Star trek stjarna segist ekki eiga mikið eftir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. mars 2023 09:05 Aðdáendur Star trek stjörnunnar William Shatner eru í áfalli eftir að leikarinn, sem er 91 árs, kom fram í viðtali nýlega og sagðist ekki eiga mikið eftir. Getty Aðdáendur Star trek stjörnunnar William Shatner eru í áfalli eftir að leikarinn, sem er 91 árs, kom fram í viðtali nýlega og sagðist ekki eiga mikið eftir. William Shatner á magnaðan feril að baki. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kafteinn Kirk í Star trek, en hann er líka rithöfundur auk þess að geta státað af því að vera elsti maðurinn sem hefur farið út í geim. William Shatner varð elsti geimfari jarðarinnar þegar hann flaug út fyrir gufuhvolfið í geimskoti Blue Origin á síðasta ári.Getty Í nýrri heimildarmynd, You Can Call Me Bill, er farið yfir sjö áratuga feril Williams. Í viðtali við Variety sagðist leikarinn hafa hafnað mörgum tilboðum um gerð heimildarmynda, en sú staðreynd að hann ætti ekki mikinn tíma eftir hefði fengið hann til að samþykkja gerð myndarinnar nú. „Hvort sem ég hrekk upp af á meðan ég er að tala við þig eða eftir tíu ár, þá er tími minn takmarkaður,“ sagði Williams í viðtalinu. William á þrjú börn og fjögur barnabörn. Hann segir heimildarmyndina meira fyrir þau en sjálfan sig, að hún væri hans leið til að ná til þeirra eftir að hann dæi. Það sorglega er að því eldri sem manneskja verður, því vitrari verður hún, og svo deyr hún með alla vitneskjuna. William Shatner er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kafteinn Kirk í Star trek.Getty William glímir ekki við nein veikindi svo vitað sé og kemur enn fram opinberlega. Árið 2016 steig hann fram og sagðist hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og að greiningin hefði breytt sín hans á lífið til muna. Skömmu síðar kom þó í ljós að greiningin var röng og ekki var um krabbamein að ræða. Uppfært 09:30 William Shatner birti tíst í gærkvöldi þar sem hann sagði fréttir af yfirvofandi andláti sínu stórlega ýktar. Meiningin með orðum hans hafi aðeins verið sú að hann gerði sér grein fyrir að hann myndi ekki lifa að eilífu, þrátt fyrir að hann ætlaði sér að gera til þess heiðarlega tilraun. Tilgangurinn með heimildarmyndinni væri sá að afkomendur hans og komandi kynslóðir myndu fræðast betur um hann Reports of my pending demise have been greatly exaggerated (by the clickbait press .) All I meant was that I m not going to live forever ( though I am going to make a valiant attempt!) & the documentary I did is for future generations & descendants to know a bit about me. — William Shatner (@WilliamShatner) March 11, 2023 Hollywood Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
William Shatner á magnaðan feril að baki. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kafteinn Kirk í Star trek, en hann er líka rithöfundur auk þess að geta státað af því að vera elsti maðurinn sem hefur farið út í geim. William Shatner varð elsti geimfari jarðarinnar þegar hann flaug út fyrir gufuhvolfið í geimskoti Blue Origin á síðasta ári.Getty Í nýrri heimildarmynd, You Can Call Me Bill, er farið yfir sjö áratuga feril Williams. Í viðtali við Variety sagðist leikarinn hafa hafnað mörgum tilboðum um gerð heimildarmynda, en sú staðreynd að hann ætti ekki mikinn tíma eftir hefði fengið hann til að samþykkja gerð myndarinnar nú. „Hvort sem ég hrekk upp af á meðan ég er að tala við þig eða eftir tíu ár, þá er tími minn takmarkaður,“ sagði Williams í viðtalinu. William á þrjú börn og fjögur barnabörn. Hann segir heimildarmyndina meira fyrir þau en sjálfan sig, að hún væri hans leið til að ná til þeirra eftir að hann dæi. Það sorglega er að því eldri sem manneskja verður, því vitrari verður hún, og svo deyr hún með alla vitneskjuna. William Shatner er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kafteinn Kirk í Star trek.Getty William glímir ekki við nein veikindi svo vitað sé og kemur enn fram opinberlega. Árið 2016 steig hann fram og sagðist hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og að greiningin hefði breytt sín hans á lífið til muna. Skömmu síðar kom þó í ljós að greiningin var röng og ekki var um krabbamein að ræða. Uppfært 09:30 William Shatner birti tíst í gærkvöldi þar sem hann sagði fréttir af yfirvofandi andláti sínu stórlega ýktar. Meiningin með orðum hans hafi aðeins verið sú að hann gerði sér grein fyrir að hann myndi ekki lifa að eilífu, þrátt fyrir að hann ætlaði sér að gera til þess heiðarlega tilraun. Tilgangurinn með heimildarmyndinni væri sá að afkomendur hans og komandi kynslóðir myndu fræðast betur um hann Reports of my pending demise have been greatly exaggerated (by the clickbait press .) All I meant was that I m not going to live forever ( though I am going to make a valiant attempt!) & the documentary I did is for future generations & descendants to know a bit about me. — William Shatner (@WilliamShatner) March 11, 2023
Hollywood Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira