Lifa við stöðugar árásir, hótanir og áreiti: „Það er ekkert gert“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. mars 2023 07:00 Guðný Maja og Jóhann Ari segjast upplifa mikið óöryggi sem barnsfaðir Guðnýjar hefur áreitt þau stöðugt og heldur áfram, þrátt fyrir nálgunarbann og ítrekaðar tilkynningar til lögreglu. Mynd/Aðsend Kona sem hefur mátt þola stöðugar árásir, ógnir, skemmdarverk, hótanir og áreiti af hálfu fyrrum maka segir kerfið hafa brugðist sér. Þrátt fyrir nálgunarbann og fjölda kæra hefur ekkert verið gert. Hún og kærasti hennar óttast hvað maðurinn tekur upp á næst og telja að lögregla sé að bíða eftir því að einhver verði drepinn. Aðgerðarleysið sé algjört. Guðný Maja Riba hafði verið með barnsföður sínum í fimmtán ár þegar hún ákvað að skilja við hann fyrir tæplega tveimur árum. Samband þeirra hafði verið stormasamt þar sem Guðný lýsir bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi og mikilli óreglu og óstöðugleika á heimilinu. Árið 2011 varð hún ólétt af syni sínum og hélt ofbeldið áfram. Árið 2018 varð henni endanlega ljóst að hún yrði að fara. Sauð upp úr fyrir rúmu ári Tækifærið kom í apríl 2021 og flutti hún með son sinn á hótel þar sem vinkonur hennar aðstoðuðu hana. Í janúar 2022, meðan hún dvaldi enn á hótelinu, sauð upp úr en þá hafði hún byrjað í nýju sambandi. Mynd/Aðsend „15. janúar þá byrjar þetta þannig að hann byrjar að hóta kærastanum mínum, Jóhanni Ara, og hótar mér, hótar að drepa mig. Hann kemur á hótelið og er handtekinn þar eftir að hafa reynt að sparka sér leið inn á hótelið. Þetta er strax byrjað rosalega gróft,“ segir Guðný en barnsföður hennar var sleppt skömmu síðar. „Ég fær bara hringingu um að hann væri laus núna og mér var boðið ekki að vera þarna lengur en að fara niður í Kvennaathvarf, en það er rosalega stórt skref að fara þangað,“ segir hún en þar hafi hún ekki viljað fara, þó það sé vissulega úrræði sem hjálpi mörgum. Bílar skemmdir og áreitið hélt áfram Eftir þetta hélt áreitið áfram þar sem hann sendi bæði henni og Jóhanni ýmis skilaboð og hótanir. Mynd/Aðsend Þann þrettánda júní var bíll í eigu Jóhanns skemmdur. Lögregla gerði lítið í því máli og reyndi Guðný þá að ræða við barnsföður sinn, sem þau gruna að hafi verið að verki. Það endaði með því að hann réðst á hana og er hún enn að glíma við líkamlegar afleiðingar frá þeirri árás. Hann var ekki handtekinn þá, þrátt fyrir ákall Guðnýjar, og hafði sólarhring til að skila sér í skýrslutöku. Fyrsti bíllinn í eigu Jóhanns Ara var skemmdur í júní 2022.Mynd/Aðsend Nokkrum mánuðum síðar, þann tólfta nóvember, hafi Jóhann verið að koma úr barnaafmæli og ákveðið að taka bensín á Vesturlandsvegi. Þar var maðurinn að keyra en hann stökk út og hljóp í áttina að Jóhanni, sem rétt náði að koma sér inn í bíl. Þá hafi hann barið í bílinn og hrist auk þess sem hann hótaði þeim báðum lífláti. Mynd/Aðsend „Þar er lögregla kölluð út og við sækjum bæði í framhaldi af því um nálgunarbann. Mitt fer loksins í gegn eftir stöðugt áreiti í ár og jafnvel meira,“ segir Guðný en þar með var barnsföður hennar bannað að nálgast hana eða hafa samband við hana með öðrum hætti, svo sem í gegnum samfélagsmiðla. „Ég hugsaði að hann fengi loksins að finna eitthvað fyrir því ef hann héldi áfram að áreita okkur. Við erum alltaf saman og bjuggum saman á þessum tíma, þannig við héldum að við myndum einhvern frið.“ Nálgunarbannið virt að vettugi Það var þó ekki raunin en að sögn Guðnýjar hefur barnsfaðir hennar brotið á nálgunarbanninu að lágmarki fimm sinnum. Síðast hafi hann sent skilaboð þar sem hann sagðist bíða spenntur eftir að hún kæmi með byssu til að skjóta sig. Mynd/Aðsend Þar að auki hafi hann sent þeim hundruð skilaboða og tölvupósta þar sem hann ógnar og áreitir þau. Þá birtir hann myndir af þeim og ósanna hluti um þau á samfélagsmiðlum og sendir jafnvel skilaboð í hennar nafni frá gömlum samfélagsmiðlareikningum. Um síðustu helgi vöknuðu þau síðan upp við að það væri búið að skera á dekkinn á nýja bíl Jóhanns aðfaranótt laugardags og var það þriðji bíllinn í eigu hans sem hefur verið skemmdur. Mynd/Aðsend Síðastliðinn þriðjudagsmorgun var síðan búið að kveikja í bíl Guðnýjar. Ekki hefur verið sannað að barnsfaðir Guðnýjar hafi verið að verki en þau segja engan annan koma til greina. Jóhann segir það ekki gerast að handahófi að svona margir bílar í eigu þeirra séu skemmdir. „Viðbrögð lögreglunnar eru bara að fólk þurfi að fá að njóta vafans en hversu mikið áttu að fá að njóta vafans þegar ein fjölskylda er að lenda í síendurteknum, sönnuðum hótunum. Við erum búin að kæra tugi hótana þar sem það fer ekki á milli mála hver það er,“ segir Jóhann. Þá bætir hann við að lögregla hafi oft verið treg til að koma þegar þau tilkynna eitthvað. Kveikt var í bíl Guðnýjar aðfaranótt þriðjudags. Mynd/Aðsend „Ég hef þurft að rífast við þau og krefjast þess að þau mæti á svæðið til að taka skýrslu. Ég hef oft þurft að fara í hart við þau og neyða þau til að koma,“ segir Jóhann en hann segir lögregluna á Íslandi í raun aðeins umferðarlögreglu, þar sem þau geri lítið sem ekkert í ofbeldismálum. Hafa kært en enga niðurstöðu fengið Þau hafa ítrekað lagt fram kæru vegna alls þess sem hefur átt sér stað en engin formleg ákæra hefur verið gefin út. Mynd/Aðsend „Nú er raunverulega bara stór kæra í kerfinu og þau eru að tala um að þau séu að safna þessu saman áður en þetta er sent af stað, en hvað á að safna miklu? Hvenær er komið nóg?“ spyr Guðný. „Þú þyrftir helst að vera með exi í höfðinu, labba inn í dómsal og spyrja; verður einhver kærður fyrir þetta?“ Aftur á móti bendir Guðný á að barnsfaðir hennar hafi reynt að nota sjálft kerfið gegn henni, meðal annars með því að tilkynna hana til Barnaverndar. „Það birtust sjö naflausar tilkynningar sama daginn að ég væri ekki að sinna barninu og setja það í óöruggar aðstæður,“ segir Guðný og bætir við að það sé ekki einsdæmi. Hún hefur fengið nokkrar heimsóknir frá Barnavernd vegna þessa. Þó tilkynningarnar til Barnaverndar hafi verið nafnlausar þá hefur barnsfaðir Guðnýjar ítrekað sakað hana um að vera slæm móðir. Mynd/Aðsend „Þær sjá að það er ekki neitt að. Ég er bara með venjulegt heimili og er bara venjuleg kona, kannski með afskaplega mikið trauma en ekki neitt sem viðkemur því að ég geti ekki alið upp barnið mitt,“ segir hún. Þau eru með sameiginlegt forræði yfir syni þeirra en í ljósi áreitis og ofbeldis er barnsfaðir hennar aðeins með lágmarksumgengni núna, einn dag í viku og aðra hvora helgi. Hann reyndi að höfða mál gegn henni hjá sýslumanni vegna þessa sem hann síðar dró til baka og Guðný segist hafa fengið afsökunarbeiðni frá starfsmanni fyrir að þurfa að sitja undir aðdróttunum. Í vikunni hafi hún síðan hringt tvisvar í lögregluna sama dag til að láta þau vita að mögulega yrði einhver titringur þar sem sonur þeirra væri ekki að fara til föður síns á venjulegum tíma. Skilaboð sem barnsfaðir Guðnýjar sendi á hana skömmu eftir að nálgunarbannið fór í gegn. Hann heldur því fram að þau hafi áreitt hann, sem Guðný segir fjarri sannleikanum. Mynd/Aðsend „Ég lét bóka þetta því ef ég læt ekki bóka þessa hluti þá er þetta ekki til og ég get ekki vísað í þetta eftir á,“ segir Guðný en hún vísar til þess að hún þurfi sjálf að halda utan um öll atvik og tilkynna svo eitthvað sé gert. Gríðarleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu Hvað son hennar varðar segir hún allt þetta hafa mikil áhrif á hann. „Hann er orðinn rosalega meðvitaður um að það er eitthvað í gangi en er á leiðinni til sálfræðings og er rosalega opinn og talar mikið við mig um þessa hluti, hann hefur bara alist upp við þetta. En það er vel hugsað um hann í skólanum, hann á vini og allt þetta, en ekkert barn á að þurfa að lifa svona lífi,“ segir Guðný. Hún hafi íhugað að sækja um fullt forræði en taki þetta eitt skref í einu. Meðan sonur hennar hafi þó viljað fara til föður síns hafi hún þó ekki viljað banna honum það. „Hann er rosalega meðvirkur með pabba sínum og hræddur um að honum líði illa ef hann fer ekki nógu mikið til hans, sem ég er svolítið að reyna að brjóta á því hann er vanur að vera alltaf með mér,“ segir hún. Eitt af fjölmörgum smáskilaboðum sem að Guðný hefur fengið. Mynd/Aðsend Áhrifin hafa ekki síður verið mikil á Guðnýju og Jóhann, sem og aðra sem tengjast þeim. „Það er búið að kveikja í bíl, það er búið að skemma bíla, það er búið að skera á dekkin, það er sífellt áreiti í gegnum tölvupósta og smáskilaboð, hann er mættur fyrir utan heimili Jóhanns Ara til að ógna og hræða. Þetta hefur með sanni tekið toll á geðheilsu fjölskyldunnar sem bæði hræðast manninn og líf þeirra sem eiga í hlut,“ segir Guðný. Sjálf þurfti Guðný að taka sér veikindaleyfi í vinnunni í nokkra mánuði vegna álags og hefur það reynst Jóhanni erfitt að reka sitt fyrirtæki vegna ofsókna. Bæði glími þau við kvíða, hún sé byrjuð að falla í yfirlið upp úr þurru og hefur verið meðal annars send í hjartarannsókn vegna gríðarlegs álags af völdum alvarlegs heimilisofbeldis. Þá hafi þetta gríðarleg áhrif á alla í kringum hana og samskipti þeirra á milli. „Ég er búin að missa allt mitt út af kvíða,“ segir hún og er staðan svipuð hjá Jóhanni. Hann hefur ítrekað gert lítið úr bæði Guðnýju og Jóhanni Ara í skilaboðum. Mynd/Aðsend „Mér dauðbregður við það að einhver labbi fram hjá ljósi á vinnusvæði sem ég er á og ég þarf að sofa með vopn hliðina á mér heima hjá mér með þjófavarnarkerfi stillt þannig ef það opnast hurð eða eitthvað þá það fari kerfið strax í gang svo ég vakni,“ segir hann en einnig borgar hann sérstaklega fyrir öryggisverði til að koma reglulega yfir nóttina. Þau upplifa sig engan veginn örugg og lýsa yfir furðu að ekkert hafi verið gert. Benda þau á að brot á nálgunarbanni eitt og sér geti varðað sektir eða fangelsisvist ef þau eru ítrekuð. Þá séu ný lög um eltihrella sem engin virðist þora að dæma fyrir. Þá bætist líkamsárásir og eignarspjöll við. „Það þarf að stoppa svona fólk af. Það er ekki hægt að leyfa þeim að halda áfram endalaust, til þess erum við með lögreglu og dómskerfi,“ segir Jóhann og spyr hvers vegna verið er að setja lög um nálgunarbann og eltihrella ef ekkert er gert í því. „Ef þú brýtur umferðarlög þá er þér refsað strax en ef þú ert eltihrellir eða ofbeldismaður, þá virðist þú fá að ganga talsvert lengra.“ Bíða eftir að einhver verði drepinn Það væri einhver huggun að fá dóm í málinu og að maðurinn yrði dæmdur í fangelsi en þau sjá þó ekki fyrir sér að málið endi. „Til þess að það verði eitthvað gert í þessu máli þá er bara eitt sem að ég held að lögreglan sé að bíða eftir, það er bara að eitthvað alvarlegt gerist eða einhver sé drepinn,“ segir Jóhann. Sonur Guðnýjar hafi til að mynda sagt móður sinni frá því að faðir hans hafi rætt það við vini sína að mæta með byssur fyrir utan heimili Jóhanns til að skjóta hann. „Hann er endalaust að hóta svo er hann núna farinn að hóta með skotvopnum,“ segir Jóhann. Barnsfaðir Guðnýjar hefur ekki viljað kannast við neitt og hafnaði meðal annars nálgunarbanninu sem hún fékk í nóvember 2022. Sjálfur vill hann ekki kannast við neitt áreiti. Mynd/Aðsend Guðný segist jafnvel íhuga það að fara til útlanda til að sleppa frá áreitinu í nokkra mánuði, þó hún sé ekki búin að ákveða neitt. Hún sér ekki fyrir sér að málið leysist og tekur undir með Jóhanni að það muni eitthvað alvarlegt gerast að óbreyttu. „Við sjáum alla vega ekki fyrir okkur einhverja mjög þægilega sáttameðferð, ég er sjálf sáttamiðlari og ég sé ekki fyrir mér að við þrjú myndum setjast niður og semja um eitthvað,“ segir Guðný. „Það er orðið of seint, hann er búinn að brenna allar brýr að baki. Það er langt síðan hann hefði getað komið eða hringt í Jóa og sætt sig við það að við værum saman, stutt það og vonað að við gætum átt í góði samráði við barnið. Þetta er búið að fara á allt annan veg,“ segir hún enn fremur. Í hið minnsta þurfi opinbera kerfið og lögregla að gera betur, taka betur utan um þolendur, hlusta og stíga inn í. „Aðgerðarleysi lögreglunnar er algjört og við erum sjálf búin að senda inn athugasemdir til ríkislögreglustjóra vegna þessa en það tekur alveg nokkra mánuði. Við erum að reyna að benda á hvað má betur fara en það er ekkert gert,“ segir Guðný. „Þetta er bara hræðileg saga um hvernig tveir einstaklingar festast í eins manns geðveiki.“ Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Guðný Maja Riba hafði verið með barnsföður sínum í fimmtán ár þegar hún ákvað að skilja við hann fyrir tæplega tveimur árum. Samband þeirra hafði verið stormasamt þar sem Guðný lýsir bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi og mikilli óreglu og óstöðugleika á heimilinu. Árið 2011 varð hún ólétt af syni sínum og hélt ofbeldið áfram. Árið 2018 varð henni endanlega ljóst að hún yrði að fara. Sauð upp úr fyrir rúmu ári Tækifærið kom í apríl 2021 og flutti hún með son sinn á hótel þar sem vinkonur hennar aðstoðuðu hana. Í janúar 2022, meðan hún dvaldi enn á hótelinu, sauð upp úr en þá hafði hún byrjað í nýju sambandi. Mynd/Aðsend „15. janúar þá byrjar þetta þannig að hann byrjar að hóta kærastanum mínum, Jóhanni Ara, og hótar mér, hótar að drepa mig. Hann kemur á hótelið og er handtekinn þar eftir að hafa reynt að sparka sér leið inn á hótelið. Þetta er strax byrjað rosalega gróft,“ segir Guðný en barnsföður hennar var sleppt skömmu síðar. „Ég fær bara hringingu um að hann væri laus núna og mér var boðið ekki að vera þarna lengur en að fara niður í Kvennaathvarf, en það er rosalega stórt skref að fara þangað,“ segir hún en þar hafi hún ekki viljað fara, þó það sé vissulega úrræði sem hjálpi mörgum. Bílar skemmdir og áreitið hélt áfram Eftir þetta hélt áreitið áfram þar sem hann sendi bæði henni og Jóhanni ýmis skilaboð og hótanir. Mynd/Aðsend Þann þrettánda júní var bíll í eigu Jóhanns skemmdur. Lögregla gerði lítið í því máli og reyndi Guðný þá að ræða við barnsföður sinn, sem þau gruna að hafi verið að verki. Það endaði með því að hann réðst á hana og er hún enn að glíma við líkamlegar afleiðingar frá þeirri árás. Hann var ekki handtekinn þá, þrátt fyrir ákall Guðnýjar, og hafði sólarhring til að skila sér í skýrslutöku. Fyrsti bíllinn í eigu Jóhanns Ara var skemmdur í júní 2022.Mynd/Aðsend Nokkrum mánuðum síðar, þann tólfta nóvember, hafi Jóhann verið að koma úr barnaafmæli og ákveðið að taka bensín á Vesturlandsvegi. Þar var maðurinn að keyra en hann stökk út og hljóp í áttina að Jóhanni, sem rétt náði að koma sér inn í bíl. Þá hafi hann barið í bílinn og hrist auk þess sem hann hótaði þeim báðum lífláti. Mynd/Aðsend „Þar er lögregla kölluð út og við sækjum bæði í framhaldi af því um nálgunarbann. Mitt fer loksins í gegn eftir stöðugt áreiti í ár og jafnvel meira,“ segir Guðný en þar með var barnsföður hennar bannað að nálgast hana eða hafa samband við hana með öðrum hætti, svo sem í gegnum samfélagsmiðla. „Ég hugsaði að hann fengi loksins að finna eitthvað fyrir því ef hann héldi áfram að áreita okkur. Við erum alltaf saman og bjuggum saman á þessum tíma, þannig við héldum að við myndum einhvern frið.“ Nálgunarbannið virt að vettugi Það var þó ekki raunin en að sögn Guðnýjar hefur barnsfaðir hennar brotið á nálgunarbanninu að lágmarki fimm sinnum. Síðast hafi hann sent skilaboð þar sem hann sagðist bíða spenntur eftir að hún kæmi með byssu til að skjóta sig. Mynd/Aðsend Þar að auki hafi hann sent þeim hundruð skilaboða og tölvupósta þar sem hann ógnar og áreitir þau. Þá birtir hann myndir af þeim og ósanna hluti um þau á samfélagsmiðlum og sendir jafnvel skilaboð í hennar nafni frá gömlum samfélagsmiðlareikningum. Um síðustu helgi vöknuðu þau síðan upp við að það væri búið að skera á dekkinn á nýja bíl Jóhanns aðfaranótt laugardags og var það þriðji bíllinn í eigu hans sem hefur verið skemmdur. Mynd/Aðsend Síðastliðinn þriðjudagsmorgun var síðan búið að kveikja í bíl Guðnýjar. Ekki hefur verið sannað að barnsfaðir Guðnýjar hafi verið að verki en þau segja engan annan koma til greina. Jóhann segir það ekki gerast að handahófi að svona margir bílar í eigu þeirra séu skemmdir. „Viðbrögð lögreglunnar eru bara að fólk þurfi að fá að njóta vafans en hversu mikið áttu að fá að njóta vafans þegar ein fjölskylda er að lenda í síendurteknum, sönnuðum hótunum. Við erum búin að kæra tugi hótana þar sem það fer ekki á milli mála hver það er,“ segir Jóhann. Þá bætir hann við að lögregla hafi oft verið treg til að koma þegar þau tilkynna eitthvað. Kveikt var í bíl Guðnýjar aðfaranótt þriðjudags. Mynd/Aðsend „Ég hef þurft að rífast við þau og krefjast þess að þau mæti á svæðið til að taka skýrslu. Ég hef oft þurft að fara í hart við þau og neyða þau til að koma,“ segir Jóhann en hann segir lögregluna á Íslandi í raun aðeins umferðarlögreglu, þar sem þau geri lítið sem ekkert í ofbeldismálum. Hafa kært en enga niðurstöðu fengið Þau hafa ítrekað lagt fram kæru vegna alls þess sem hefur átt sér stað en engin formleg ákæra hefur verið gefin út. Mynd/Aðsend „Nú er raunverulega bara stór kæra í kerfinu og þau eru að tala um að þau séu að safna þessu saman áður en þetta er sent af stað, en hvað á að safna miklu? Hvenær er komið nóg?“ spyr Guðný. „Þú þyrftir helst að vera með exi í höfðinu, labba inn í dómsal og spyrja; verður einhver kærður fyrir þetta?“ Aftur á móti bendir Guðný á að barnsfaðir hennar hafi reynt að nota sjálft kerfið gegn henni, meðal annars með því að tilkynna hana til Barnaverndar. „Það birtust sjö naflausar tilkynningar sama daginn að ég væri ekki að sinna barninu og setja það í óöruggar aðstæður,“ segir Guðný og bætir við að það sé ekki einsdæmi. Hún hefur fengið nokkrar heimsóknir frá Barnavernd vegna þessa. Þó tilkynningarnar til Barnaverndar hafi verið nafnlausar þá hefur barnsfaðir Guðnýjar ítrekað sakað hana um að vera slæm móðir. Mynd/Aðsend „Þær sjá að það er ekki neitt að. Ég er bara með venjulegt heimili og er bara venjuleg kona, kannski með afskaplega mikið trauma en ekki neitt sem viðkemur því að ég geti ekki alið upp barnið mitt,“ segir hún. Þau eru með sameiginlegt forræði yfir syni þeirra en í ljósi áreitis og ofbeldis er barnsfaðir hennar aðeins með lágmarksumgengni núna, einn dag í viku og aðra hvora helgi. Hann reyndi að höfða mál gegn henni hjá sýslumanni vegna þessa sem hann síðar dró til baka og Guðný segist hafa fengið afsökunarbeiðni frá starfsmanni fyrir að þurfa að sitja undir aðdróttunum. Í vikunni hafi hún síðan hringt tvisvar í lögregluna sama dag til að láta þau vita að mögulega yrði einhver titringur þar sem sonur þeirra væri ekki að fara til föður síns á venjulegum tíma. Skilaboð sem barnsfaðir Guðnýjar sendi á hana skömmu eftir að nálgunarbannið fór í gegn. Hann heldur því fram að þau hafi áreitt hann, sem Guðný segir fjarri sannleikanum. Mynd/Aðsend „Ég lét bóka þetta því ef ég læt ekki bóka þessa hluti þá er þetta ekki til og ég get ekki vísað í þetta eftir á,“ segir Guðný en hún vísar til þess að hún þurfi sjálf að halda utan um öll atvik og tilkynna svo eitthvað sé gert. Gríðarleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu Hvað son hennar varðar segir hún allt þetta hafa mikil áhrif á hann. „Hann er orðinn rosalega meðvitaður um að það er eitthvað í gangi en er á leiðinni til sálfræðings og er rosalega opinn og talar mikið við mig um þessa hluti, hann hefur bara alist upp við þetta. En það er vel hugsað um hann í skólanum, hann á vini og allt þetta, en ekkert barn á að þurfa að lifa svona lífi,“ segir Guðný. Hún hafi íhugað að sækja um fullt forræði en taki þetta eitt skref í einu. Meðan sonur hennar hafi þó viljað fara til föður síns hafi hún þó ekki viljað banna honum það. „Hann er rosalega meðvirkur með pabba sínum og hræddur um að honum líði illa ef hann fer ekki nógu mikið til hans, sem ég er svolítið að reyna að brjóta á því hann er vanur að vera alltaf með mér,“ segir hún. Eitt af fjölmörgum smáskilaboðum sem að Guðný hefur fengið. Mynd/Aðsend Áhrifin hafa ekki síður verið mikil á Guðnýju og Jóhann, sem og aðra sem tengjast þeim. „Það er búið að kveikja í bíl, það er búið að skemma bíla, það er búið að skera á dekkin, það er sífellt áreiti í gegnum tölvupósta og smáskilaboð, hann er mættur fyrir utan heimili Jóhanns Ara til að ógna og hræða. Þetta hefur með sanni tekið toll á geðheilsu fjölskyldunnar sem bæði hræðast manninn og líf þeirra sem eiga í hlut,“ segir Guðný. Sjálf þurfti Guðný að taka sér veikindaleyfi í vinnunni í nokkra mánuði vegna álags og hefur það reynst Jóhanni erfitt að reka sitt fyrirtæki vegna ofsókna. Bæði glími þau við kvíða, hún sé byrjuð að falla í yfirlið upp úr þurru og hefur verið meðal annars send í hjartarannsókn vegna gríðarlegs álags af völdum alvarlegs heimilisofbeldis. Þá hafi þetta gríðarleg áhrif á alla í kringum hana og samskipti þeirra á milli. „Ég er búin að missa allt mitt út af kvíða,“ segir hún og er staðan svipuð hjá Jóhanni. Hann hefur ítrekað gert lítið úr bæði Guðnýju og Jóhanni Ara í skilaboðum. Mynd/Aðsend „Mér dauðbregður við það að einhver labbi fram hjá ljósi á vinnusvæði sem ég er á og ég þarf að sofa með vopn hliðina á mér heima hjá mér með þjófavarnarkerfi stillt þannig ef það opnast hurð eða eitthvað þá það fari kerfið strax í gang svo ég vakni,“ segir hann en einnig borgar hann sérstaklega fyrir öryggisverði til að koma reglulega yfir nóttina. Þau upplifa sig engan veginn örugg og lýsa yfir furðu að ekkert hafi verið gert. Benda þau á að brot á nálgunarbanni eitt og sér geti varðað sektir eða fangelsisvist ef þau eru ítrekuð. Þá séu ný lög um eltihrella sem engin virðist þora að dæma fyrir. Þá bætist líkamsárásir og eignarspjöll við. „Það þarf að stoppa svona fólk af. Það er ekki hægt að leyfa þeim að halda áfram endalaust, til þess erum við með lögreglu og dómskerfi,“ segir Jóhann og spyr hvers vegna verið er að setja lög um nálgunarbann og eltihrella ef ekkert er gert í því. „Ef þú brýtur umferðarlög þá er þér refsað strax en ef þú ert eltihrellir eða ofbeldismaður, þá virðist þú fá að ganga talsvert lengra.“ Bíða eftir að einhver verði drepinn Það væri einhver huggun að fá dóm í málinu og að maðurinn yrði dæmdur í fangelsi en þau sjá þó ekki fyrir sér að málið endi. „Til þess að það verði eitthvað gert í þessu máli þá er bara eitt sem að ég held að lögreglan sé að bíða eftir, það er bara að eitthvað alvarlegt gerist eða einhver sé drepinn,“ segir Jóhann. Sonur Guðnýjar hafi til að mynda sagt móður sinni frá því að faðir hans hafi rætt það við vini sína að mæta með byssur fyrir utan heimili Jóhanns til að skjóta hann. „Hann er endalaust að hóta svo er hann núna farinn að hóta með skotvopnum,“ segir Jóhann. Barnsfaðir Guðnýjar hefur ekki viljað kannast við neitt og hafnaði meðal annars nálgunarbanninu sem hún fékk í nóvember 2022. Sjálfur vill hann ekki kannast við neitt áreiti. Mynd/Aðsend Guðný segist jafnvel íhuga það að fara til útlanda til að sleppa frá áreitinu í nokkra mánuði, þó hún sé ekki búin að ákveða neitt. Hún sér ekki fyrir sér að málið leysist og tekur undir með Jóhanni að það muni eitthvað alvarlegt gerast að óbreyttu. „Við sjáum alla vega ekki fyrir okkur einhverja mjög þægilega sáttameðferð, ég er sjálf sáttamiðlari og ég sé ekki fyrir mér að við þrjú myndum setjast niður og semja um eitthvað,“ segir Guðný. „Það er orðið of seint, hann er búinn að brenna allar brýr að baki. Það er langt síðan hann hefði getað komið eða hringt í Jóa og sætt sig við það að við værum saman, stutt það og vonað að við gætum átt í góði samráði við barnið. Þetta er búið að fara á allt annan veg,“ segir hún enn fremur. Í hið minnsta þurfi opinbera kerfið og lögregla að gera betur, taka betur utan um þolendur, hlusta og stíga inn í. „Aðgerðarleysi lögreglunnar er algjört og við erum sjálf búin að senda inn athugasemdir til ríkislögreglustjóra vegna þessa en það tekur alveg nokkra mánuði. Við erum að reyna að benda á hvað má betur fara en það er ekkert gert,“ segir Guðný. „Þetta er bara hræðileg saga um hvernig tveir einstaklingar festast í eins manns geðveiki.“
Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira