Vísindamenn mótfallnir fyrirhugaðri kolkrabbaræktun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 12:40 Tegundin sem um ræðir heitir octopus vulgaris. Getty Sérfræðingar eru uggandi vegna fyrirætlana fjölþjóðlega fyrirtækisins Nueva Pescanova að rækta kolkrabba í matvælaframleiðslu á Kanaríeyjum á Spáni. Til stendur að slátra dýrunum, sem eru afar skynugar skepnur, með aðferðum sem sérfræðingarnir segja grimmilegar. Kolkrabbar eru veiddir út um allan heim, með ýmsum aðferðum, og þykja hinn besti matur. Þeir hafa hins vegar ekki verið ræktaðir í stórum stíl, þar sem það er afar erfitt og krefst kjöraðstæðna. Samkvæmt áætlunum sem Nueva Pescanova hefur skilað inn til fiskveiðistjórnunaryfirvalda á Kanaríeyjum hyggst fyrirtækið hins vegar rækta dýrin, sem eru einræn og vön myrkri, mörg saman í stórum tönkum í stöðugri birtu. Áætlanirnar gera ráð fyrir um þúsund tönkum í tveggja hæða byggingu við höfnina í Las Palmas á Gran Canaria. Til stendur að slátra dýrunum með því að setja þau í -3 gráðu kalt vatn. Þar sem kolkrabbar hafa aldrei verið ræktaðir áður gilda engar reglur um ræktunina eða slátrun dýrana. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að aðferðin leiðir til hægs og erfiðs dauðdaga hjá fiskum. Kolkrabbar þykja herramannsmatur á Spáni og víðar.Getty Aquaculture Stewardship Council, sem vottar ræktað sjávarfang, hefur lagt til bann gegn aðferðinni og þá hafa matvörumarkaðir á borð við Tesco og Morrissons ákveðið að kaupa ekki fisk sem er slátrað með ísbaði. Prófessorinn Peter Tse, taugasérfræðingur við Dartmouth University, segir um að ræða hægan og grimmilegan dauðdaga. Kolkrabbar séu álíka greindir og kettir og að mannúðlegra væri að aflífa þá eins og veiðimenn gera, með því að dauðrota þá. Jonathan Birch, prófessor við London School of Economics, segir rannsóknir sýna að kolkrabbar upplifi bæði sársauka og vellíðan. Hann og kollegar hans telja ómögulegt að tryggja velferð dýranna í ræktun og að ísbaðs-aðferðin sé óásættanleg. Nueva Pescanova áætlar að afföll verði um það bil 10 til 15 prósent sem Birch segir ekki heldur ásættanlegt. Fyrirtækið hefur neitað því að kolkrabbarnir muni þjást. Umfjöllun BBC. Dýr Matvælaframleiðsla Spánn Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Kolkrabbar eru veiddir út um allan heim, með ýmsum aðferðum, og þykja hinn besti matur. Þeir hafa hins vegar ekki verið ræktaðir í stórum stíl, þar sem það er afar erfitt og krefst kjöraðstæðna. Samkvæmt áætlunum sem Nueva Pescanova hefur skilað inn til fiskveiðistjórnunaryfirvalda á Kanaríeyjum hyggst fyrirtækið hins vegar rækta dýrin, sem eru einræn og vön myrkri, mörg saman í stórum tönkum í stöðugri birtu. Áætlanirnar gera ráð fyrir um þúsund tönkum í tveggja hæða byggingu við höfnina í Las Palmas á Gran Canaria. Til stendur að slátra dýrunum með því að setja þau í -3 gráðu kalt vatn. Þar sem kolkrabbar hafa aldrei verið ræktaðir áður gilda engar reglur um ræktunina eða slátrun dýrana. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að aðferðin leiðir til hægs og erfiðs dauðdaga hjá fiskum. Kolkrabbar þykja herramannsmatur á Spáni og víðar.Getty Aquaculture Stewardship Council, sem vottar ræktað sjávarfang, hefur lagt til bann gegn aðferðinni og þá hafa matvörumarkaðir á borð við Tesco og Morrissons ákveðið að kaupa ekki fisk sem er slátrað með ísbaði. Prófessorinn Peter Tse, taugasérfræðingur við Dartmouth University, segir um að ræða hægan og grimmilegan dauðdaga. Kolkrabbar séu álíka greindir og kettir og að mannúðlegra væri að aflífa þá eins og veiðimenn gera, með því að dauðrota þá. Jonathan Birch, prófessor við London School of Economics, segir rannsóknir sýna að kolkrabbar upplifi bæði sársauka og vellíðan. Hann og kollegar hans telja ómögulegt að tryggja velferð dýranna í ræktun og að ísbaðs-aðferðin sé óásættanleg. Nueva Pescanova áætlar að afföll verði um það bil 10 til 15 prósent sem Birch segir ekki heldur ásættanlegt. Fyrirtækið hefur neitað því að kolkrabbarnir muni þjást. Umfjöllun BBC.
Dýr Matvælaframleiðsla Spánn Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira