Þrumaði boltanum upp í stúku þótt lið hans væri að vinna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 18:00 Cristiano Ronaldo uppskar gult spjald fyrir að taka pirring sinn út á keppnisboltanum. Mohammed Saad/Getty Images Cristiano Ronaldo, leikmaður Al Nassr í Sádi-Arabíu var allt annað en sáttur þegar flautað var til hálfleiks í bikarleik liðsins gegn Abha. Litlu máli skipti að Al-Nassr væri 2-0 yfir og sigurinn næsta vís. Hinn 38 ára gamli Ronaldo skoraði þrennu þann 25. febrúar en hafði ekki skorað í tveimur leikjum í röð þegar kom að leik Al-Nassr og Abha. Það var á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks sem boltinn féll fyrir fætur portúgalska framherjans sem óð af stað í skyndisókn. Honum til mikillar undrunar, og gríðarlegs pirrings, þá ákvað dómarinn að flauta til hálfleiks. Ronaldo, sem er fyrirliði Al-Nassr, var vægast sagt brjálaður yfir ákvörðun dómarans að flauta fyrri hálfleikinn af þegar hann var enn á sínum eigin vallarhelmingi. Fyrirliðinn baðaði út höndunum, tók boltann upp og þrumaði honum langleiðina upp í stúku. Fékk Ronaldo gult spjald að launum. Without a goal in three appearances, Cristiano Ronaldo was NOT impressed when the referee blew for half time during an Al Nassr counter-attack #BBCFootball #AlNassr pic.twitter.com/KwCP6cUx4c— BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2023 Leiknum lauk með 3-1 sigri Al-Nassr sem er þar með komið áfram í Konungsbikarnum. Ronaldo skoraði hvorki né lagði upp í leiknum og var tekinn af velli á 87. mínútu. Ronaldo hefur skorað 8 mörk í 7 deildarleikjum í Sádi-Arabíu, þar á meðal eina þrennu og eina fernu, ásamt því að gefa 2 stoðsendingar. Í tveimur leikjum í Ofur- og Konungsbikarnum hefur honum hins vegar mistekist að skora. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Ronaldo skoraði þrennu þann 25. febrúar en hafði ekki skorað í tveimur leikjum í röð þegar kom að leik Al-Nassr og Abha. Það var á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks sem boltinn féll fyrir fætur portúgalska framherjans sem óð af stað í skyndisókn. Honum til mikillar undrunar, og gríðarlegs pirrings, þá ákvað dómarinn að flauta til hálfleiks. Ronaldo, sem er fyrirliði Al-Nassr, var vægast sagt brjálaður yfir ákvörðun dómarans að flauta fyrri hálfleikinn af þegar hann var enn á sínum eigin vallarhelmingi. Fyrirliðinn baðaði út höndunum, tók boltann upp og þrumaði honum langleiðina upp í stúku. Fékk Ronaldo gult spjald að launum. Without a goal in three appearances, Cristiano Ronaldo was NOT impressed when the referee blew for half time during an Al Nassr counter-attack #BBCFootball #AlNassr pic.twitter.com/KwCP6cUx4c— BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2023 Leiknum lauk með 3-1 sigri Al-Nassr sem er þar með komið áfram í Konungsbikarnum. Ronaldo skoraði hvorki né lagði upp í leiknum og var tekinn af velli á 87. mínútu. Ronaldo hefur skorað 8 mörk í 7 deildarleikjum í Sádi-Arabíu, þar á meðal eina þrennu og eina fernu, ásamt því að gefa 2 stoðsendingar. Í tveimur leikjum í Ofur- og Konungsbikarnum hefur honum hins vegar mistekist að skora.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira