„Hvað svo?“ – Nám í þjóðfræði Þórunn Valdís Þórsdóttir skrifar 10. mars 2023 12:01 Nú þegar Háskóladagurinn er nýbúinn eru líklega mörg að velta fyrir sér að fara í nám og skoða hvað er í boði. Þegar ég lauk framhaldsskóla fékk ég oft spurninguna hvað ég ætlaði svo að gera næst. Oft fannst mér ætlast til þess að næsta skref væri háskólanám, þar sem ég þyrfti að velja námið út frá því hvað ég ætlaði svo að verða. Eftir að hafa tekið mér smá hvíld frá námi og safnað smá pening ákvað ég að ég væri tilbúin til að fara aftur í nám og læra eitthvað. Ég vissi bara ekki hvað ég vildi læra. Ég ákvað að byrja á byrjuninni og skoða hvaða nám væri í boði í háskólum landsins og sjá hvort ég fyndi þannig hvað mig langaði að gera. Það voru margar námsleiðir sem ég hafði áhuga á, en var samt hálf hikandi um hvort ég vildi skuldbinda mig og hvort ég myndi vilja vinna á því sviði eftir námið. Þegar ég var komin niður nánast allan listan á námsframboði í Háskóla Íslands rak ég svo augun í orðið þjóðfræði. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri, en ákvað samt að lesa um námið. Þarna var búið að blanda saman öllu sem ég hafði áhuga á í öðrum námsgreinum. Þjóðfræðin virtist vera mjög fjölbreytt nám, þar sem hægt væri að skoða nánast alla þætti samfélagsins. Þar væri horft á hversdagsmenningu og daglegt líf fólks, bæði í fortíðinni og samtímanum. Hægt væri að skoða þjóðsögur og ævintýri, atvinnu- og lifnaðarhætti, hátíðir, leiki, tísku og trúarbrögð svo dæmi séu nefnd. Ég ákvað því að láta vaða og skráði mig í þjóðfræði haustið eftir. Það að vera komin með plan fyrir næstu þrjú árin reyndist þó ekki nóg til að losna undan spurningunni „hvað svo?“ Ég var reglulega spurð að því hvað þjóðfræðingar gerðu eiginlega og oftar eftir því sem útskriftin færðist nær. Til að byrja með var svarið yfirleitt „ég veit það ekki“, en með tímanum hefur það breyst. Þó ég sé enn ekki viss um hvað ég ætla að gera að námi loknu, hef ég lært að til viðbótar við hversu skemmtilegt þjóðfræðinámið er, er það einnig mjög hagnýtt. Nám sem skoðar samfélög og hjálpar okkur að skilja fólk og hópa beinir manni ekki inn á einhvern ákveðinn starfsvettvang, en er gagnlegt mjög víða og tækifærin fjölbreytt. Grunnnám í þjóðfræði opnar einnig dyrnar á fjölda möguleika til framhaldsnáms, bæði í þjóðfræði og í öðrum greinum. Ég er allavega mjög ánægð með ákvörðunina sem ég tók fyrir þremur árum síðan og hlakka til framhaldsins. Höfundur er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú þegar Háskóladagurinn er nýbúinn eru líklega mörg að velta fyrir sér að fara í nám og skoða hvað er í boði. Þegar ég lauk framhaldsskóla fékk ég oft spurninguna hvað ég ætlaði svo að gera næst. Oft fannst mér ætlast til þess að næsta skref væri háskólanám, þar sem ég þyrfti að velja námið út frá því hvað ég ætlaði svo að verða. Eftir að hafa tekið mér smá hvíld frá námi og safnað smá pening ákvað ég að ég væri tilbúin til að fara aftur í nám og læra eitthvað. Ég vissi bara ekki hvað ég vildi læra. Ég ákvað að byrja á byrjuninni og skoða hvaða nám væri í boði í háskólum landsins og sjá hvort ég fyndi þannig hvað mig langaði að gera. Það voru margar námsleiðir sem ég hafði áhuga á, en var samt hálf hikandi um hvort ég vildi skuldbinda mig og hvort ég myndi vilja vinna á því sviði eftir námið. Þegar ég var komin niður nánast allan listan á námsframboði í Háskóla Íslands rak ég svo augun í orðið þjóðfræði. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri, en ákvað samt að lesa um námið. Þarna var búið að blanda saman öllu sem ég hafði áhuga á í öðrum námsgreinum. Þjóðfræðin virtist vera mjög fjölbreytt nám, þar sem hægt væri að skoða nánast alla þætti samfélagsins. Þar væri horft á hversdagsmenningu og daglegt líf fólks, bæði í fortíðinni og samtímanum. Hægt væri að skoða þjóðsögur og ævintýri, atvinnu- og lifnaðarhætti, hátíðir, leiki, tísku og trúarbrögð svo dæmi séu nefnd. Ég ákvað því að láta vaða og skráði mig í þjóðfræði haustið eftir. Það að vera komin með plan fyrir næstu þrjú árin reyndist þó ekki nóg til að losna undan spurningunni „hvað svo?“ Ég var reglulega spurð að því hvað þjóðfræðingar gerðu eiginlega og oftar eftir því sem útskriftin færðist nær. Til að byrja með var svarið yfirleitt „ég veit það ekki“, en með tímanum hefur það breyst. Þó ég sé enn ekki viss um hvað ég ætla að gera að námi loknu, hef ég lært að til viðbótar við hversu skemmtilegt þjóðfræðinámið er, er það einnig mjög hagnýtt. Nám sem skoðar samfélög og hjálpar okkur að skilja fólk og hópa beinir manni ekki inn á einhvern ákveðinn starfsvettvang, en er gagnlegt mjög víða og tækifærin fjölbreytt. Grunnnám í þjóðfræði opnar einnig dyrnar á fjölda möguleika til framhaldsnáms, bæði í þjóðfræði og í öðrum greinum. Ég er allavega mjög ánægð með ákvörðunina sem ég tók fyrir þremur árum síðan og hlakka til framhaldsins. Höfundur er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun