Fosbury var 76 ára gamall, en hann hafði barist við eitilkrabbamein. Í tilkynningu sem Ray Schulte, vinur Fosbury, birti á Instagram-síðu hástökkvarans fyrrverandi kemur fram að Fosbury hafi dáið í svefni eftir stutta baráttu við meinið.
Fosbury er líklega þekktastur fyrir að hafa breytt stökktækninni í hástökki til frambúðar þegar hann kynnti til sögunnar það sem síðar var kallað „The Fosbury Flop“ á Ólympíuleikunum í Mexíkó árið 1968. Hann var þá fyrstur til að stökkva afturábak yfir stöngina, en það er tæknin sem langflestir hástökkvarar heimsins nota í dag.

Fosbury setti nýtt Ólympíumet á leikunum árið 1968 þegar hann stökk yfir 2,24 metra. Þrátt fyrir miklar efasemdir annarra hástökkvara tók tæknin þó fljótt á flug og af þeim 36 hástökkvurum sem unnu til verðlauna í greininni á Ólympíuleikum frá 1972 til ársins 2000 notuðu 34 keppendur tæknina.
RIP to the man who changed the high jump forever – Dick Fosbury.
— CITIUS MAG (@CitiusMag) March 13, 2023
He became a legend at the 1968 Mexico City Olympic Games when he unveiled his revolutionary “Fosbury Flop” to win high jump gold and clear an Olympic record height.
News ⤵️ https://t.co/lK60WQoCYl pic.twitter.com/1HmQdQ0k5b