Segir tímalengd samningsins hafa setið í sjómönnum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. mars 2023 11:53 Bergur Þorkelsson segir nokkur atriði hafa verið erfið sjómönnum, til að mynda veiking á slysa- og veikingarétti. Vísir/Vilhelm Formaður sjómannafélags Íslands segir það alls ekki hafa komið á óvart að kjarasamningur sjómanna við Samband félaga í sjávarútvegi hafi verið felldir með afgerandi hætti. Tveir af hverjum þremur sjómönnum greiddu atkvæði gegn samningnum Skrifað var undir samning sjómanna og SFS í húsakynnum ríkissáttasemjara þann 9. febrúar síðastliðin og vakti samningurinn strax sérstaka athygli fyrir þær sakir að hann var gerður til tíu ára en það telst harla óvenjulegt. Sjómenn hafa verið samningslausir í þrjú ár en þar til nýr kjarasamningur verður samþykktur er sá eldri í gildi. Bergur Þorkelsson, formaður sjómannafélags Íslands segir það hafa verið fyrirséð að samningurinn yrði felldur. „Það voru þarna þónokkur atriði. Það var tímalengd samningsins, veiking slysa og veikindaréttar. Það má nefna breytingar á texta í grein um ný skip og breytt skip. Svo var lækkuð skiptaprósenta til þess að fá mótframlag í lífeyrissjóð upp á 3,5% þá myndi skiptaprósenta lækka á móti.“ Tímalengdin hafi þó verið helsta áhyggjuefni sjómanna. „Það kom strax. Eins og margir sögðu við mig þá kveikti það á varúðarperum hjá mörgum þegar þeir sáu tímalengdina. Þá stoppuðu menn strax við og fóru að hugsa að þetta væri ekki í lagi. Vegna þess að ef það gerist eitthvað á þessum tíma þá geturðu ekki gripið inní. Það eitt og sér felldi samninginn.“ Þá hafi veiking slys- og veikindaréttar verið of stór biti til þess að kyngja. „Veiking á slysa- og veikindarétti sjómanna í flestum tilvikum. Nema í þeim tilvikum þegar menn eru í launakerfi sín á milli, það er að segja ef þeir lána hvor öðrum pening og fá alltaf laun. En í öllum öðrum tilvikum þá veikja menn slysa- og veikindaréttinn sinn. Þeir sem eru með tímabundna ráðningu eða eru ráðnir í einn túr eiga engan rétt gagnvart útgerð í mörgum tilvikum.“ Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Skrifað var undir samning sjómanna og SFS í húsakynnum ríkissáttasemjara þann 9. febrúar síðastliðin og vakti samningurinn strax sérstaka athygli fyrir þær sakir að hann var gerður til tíu ára en það telst harla óvenjulegt. Sjómenn hafa verið samningslausir í þrjú ár en þar til nýr kjarasamningur verður samþykktur er sá eldri í gildi. Bergur Þorkelsson, formaður sjómannafélags Íslands segir það hafa verið fyrirséð að samningurinn yrði felldur. „Það voru þarna þónokkur atriði. Það var tímalengd samningsins, veiking slysa og veikindaréttar. Það má nefna breytingar á texta í grein um ný skip og breytt skip. Svo var lækkuð skiptaprósenta til þess að fá mótframlag í lífeyrissjóð upp á 3,5% þá myndi skiptaprósenta lækka á móti.“ Tímalengdin hafi þó verið helsta áhyggjuefni sjómanna. „Það kom strax. Eins og margir sögðu við mig þá kveikti það á varúðarperum hjá mörgum þegar þeir sáu tímalengdina. Þá stoppuðu menn strax við og fóru að hugsa að þetta væri ekki í lagi. Vegna þess að ef það gerist eitthvað á þessum tíma þá geturðu ekki gripið inní. Það eitt og sér felldi samninginn.“ Þá hafi veiking slys- og veikindaréttar verið of stór biti til þess að kyngja. „Veiking á slysa- og veikindarétti sjómanna í flestum tilvikum. Nema í þeim tilvikum þegar menn eru í launakerfi sín á milli, það er að segja ef þeir lána hvor öðrum pening og fá alltaf laun. En í öllum öðrum tilvikum þá veikja menn slysa- og veikindaréttinn sinn. Þeir sem eru með tímabundna ráðningu eða eru ráðnir í einn túr eiga engan rétt gagnvart útgerð í mörgum tilvikum.“
Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira