Trump gæti verið ákærður fyrir að kaupa þögn klámleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 10:34 Donald Trump gæti orðið fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem sætir ákæru. AP/Alex Brandon Umdæmissaksóknari í New York er sagður hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir sinn þátt í að greiða klámmyndaleikkona til að þegja um framhjáhald hans. Trump var boðið að bera vitni fyrir ákærudómstól á Manhattan sem fer yfir sönnunargögn í rannsókn saksóknarans. New York Times segir að slík boð séu nánast alltaf undanfarin þess að ákæra sé gefin út. Ólíklegt er talið að Trump þekkist boðið. Blaðið hefur jafnframt eftir heimildarmönnum sínum að saksóknarinn hafi varað lögmenn Trump við því að ákæra sé líkleg. Málið snýst um 130.000 dollara greiðslu til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem gengur undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Daniels heldur því fram að þau Trump hafi átt í ástarævintýri. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, innti greiðsluna af hendi en forsetinn endurgreiddi honum kostnaðinn. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt. Hann fullyrðir að Trump hafi skipað henni að borga Daniels til þess að þagga niður í henni. Gert er ráð fyrir að hann beri vitni fyrir ákærudómstólnum. Yrði forseti fyrrverandi forsetinn til að vera ákærður Ákveði Alvin L. Bragg, umdæmissaksóknarinn á Manhattan, að ákæra Trump yrði það í fyrsta skipti sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er sóttur til saka. Trump hefur þegar lýst yfir framboði fyrir forsetakosningarnar 2024. Hann sagði nýlega að hann héldi framboði sínu til streitu jafnvel þótt hann yrði ákærður. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað Trump gæti verið ákærður í þagnargreiðslumálinu. Rannsóknin í New York er ekki sú eina sem Trump þarf að hafa áhyggjur af. Umdæmissaksóknari í stærstu sýslu Georgíu rannsakar hvort að Trump hafi reynt að hnekkja úrslitum kosninganna árið 2020. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins kannar einnig tilraunir Trump og bandamanna hans til þess að snúa úrslitunum við og meðferð Trump á leynilegum skjölum eftir að hann lét af embætti. Donald Trump Erlend sakamál Klám Tengdar fréttir Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins. 7. desember 2022 13:45 Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Trump var boðið að bera vitni fyrir ákærudómstól á Manhattan sem fer yfir sönnunargögn í rannsókn saksóknarans. New York Times segir að slík boð séu nánast alltaf undanfarin þess að ákæra sé gefin út. Ólíklegt er talið að Trump þekkist boðið. Blaðið hefur jafnframt eftir heimildarmönnum sínum að saksóknarinn hafi varað lögmenn Trump við því að ákæra sé líkleg. Málið snýst um 130.000 dollara greiðslu til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem gengur undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Daniels heldur því fram að þau Trump hafi átt í ástarævintýri. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, innti greiðsluna af hendi en forsetinn endurgreiddi honum kostnaðinn. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt. Hann fullyrðir að Trump hafi skipað henni að borga Daniels til þess að þagga niður í henni. Gert er ráð fyrir að hann beri vitni fyrir ákærudómstólnum. Yrði forseti fyrrverandi forsetinn til að vera ákærður Ákveði Alvin L. Bragg, umdæmissaksóknarinn á Manhattan, að ákæra Trump yrði það í fyrsta skipti sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er sóttur til saka. Trump hefur þegar lýst yfir framboði fyrir forsetakosningarnar 2024. Hann sagði nýlega að hann héldi framboði sínu til streitu jafnvel þótt hann yrði ákærður. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað Trump gæti verið ákærður í þagnargreiðslumálinu. Rannsóknin í New York er ekki sú eina sem Trump þarf að hafa áhyggjur af. Umdæmissaksóknari í stærstu sýslu Georgíu rannsakar hvort að Trump hafi reynt að hnekkja úrslitum kosninganna árið 2020. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins kannar einnig tilraunir Trump og bandamanna hans til þess að snúa úrslitunum við og meðferð Trump á leynilegum skjölum eftir að hann lét af embætti.
Donald Trump Erlend sakamál Klám Tengdar fréttir Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins. 7. desember 2022 13:45 Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins. 7. desember 2022 13:45
Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00