Fönguðu dauðateygjur verðandi sprengistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2023 21:55 Myndin James Webb af WR 124 var ein af þeim fyrstu sem sjónaukinn náði eftir að hann var tekinn í notkun í júní 2022. NASA, ESA, CSA, STScI, Webb ERO Production Team Innrautt auga James Webb-geimsjónaukans náði mynd af sjaldséðri og skammlífri tegund risavaxinnar stjörnu í dauðateygjunum. Athuganir sjónaukans veita stjörnufræðingum í fyrsta skipti tækifæri til að fræðast meira um geimryk sem leikur lykilhlutverk í þróun alheimsins. Stjarnan sem James Webb myndaði er svonefnd Wolf-Rayet-stjarna. Það eru einar björtustu, massamestu og skammlífustu stjörnur alheimsins. Wolf Rayet eru stjörnur sem eru margfalt massameiri en sólin okkar og eru í miðjum klíðum við að kasta af sé ystu lögum sínum sem er alla jafna undanfari þess að þær verði að sprengistjörnum. Utan um kjarna stjörnunnar Wolf-Rayet 124 (WR 124) er víðáttumikill baugur gass og ryks sem líkist fjólubláu blómi á mynd sjónaukans. Stjarnan er í stjörnumerkinu Bogmanninum í um 15.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. WR 124 er þrjátíu sinnum massameiri en sólin okkar en hún hefur nú þegar varpað af sér efni sem dygði í tíu stjörnur á stærð við sólina. Þegar gasið úr ytri lögum hennar fjarlægist stjörnuna kólnar það og myndar geimryk sem gefur frá sér innrautt ljós sem James Webb nemur. Myndirnar þykja einstakar þar sem aðeins sumar risastjörnur ganga í gegnum Wolf-Rayet-tímabil áður en þær enda daga sína sem sprengistjörnur. Tímabilið gengur einnig hratt yfir í stjarnfræðilegu samhengi. Hugsanlegt er talið að massamestu Wolf-Rayet-stjörnurnar hrynji saman og myndi svarthol, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um fyrirbærið. „Við höfum aldrei séð þetta á þennan hátt áður,“ segir Macarena García Marín, vísindamaður við evrópsku geimstofnunina (ESA), við AP-fréttastofuna. Mynd Hubble-geimsjónaukans í sýnilegu ljósi af WR 124 sem var birt árið 2015. Stjarnan sést þar í miðju glóandi gassins sem þeytist út í geim á meira en 150.000 kílómetra hraða á klukkustund.ESA/Hubble og NASA Komnir með tól til að mæla byggingarefni alheimsins Geimrykið sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér vekja sérstakan áhuga stjörnufræðinga og tilkoma James Webb, sem var skotið á loft undir lok árs 2021, opnar þeim nýja heima í rannsóknum á því. Slíkt ryk leikur lykilhlutverk í alheiminum, meðal annars við myndun stjarna, sólkerfa og sameinda. Best er að rannsaka það í innrauðu ljósi. Stjörnufræðingum leikur meðal annars forvitni á að vita hversu mikið af geimryki sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér lifa af sprengistjörnuna. Áður en James Webb kom til sögunnar skorti þá tækin til þess að gera þær mælingar sem þarf til. Vopnaðir sjónaukanum vonast þeir til þess að geta útskýrt hvers vegna meira sé af geimryki í alheiminum en núverandi tilgátur þeirra um tilurð ryksins gefa tilefni til að ætla. WR 124 getur einnig hjálpað vísindamönnum að skilja hvað gekk á snemma í sögu alheimsins þegar svipaðar stjörnur sprungu og slepptu í fyrsta skipti þyngri frumefnum sem urðu til í kjarna þeirra lausum. Þyngri frumefnin urðu efniviðurinn í fyrstu reikistjörnurnar og á endanum að lífi á jörðinni. Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira
Stjarnan sem James Webb myndaði er svonefnd Wolf-Rayet-stjarna. Það eru einar björtustu, massamestu og skammlífustu stjörnur alheimsins. Wolf Rayet eru stjörnur sem eru margfalt massameiri en sólin okkar og eru í miðjum klíðum við að kasta af sé ystu lögum sínum sem er alla jafna undanfari þess að þær verði að sprengistjörnum. Utan um kjarna stjörnunnar Wolf-Rayet 124 (WR 124) er víðáttumikill baugur gass og ryks sem líkist fjólubláu blómi á mynd sjónaukans. Stjarnan er í stjörnumerkinu Bogmanninum í um 15.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. WR 124 er þrjátíu sinnum massameiri en sólin okkar en hún hefur nú þegar varpað af sér efni sem dygði í tíu stjörnur á stærð við sólina. Þegar gasið úr ytri lögum hennar fjarlægist stjörnuna kólnar það og myndar geimryk sem gefur frá sér innrautt ljós sem James Webb nemur. Myndirnar þykja einstakar þar sem aðeins sumar risastjörnur ganga í gegnum Wolf-Rayet-tímabil áður en þær enda daga sína sem sprengistjörnur. Tímabilið gengur einnig hratt yfir í stjarnfræðilegu samhengi. Hugsanlegt er talið að massamestu Wolf-Rayet-stjörnurnar hrynji saman og myndi svarthol, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um fyrirbærið. „Við höfum aldrei séð þetta á þennan hátt áður,“ segir Macarena García Marín, vísindamaður við evrópsku geimstofnunina (ESA), við AP-fréttastofuna. Mynd Hubble-geimsjónaukans í sýnilegu ljósi af WR 124 sem var birt árið 2015. Stjarnan sést þar í miðju glóandi gassins sem þeytist út í geim á meira en 150.000 kílómetra hraða á klukkustund.ESA/Hubble og NASA Komnir með tól til að mæla byggingarefni alheimsins Geimrykið sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér vekja sérstakan áhuga stjörnufræðinga og tilkoma James Webb, sem var skotið á loft undir lok árs 2021, opnar þeim nýja heima í rannsóknum á því. Slíkt ryk leikur lykilhlutverk í alheiminum, meðal annars við myndun stjarna, sólkerfa og sameinda. Best er að rannsaka það í innrauðu ljósi. Stjörnufræðingum leikur meðal annars forvitni á að vita hversu mikið af geimryki sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér lifa af sprengistjörnuna. Áður en James Webb kom til sögunnar skorti þá tækin til þess að gera þær mælingar sem þarf til. Vopnaðir sjónaukanum vonast þeir til þess að geta útskýrt hvers vegna meira sé af geimryki í alheiminum en núverandi tilgátur þeirra um tilurð ryksins gefa tilefni til að ætla. WR 124 getur einnig hjálpað vísindamönnum að skilja hvað gekk á snemma í sögu alheimsins þegar svipaðar stjörnur sprungu og slepptu í fyrsta skipti þyngri frumefnum sem urðu til í kjarna þeirra lausum. Þyngri frumefnin urðu efniviðurinn í fyrstu reikistjörnurnar og á endanum að lífi á jörðinni.
Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira