Það fæst nánast allt í Bjarnabúð í Bolungarvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2023 10:30 Stefanía Birgisdóttir, sem alltaf er kölluð Steffí er mjög sátt og ánægð með að reka eina elstu verslun landsins í Bolungarvík, Bjarnabúð. Hér er hún með Jóni Páli, bæjarstjóra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarnabúð í Bolungarvík, ein elsta verslun landsins stendur alltaf fyrir sínu, enda mikið verslað í versluninni, en hún líkist einna helst gömlu kaupfélögum þar sem allt milli himins og jarðar fékkst. Vöruúrvalið er ótrúlega mikið í Bjarnabúð þrátt fyrir að plássið sé ekkert rosalega mikið í versluninni. Þar er hægt að fá allt frá mjólk upp í fín föt, bækur og leikföng svo eitthvað sé nefnt. Stefanía Birgisdóttir hefur verið með verslunina í að verða 28 ár. „Já þetta er ein elsta verslun landsins en hér er búin að vera verslun síðan 1920. Þetta er bara gamaldags verslun, sem selur allt, allt frá matvöru til leikfanga, gjafavöru, fatnaðar, þetta er bara svona eins og magasín en bara í litlum stíl,“ segir Stefanía. Og eru Bolvíkingar duglegir að versla hjá þér? „Já, já, ég á alveg mína góðu kúnna, það er svona eins og alls staðar. Mér finnst daglega amstrið við verslunarreksturinn skemmtilegast og að hitta fólkið, mæta í vinnuna og það er oft þannig að þegar maður kemur heim eftir vinnudaginn þá er maður búin að fá félagspakkann í vinnunni,“ segir Stefanía og hlær. Stefanía segist enn hafa gaman af því að mæta í vinnuna á hverjum degi en þegar sú löngun hverfi þá mun hún hætta með verslunina. En það er ein vara, sem hún er mjög stolt af að vera með í Bjarnabúð. „Já, að er Vestfirski hnoðmörinn en þá er mörinn búin að hanga í hjalli í þó nokkurn tíma grænfiðruð og þá eru hún hökkuð og hnoðuð og þá kemur Vestfirskur hnoðmör og hann sel ég.“ Og bæjarstjórinn er stoltur af Stefaníu og versluninni. „Þegar maður er í barnaafmæli og maður kaupir hérna gjöfina þá veit Steffí hverjir eru búnir að kaupa hvað, þannig að hún getur leiðbeint manni með að það sé ekki verið að kaupa sömu gjöfina tvisvar, sem ég held að sé þjónusta, sem hvergi er hægt að fá á Íslandi. Þetta er hluti af því að eiga heima í Bolungarvík að eiga svona búð, það er ómetanlegt,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Það fæst allt milli himins og jarðar í Bjarnabúð, einni elsti verslun landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bolungarvík Verslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vöruúrvalið er ótrúlega mikið í Bjarnabúð þrátt fyrir að plássið sé ekkert rosalega mikið í versluninni. Þar er hægt að fá allt frá mjólk upp í fín föt, bækur og leikföng svo eitthvað sé nefnt. Stefanía Birgisdóttir hefur verið með verslunina í að verða 28 ár. „Já þetta er ein elsta verslun landsins en hér er búin að vera verslun síðan 1920. Þetta er bara gamaldags verslun, sem selur allt, allt frá matvöru til leikfanga, gjafavöru, fatnaðar, þetta er bara svona eins og magasín en bara í litlum stíl,“ segir Stefanía. Og eru Bolvíkingar duglegir að versla hjá þér? „Já, já, ég á alveg mína góðu kúnna, það er svona eins og alls staðar. Mér finnst daglega amstrið við verslunarreksturinn skemmtilegast og að hitta fólkið, mæta í vinnuna og það er oft þannig að þegar maður kemur heim eftir vinnudaginn þá er maður búin að fá félagspakkann í vinnunni,“ segir Stefanía og hlær. Stefanía segist enn hafa gaman af því að mæta í vinnuna á hverjum degi en þegar sú löngun hverfi þá mun hún hætta með verslunina. En það er ein vara, sem hún er mjög stolt af að vera með í Bjarnabúð. „Já, að er Vestfirski hnoðmörinn en þá er mörinn búin að hanga í hjalli í þó nokkurn tíma grænfiðruð og þá eru hún hökkuð og hnoðuð og þá kemur Vestfirskur hnoðmör og hann sel ég.“ Og bæjarstjórinn er stoltur af Stefaníu og versluninni. „Þegar maður er í barnaafmæli og maður kaupir hérna gjöfina þá veit Steffí hverjir eru búnir að kaupa hvað, þannig að hún getur leiðbeint manni með að það sé ekki verið að kaupa sömu gjöfina tvisvar, sem ég held að sé þjónusta, sem hvergi er hægt að fá á Íslandi. Þetta er hluti af því að eiga heima í Bolungarvík að eiga svona búð, það er ómetanlegt,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Það fæst allt milli himins og jarðar í Bjarnabúð, einni elsti verslun landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bolungarvík Verslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira