„Þú ert bara ekki að dekka neinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. mars 2023 11:00 Umræða fór fram um gengi Keflavíkur í Subway Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Vísir Keflvíkingar hafa verið í brekku undanfarið í Subway-deildinni og tapað fjórum leikjum í röð. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar í Subway Körfuboltakvöldi ræddu gengi Keflavíkur í þætti vikunnar. Keflavík tapaði stórt fyrir Val á föstudaginn þegar liðin mættust í Subway-deildinni í Keflavík á föstudagskvöldið. Þetta var fjórða tap Keflavíkur í röð og annað í röð á heimavelli en báðir heimaleikirnir hafa tapast stórt. Þeir Kjartan Atli, Jón Halldór Eðvaldsson og Darri Freyr Atlason ræddu málefni Keflavíkur í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudag. Jón Halldór er Keflvíkingur í húð og hár og hann hefur áhyggjur af gangi mála. „Menn eru væntanlega búnir að hafa áhyggjur af þessu í langan tíma. Þetta er búið að vera helvíti dapurt í góðan mánuð þegar Keflavík tapaði fyrir Stjörnunni í bikarnum. Það virðist allur botn hafa dottið úr þessu þá.“ „Það er eitthvað stórkostlegt að. Við erum með frábært lið, eða frábæran mannskap. Ég veit að Hörður er ekki þarna en það er engin afsökun,“ bætti Jón Halldór við en þar á hann við landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson sem hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. Klippa: Umræða í Subway Körfuboltakvöldi um Keflavík „Það fylgir rosalega mikil orka Herði þegar hann leiðir liðið varnarlega. En ef maður horfir á tölfræðiblaðið og sér að Keflavík fær á sig 50 stig inn í teig en samt skýtur Valur 40% fyrir utan þriggja stiga línuna. Þannig að þú ert ekki bara að dekka neinn,“ bætti Darri Freyr við. „Það er ekki þannig að það er verið að gefa eftir skot fyrir utan vegna þess að það er verið að múra fyrir inní eða að það sé verið að hlaupa menn af línunni sem leiðir til opinna skota inni í teig. Valur vinnur frákastabaráttuna sömuleiðis. Þarna var þetta gamla góða áræðnin og eljan sem sveik Keflvíkinga.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Jóns Halldórs og Darra Freys má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Keflavík tapaði stórt fyrir Val á föstudaginn þegar liðin mættust í Subway-deildinni í Keflavík á föstudagskvöldið. Þetta var fjórða tap Keflavíkur í röð og annað í röð á heimavelli en báðir heimaleikirnir hafa tapast stórt. Þeir Kjartan Atli, Jón Halldór Eðvaldsson og Darri Freyr Atlason ræddu málefni Keflavíkur í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudag. Jón Halldór er Keflvíkingur í húð og hár og hann hefur áhyggjur af gangi mála. „Menn eru væntanlega búnir að hafa áhyggjur af þessu í langan tíma. Þetta er búið að vera helvíti dapurt í góðan mánuð þegar Keflavík tapaði fyrir Stjörnunni í bikarnum. Það virðist allur botn hafa dottið úr þessu þá.“ „Það er eitthvað stórkostlegt að. Við erum með frábært lið, eða frábæran mannskap. Ég veit að Hörður er ekki þarna en það er engin afsökun,“ bætti Jón Halldór við en þar á hann við landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson sem hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. Klippa: Umræða í Subway Körfuboltakvöldi um Keflavík „Það fylgir rosalega mikil orka Herði þegar hann leiðir liðið varnarlega. En ef maður horfir á tölfræðiblaðið og sér að Keflavík fær á sig 50 stig inn í teig en samt skýtur Valur 40% fyrir utan þriggja stiga línuna. Þannig að þú ert ekki bara að dekka neinn,“ bætti Darri Freyr við. „Það er ekki þannig að það er verið að gefa eftir skot fyrir utan vegna þess að það er verið að múra fyrir inní eða að það sé verið að hlaupa menn af línunni sem leiðir til opinna skota inni í teig. Valur vinnur frákastabaráttuna sömuleiðis. Þarna var þetta gamla góða áræðnin og eljan sem sveik Keflvíkinga.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Jóns Halldórs og Darra Freys má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira