Er reiðhjólið klárt? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 13. mars 2023 08:01 Daginn er tekinn að lengja og fleiri birtustundir færa okkur yl í hjartað. Birtan bræðir ísinn og færðin verður betri, þó enn megi gera ráð fyrir stöku svikavori. Nú taka ungir sem aldnir aftur fram reiðhjólin, rafmagnshjólin og hlaupahjólin sem margir hafa mögulega lagt yfir háveturinn. Æ fleiri harðjaxlar hjóla þó í öllum veðrum. En að ýmsu er að huga þegar reiðskjótarnir eru dregnir aftur fram í dagsljósið. Viðhald og yfirferð Mikilvægt er að fara vel yfir reiðhjólið áður en haldið er af stað í hjólatúr. Skoða þarf gíra, bremsur, keðjur, dekk, pedala, drifbúnað, hnakk og fleira. Ef hjólið gefur frá sér undarleg hljóð þegar hjólað er (eins og ískur, brak eða högghljóð) þá getur það verið vísbending um að eitthvað þurfi að laga, smyrja eða hreinsa. Ef þið eruð ekki viss um hvort búnaðurinn sé í lagi er best að fara með hjólið á næsta hjólaverkstæði og láta fara yfir gripinn. Nauðsynlegt er að skoða reglulega hvort hjól barna passi þeim enn þá því hjól af rangri stærð getur valdið þeim óþægindum og álagi á liði. Þau ráða líka betur við hjól af passlegri stærð sem á svo sem líka við um fullorðna. Á vef Samgöngustofu má finna lista yfir skyldubúnað reiðhjóla í umferð. Pössum upp á toppstykkið Nauðsynlegt er að ganga úr skugga um að hjólahjálmurinn sé í lagi, skoða yfirborð og festingar og athuga hvort það sé nokkuð sprunga í yfirborðinu. Framleiðendum reiðhjólahjálma ber að tilgreina endingu hjálms í notendaleiðbeiningum og framleiðsludagur kemur fram á límmiða innan í hjálminum. Ekki er gott að vera með gamlan hjálm þar sem það dregur úr öryggi og gagnsemi hjálmsins. Oft er miðað við fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi. Börnum yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar. Hjálmurinn þarf að vera í réttri stærð og rétt stilltur. Mælt er með að fullorðnir noti einnig hjálm þar sem hann er mikilvægur öryggisbúnaður og höfuðáverkar eru alvarlegustu áverkarnir. Hjólandi vegfarendur þurfa einnig að gæta þess að vera vel sýnilegir og hjólið þarf að vera sýnilegt bæði að framan og aftan. Undan vetri Við þekkjum það vel að vorið á Íslandi lætur stundum bíða eftir sér og veðrið hér er umhleypingasamt. Samkvæmt Veðurstofu Íslands nær vorið á Íslandi frá apríl til maí en mars er oft einn af köldustu mánuðum ársins. Við þurfum því að fara varlega þar sem hálka getur enn leynst á köflum og þegar snjóa leysir er oft mikill sandur og möl á gangstéttum og göngustígum eftir veturinn. Hvernig má koma í veg fyrir þjófnað? Reiðhjólum er stolið allt árið um kring en þjófnuðum fjölgar á vorin og fram á haust. Mikilvægt er að læsa ávallt hjólinu við fastan hlut og helst að geyma það inni yfir nóttina. Best er að kaupa U laga lás eða keðjulás sem erfiðara er að ná í sundur og hér skiptir máli að velja góðan og gerðarlegan lás. Einnig er hægt að fá lása með dekkjalási sem læsir bæði reiðhjólagrindinni og dekkinu við standinn. Ef einungis dekkinu er læst við reiðhjólastand er auðvelt að losa dekkið og ná þannig hjólinu burt. Því skiptir miklu máli að læsa bæði reiðhjólagrind og dekki við standinn. Hægt er að skrá hjólin sín hjá Reiðhjólaskrá og merkja þau. Skráningin kostar ekkert en greitt er fyrir merkimiða. Með skráningu hjólsins má auðvelda leit og skil á stolnum hjólum. Reiðhjól eru ökutæki Reiðhjól hafa sama rétt til að vera á götunum og bílar og eru lögum samkvæmt skilgreind sem ökutæki. Í grundvallaratriðum gilda því sömu lög og reglur um akstur reiðhjóla og bíla. Þegar ekið er fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil vera að lágmarki 1,5 metri samkvæmt umferðarlögum. Þótt nota megi reiðhjól á gangstéttum og göngustígum njóta þau ekki sömu réttinda þar. Þar á hjólreiðamaður að víkja fyrir gangandi vegfarendum og sýna þeim fulla tillitssemi. Á vef Samgöngustofu segir þó að allir vegfarendur á stígum og gangstéttum ættu að miða við að í gildi sé hægri umferð og að taka eigi fram úr vinstra megin. Þar sem merkingar aðgreina hluta stígsins fyrir gangandi annars vegar og hjólandi hins vegar er farsælast að virða þær merkingar. Gott er að muna eftir bjöllunni og láta gangandi vita af sér þegar hjólað er framhjá. Tillitssemi í umferðinni Umferðin er fjölbreyttari en áður þar sem nú eru auk gangandi og akandi margir hjólandi eða á rafskútum og rafhjólum ýmiss konar. Fólk á öllum aldri notar þessi farartæki. Það tekur tíma að skapa örugga innviði fyrir fjölbreytta umferð og nauðsynlegt er að allir fari varlega og sýni tillitssemi. Umferðin er samstarfsverkefni og gengur ekki upp nema allir leggi sitt af mörkum. Óvarðir vegfarendur mega sín lítils í árekstri við þung farartæki. Því er gríðarlega mikilvægt að virða hámarkshraða, hafa hugann við aksturinn og fara varlega í umferðinni. Við eigum öll að geta ferðast um í sátt og samlyndi. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Hjólreiðar Slysavarnir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Daginn er tekinn að lengja og fleiri birtustundir færa okkur yl í hjartað. Birtan bræðir ísinn og færðin verður betri, þó enn megi gera ráð fyrir stöku svikavori. Nú taka ungir sem aldnir aftur fram reiðhjólin, rafmagnshjólin og hlaupahjólin sem margir hafa mögulega lagt yfir háveturinn. Æ fleiri harðjaxlar hjóla þó í öllum veðrum. En að ýmsu er að huga þegar reiðskjótarnir eru dregnir aftur fram í dagsljósið. Viðhald og yfirferð Mikilvægt er að fara vel yfir reiðhjólið áður en haldið er af stað í hjólatúr. Skoða þarf gíra, bremsur, keðjur, dekk, pedala, drifbúnað, hnakk og fleira. Ef hjólið gefur frá sér undarleg hljóð þegar hjólað er (eins og ískur, brak eða högghljóð) þá getur það verið vísbending um að eitthvað þurfi að laga, smyrja eða hreinsa. Ef þið eruð ekki viss um hvort búnaðurinn sé í lagi er best að fara með hjólið á næsta hjólaverkstæði og láta fara yfir gripinn. Nauðsynlegt er að skoða reglulega hvort hjól barna passi þeim enn þá því hjól af rangri stærð getur valdið þeim óþægindum og álagi á liði. Þau ráða líka betur við hjól af passlegri stærð sem á svo sem líka við um fullorðna. Á vef Samgöngustofu má finna lista yfir skyldubúnað reiðhjóla í umferð. Pössum upp á toppstykkið Nauðsynlegt er að ganga úr skugga um að hjólahjálmurinn sé í lagi, skoða yfirborð og festingar og athuga hvort það sé nokkuð sprunga í yfirborðinu. Framleiðendum reiðhjólahjálma ber að tilgreina endingu hjálms í notendaleiðbeiningum og framleiðsludagur kemur fram á límmiða innan í hjálminum. Ekki er gott að vera með gamlan hjálm þar sem það dregur úr öryggi og gagnsemi hjálmsins. Oft er miðað við fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi. Börnum yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar. Hjálmurinn þarf að vera í réttri stærð og rétt stilltur. Mælt er með að fullorðnir noti einnig hjálm þar sem hann er mikilvægur öryggisbúnaður og höfuðáverkar eru alvarlegustu áverkarnir. Hjólandi vegfarendur þurfa einnig að gæta þess að vera vel sýnilegir og hjólið þarf að vera sýnilegt bæði að framan og aftan. Undan vetri Við þekkjum það vel að vorið á Íslandi lætur stundum bíða eftir sér og veðrið hér er umhleypingasamt. Samkvæmt Veðurstofu Íslands nær vorið á Íslandi frá apríl til maí en mars er oft einn af köldustu mánuðum ársins. Við þurfum því að fara varlega þar sem hálka getur enn leynst á köflum og þegar snjóa leysir er oft mikill sandur og möl á gangstéttum og göngustígum eftir veturinn. Hvernig má koma í veg fyrir þjófnað? Reiðhjólum er stolið allt árið um kring en þjófnuðum fjölgar á vorin og fram á haust. Mikilvægt er að læsa ávallt hjólinu við fastan hlut og helst að geyma það inni yfir nóttina. Best er að kaupa U laga lás eða keðjulás sem erfiðara er að ná í sundur og hér skiptir máli að velja góðan og gerðarlegan lás. Einnig er hægt að fá lása með dekkjalási sem læsir bæði reiðhjólagrindinni og dekkinu við standinn. Ef einungis dekkinu er læst við reiðhjólastand er auðvelt að losa dekkið og ná þannig hjólinu burt. Því skiptir miklu máli að læsa bæði reiðhjólagrind og dekki við standinn. Hægt er að skrá hjólin sín hjá Reiðhjólaskrá og merkja þau. Skráningin kostar ekkert en greitt er fyrir merkimiða. Með skráningu hjólsins má auðvelda leit og skil á stolnum hjólum. Reiðhjól eru ökutæki Reiðhjól hafa sama rétt til að vera á götunum og bílar og eru lögum samkvæmt skilgreind sem ökutæki. Í grundvallaratriðum gilda því sömu lög og reglur um akstur reiðhjóla og bíla. Þegar ekið er fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil vera að lágmarki 1,5 metri samkvæmt umferðarlögum. Þótt nota megi reiðhjól á gangstéttum og göngustígum njóta þau ekki sömu réttinda þar. Þar á hjólreiðamaður að víkja fyrir gangandi vegfarendum og sýna þeim fulla tillitssemi. Á vef Samgöngustofu segir þó að allir vegfarendur á stígum og gangstéttum ættu að miða við að í gildi sé hægri umferð og að taka eigi fram úr vinstra megin. Þar sem merkingar aðgreina hluta stígsins fyrir gangandi annars vegar og hjólandi hins vegar er farsælast að virða þær merkingar. Gott er að muna eftir bjöllunni og láta gangandi vita af sér þegar hjólað er framhjá. Tillitssemi í umferðinni Umferðin er fjölbreyttari en áður þar sem nú eru auk gangandi og akandi margir hjólandi eða á rafskútum og rafhjólum ýmiss konar. Fólk á öllum aldri notar þessi farartæki. Það tekur tíma að skapa örugga innviði fyrir fjölbreytta umferð og nauðsynlegt er að allir fari varlega og sýni tillitssemi. Umferðin er samstarfsverkefni og gengur ekki upp nema allir leggi sitt af mörkum. Óvarðir vegfarendur mega sín lítils í árekstri við þung farartæki. Því er gríðarlega mikilvægt að virða hámarkshraða, hafa hugann við aksturinn og fara varlega í umferðinni. Við eigum öll að geta ferðast um í sátt og samlyndi. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun