eru þá ekki meðtaldir þeir sem sleppa með því að sýna fölsuð skilríki. Netverslunin gefur hins vegar ekkert slíkt færi, því allir kaupendur verða að auðkenna sig rafrænt. Fyrir þessi afrek fékk einokunarverslunin titilinn „fyrirmyndarstofnun“ þó ekki frá viðskiptavinum sem nú geta leitað annað heldur en til hins opinbera. En hvernig skyldi svo hafa til tekist eftir að netverslun ruddi sér til rúms og hlutdeild hinnar dýrkeyptu einokunarverslunar féll? Nýlega kom út Talnabrunnur Landlæknisembættisins þar sem fram kemur að heimur batnandi fer þrátt fyrir valfrelsið: „Árið 2018 var hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis mun hærra en árin 2020 og 2022, hjá körlum og konum og í öllum aldursflokkum.“ Engu máli skiptir þó svo að reynslan og almenn skynsemi mæli með netverslun umfram hinar 52 hjarðheilsuverslanir hins opinbera, forsjárhyggjufólk mun áfram verða jafn blint á veruleikann og það er staðfast í trúnni. Því það er enginn jafnblindur og sá sem ekki vill sjá. Höfundur er víninnflytjandi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun