Eldræða Jódísar: Þingmenn verði að standa í lappirnar gegn „hryllingi“ á Seyðisfirði Máni Snær Þorláksson skrifar 14. mars 2023 14:38 Jódís Skúladóttir kallar eftir því að þingmenn standi með íbúum Seyðisfjarðar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna flutti eldræðu á Alþingi í dag og sagði öðrum þingmönnum að standa í lappirnar gegn erlendum fjárfestum. Tilefni ræðunnar er áætlað fiskeldi á Seyðisfirði en þingmaðurinn er þaðan. „Ég er hingað komin, rétt einn sprettinn, til að ávarpa þann hrylling sem er að gerast í mínu sveitarfélagi, það er áform um fiskeldi í Seyðisfirði,“ segir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, í upphafi ræðunnar á Alþingi í dag. Ræðuna flutti Jódís undir liðnum Störf þingsins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra staðfesti á dögunum tillögu svæðisráðs Austfjarða að strandsvæðisskipulagi fyrir Austfirði. Jódís furðar sig á því að fiskeldi í Seyðisfirði sé enn á áætlun þegar 75% íbúa sveitarfélagsins er á móti því. „Það er með ólíkindum að hvorki stjórnvöld, sveitarfélög eða nokkur geti hlustað á 75% íbúanna sem hafna þessu. Það getur ekki staðist að þessu verði þrýst í gegn að kröfu erlendra fjárfesta. “ Þingmenn verði að standa í lappirnar Jódís gagnrýnir þingmenn fyrir að tala um vandamál þjóðarinnar en á sama tíma séu þeir einungis að hlaupa á eftir kröfu um arðsemi. „Hér koma þingmenn, dag eftir dag, og tala um örmagna þjóð, uppgefin ungmenni í menntaskólum, slæma stöðu geðheilbrigðismála, staðan er sú að við erum öll að hlaupa á eftir einhverri arðsemiskröfu. Það þarf að keyra yfir lýðræðið, það þarf að keyra yfir allt til þess bara að mæta þessari þörf.“ Ræðu Jódísar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Eldræða Jódísar um fiskeldi í Seyðisfirði Hún biðlar þá til þingmanna Norðausturkjördæmis að standa í lappirnar með vilja íbúa Seyðisfjarðar: „Sameining Múlaþings byggði að því að hvert sveitarfélag fengi að halda sínum séreinkennum. Á Seyðisfirði hefur árum og áratugum saman verið unnið að uppbyggingu menningar, lista, náttúruverndar og svo mörgu öðru. Það er talað um fjölbreytt atvinnulíf, í Seyðisfirði er fiskvinnsla, þar er landbúnaður, það er engin eftirspurn eftir fiskeldi nema frá erlendum fjárfestum og sveitarstjórnarfólk og við hér á þingi verðum að standa í lappirnar til að stoppa þetta.“ Alþingi Fiskeldi Sjókvíaeldi Múlaþing Vinstri græn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Ég er hingað komin, rétt einn sprettinn, til að ávarpa þann hrylling sem er að gerast í mínu sveitarfélagi, það er áform um fiskeldi í Seyðisfirði,“ segir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, í upphafi ræðunnar á Alþingi í dag. Ræðuna flutti Jódís undir liðnum Störf þingsins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra staðfesti á dögunum tillögu svæðisráðs Austfjarða að strandsvæðisskipulagi fyrir Austfirði. Jódís furðar sig á því að fiskeldi í Seyðisfirði sé enn á áætlun þegar 75% íbúa sveitarfélagsins er á móti því. „Það er með ólíkindum að hvorki stjórnvöld, sveitarfélög eða nokkur geti hlustað á 75% íbúanna sem hafna þessu. Það getur ekki staðist að þessu verði þrýst í gegn að kröfu erlendra fjárfesta. “ Þingmenn verði að standa í lappirnar Jódís gagnrýnir þingmenn fyrir að tala um vandamál þjóðarinnar en á sama tíma séu þeir einungis að hlaupa á eftir kröfu um arðsemi. „Hér koma þingmenn, dag eftir dag, og tala um örmagna þjóð, uppgefin ungmenni í menntaskólum, slæma stöðu geðheilbrigðismála, staðan er sú að við erum öll að hlaupa á eftir einhverri arðsemiskröfu. Það þarf að keyra yfir lýðræðið, það þarf að keyra yfir allt til þess bara að mæta þessari þörf.“ Ræðu Jódísar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Eldræða Jódísar um fiskeldi í Seyðisfirði Hún biðlar þá til þingmanna Norðausturkjördæmis að standa í lappirnar með vilja íbúa Seyðisfjarðar: „Sameining Múlaþings byggði að því að hvert sveitarfélag fengi að halda sínum séreinkennum. Á Seyðisfirði hefur árum og áratugum saman verið unnið að uppbyggingu menningar, lista, náttúruverndar og svo mörgu öðru. Það er talað um fjölbreytt atvinnulíf, í Seyðisfirði er fiskvinnsla, þar er landbúnaður, það er engin eftirspurn eftir fiskeldi nema frá erlendum fjárfestum og sveitarstjórnarfólk og við hér á þingi verðum að standa í lappirnar til að stoppa þetta.“
Alþingi Fiskeldi Sjókvíaeldi Múlaþing Vinstri græn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira