Þrumaði boltanum upp í stúku þótt lið hans væri að vinna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 18:00 Cristiano Ronaldo uppskar gult spjald fyrir að taka pirring sinn út á keppnisboltanum. Mohammed Saad/Getty Images Cristiano Ronaldo, leikmaður Al Nassr í Sádi-Arabíu var allt annað en sáttur þegar flautað var til hálfleiks í bikarleik liðsins gegn Abha. Litlu máli skipti að Al-Nassr væri 2-0 yfir og sigurinn næsta vís. Hinn 38 ára gamli Ronaldo skoraði þrennu þann 25. febrúar en hafði ekki skorað í tveimur leikjum í röð þegar kom að leik Al-Nassr og Abha. Það var á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks sem boltinn féll fyrir fætur portúgalska framherjans sem óð af stað í skyndisókn. Honum til mikillar undrunar, og gríðarlegs pirrings, þá ákvað dómarinn að flauta til hálfleiks. Ronaldo, sem er fyrirliði Al-Nassr, var vægast sagt brjálaður yfir ákvörðun dómarans að flauta fyrri hálfleikinn af þegar hann var enn á sínum eigin vallarhelmingi. Fyrirliðinn baðaði út höndunum, tók boltann upp og þrumaði honum langleiðina upp í stúku. Fékk Ronaldo gult spjald að launum. Without a goal in three appearances, Cristiano Ronaldo was NOT impressed when the referee blew for half time during an Al Nassr counter-attack #BBCFootball #AlNassr pic.twitter.com/KwCP6cUx4c— BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2023 Leiknum lauk með 3-1 sigri Al-Nassr sem er þar með komið áfram í Konungsbikarnum. Ronaldo skoraði hvorki né lagði upp í leiknum og var tekinn af velli á 87. mínútu. Ronaldo hefur skorað 8 mörk í 7 deildarleikjum í Sádi-Arabíu, þar á meðal eina þrennu og eina fernu, ásamt því að gefa 2 stoðsendingar. Í tveimur leikjum í Ofur- og Konungsbikarnum hefur honum hins vegar mistekist að skora. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Ronaldo skoraði þrennu þann 25. febrúar en hafði ekki skorað í tveimur leikjum í röð þegar kom að leik Al-Nassr og Abha. Það var á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks sem boltinn féll fyrir fætur portúgalska framherjans sem óð af stað í skyndisókn. Honum til mikillar undrunar, og gríðarlegs pirrings, þá ákvað dómarinn að flauta til hálfleiks. Ronaldo, sem er fyrirliði Al-Nassr, var vægast sagt brjálaður yfir ákvörðun dómarans að flauta fyrri hálfleikinn af þegar hann var enn á sínum eigin vallarhelmingi. Fyrirliðinn baðaði út höndunum, tók boltann upp og þrumaði honum langleiðina upp í stúku. Fékk Ronaldo gult spjald að launum. Without a goal in three appearances, Cristiano Ronaldo was NOT impressed when the referee blew for half time during an Al Nassr counter-attack #BBCFootball #AlNassr pic.twitter.com/KwCP6cUx4c— BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2023 Leiknum lauk með 3-1 sigri Al-Nassr sem er þar með komið áfram í Konungsbikarnum. Ronaldo skoraði hvorki né lagði upp í leiknum og var tekinn af velli á 87. mínútu. Ronaldo hefur skorað 8 mörk í 7 deildarleikjum í Sádi-Arabíu, þar á meðal eina þrennu og eina fernu, ásamt því að gefa 2 stoðsendingar. Í tveimur leikjum í Ofur- og Konungsbikarnum hefur honum hins vegar mistekist að skora.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira