Innlent

Þrjár stór­felldar líkams­á­rásir í nótt

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Í dagbók lögreglu kemur fram að tilkynnt hafi verið um nokkrar líkamsárásir í nótt, þar af þrjár stórfelldar.
Í dagbók lögreglu kemur fram að tilkynnt hafi verið um nokkrar líkamsárásir í nótt, þar af þrjár stórfelldar. Vísir/Vilhelm

Þrjár stórfelldar líkamsárásir voru á meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Talsvert var um hópasöfnun og slagsmál í miðborginni.

Í dagbók lögreglu kemur fram að tilkynnt hafi verið um nokkrar líkamsárásir í nótt, þar af þrjár stórfelldar. 

Í tilkynningunni segir að þrátt fyrir að kalt hafi verið í veðri hafi viðskiptavinir skemmtistaða í miðborginni ekki látið það á sig fá, en talsvert var um hópasöfnun og slagsmál.

Þá var skoteldur tendraður í námunda við lögreglustöðina um miðnætti og vegfarendur gátu borið augum flugeldasýningu um stundarsakir, en notkun skotelda er ekki leyfð á þessum árstíma.

Lögregla var einnig kölluð út vegna sprengingar við Vatnsendaskóla í Kópavogi, en það reyndust vera börn að fikta með flugelda sem voru farin þegar lögreglu bar að garði. 

Þá var nokkuð um ökumenn sem keyrðu undir áhrifum fíkniefna og/eða fíkniefna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×