Framkvæmdastjóri BBC biður áhorfendur afsökunar eftir erfiðan dag Smári Jökull Jónsson skrifar 11. mars 2023 22:30 Gary Lineker hefur verið í eldlínunni undanfarna daga. Vísir/Getty Framkvæmdastjóri BBC hefur beðið áhorfendur á Bretlandseyjum afsökunar eftir að mikil truflun varð á dagskrárliðum tengdum knattspyrnu í dag vegna ákvörðun stöðvarinnar að taka sjónvarspmanninn Gary Lineker af skjánum fyrir helgina. Eins og fram hefur komið í fréttum var Gary Lineker, sem hefur verið andlit BBC í umfjöllun stöðvarinnar um ensku úrvalsdeildina, kippt af skjánum fyrir helgina eftir að hann gagnrýndi ríkisstjórn Breta í málefnum flóttamanna. Gagnrýni Lineker stríðir gegn reglum BBC og var hann því settur í tímabundið leyfi. Ákvörðun BBC vakti mikla reiði og margir af samstarfsmönnum Lineker neituðu að taka þátt í útsendingum helgarinnar. Þátturinn Match of the day, sem Lineker stýrir, er á dagskrá á laugardagskvöldum en þar er farið yfir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Vegna fjarveru ýmissa sérfræðinga auk Linekers var þáttur kvöldsins styttur niður í tuttugu mínútur þar sem atvik úr leikjum dagsins verða sýnd án umfjöllunar. Aðrir þættir þar sem fjallað er um leiki á Englandi voru hins vegar einnig styttir eða hreinlega teknir af dagskrá. Stjórnandi Football Focus, Alex Scott, ákvað einum og hálfum tíma fyrir útsendingu að hún vildi ekki taka þátt og sagði að „henni liði ekki vel með að halda þættinum á dagskrá“ í ljósi alls sem gerst hefði. Match of the Day will run for 20 minutes tonight. pic.twitter.com/YIuoCFVbvP— BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2023 Þá var þætti á Radio 5 útvarpsstöðinni einnig tekinn af dagskrá þar sem starfsfólk vantaði. Framkvæmdastjóri BBC hefur nú beðið áhorfendur afsökunar á atburðum dagsins og viðurkenndi að dagurinn hefði verið erfiður. Hann sagði að hann ætlaði ekki að segja af sér og bætti við að hann væri tilbúinn að endurskoða reglur stöðvarinnar fyrir starfsmenn í verktakavinnu líkt og Lineker. „Góður árangur fyri mig væri að fá Gary Lineker aftur á skjáinn,“ sagði Tim Davie framkvæmdastjóri BBC. The Premier League has informed the 12 teams playing on Saturday that players and managers will not be asked to do interviews for Match of the Day.— BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2023 Enski boltinn Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum var Gary Lineker, sem hefur verið andlit BBC í umfjöllun stöðvarinnar um ensku úrvalsdeildina, kippt af skjánum fyrir helgina eftir að hann gagnrýndi ríkisstjórn Breta í málefnum flóttamanna. Gagnrýni Lineker stríðir gegn reglum BBC og var hann því settur í tímabundið leyfi. Ákvörðun BBC vakti mikla reiði og margir af samstarfsmönnum Lineker neituðu að taka þátt í útsendingum helgarinnar. Þátturinn Match of the day, sem Lineker stýrir, er á dagskrá á laugardagskvöldum en þar er farið yfir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Vegna fjarveru ýmissa sérfræðinga auk Linekers var þáttur kvöldsins styttur niður í tuttugu mínútur þar sem atvik úr leikjum dagsins verða sýnd án umfjöllunar. Aðrir þættir þar sem fjallað er um leiki á Englandi voru hins vegar einnig styttir eða hreinlega teknir af dagskrá. Stjórnandi Football Focus, Alex Scott, ákvað einum og hálfum tíma fyrir útsendingu að hún vildi ekki taka þátt og sagði að „henni liði ekki vel með að halda þættinum á dagskrá“ í ljósi alls sem gerst hefði. Match of the Day will run for 20 minutes tonight. pic.twitter.com/YIuoCFVbvP— BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2023 Þá var þætti á Radio 5 útvarpsstöðinni einnig tekinn af dagskrá þar sem starfsfólk vantaði. Framkvæmdastjóri BBC hefur nú beðið áhorfendur afsökunar á atburðum dagsins og viðurkenndi að dagurinn hefði verið erfiður. Hann sagði að hann ætlaði ekki að segja af sér og bætti við að hann væri tilbúinn að endurskoða reglur stöðvarinnar fyrir starfsmenn í verktakavinnu líkt og Lineker. „Góður árangur fyri mig væri að fá Gary Lineker aftur á skjáinn,“ sagði Tim Davie framkvæmdastjóri BBC. The Premier League has informed the 12 teams playing on Saturday that players and managers will not be asked to do interviews for Match of the Day.— BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2023
Enski boltinn Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira