Lítið áunnist þrátt fyrir „fagurgala og falleg fyrirheit“ borgarinnar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. mars 2023 16:51 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að svo virðist sem engar raunverulegar aðgerðir séu í gangi til að bæta úr leikskólavandanum. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna í leikskólamálum í Reykjavík óásættanlega þar sem staðan heldur áfram að versna. Fagurgalar og falleg fyrirheit komi frá stjórnsýslunni sem leggur ekki í vinnuna sem til þurfi. Foreldrar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar og hefur verið óskað eftir því að leikskólamálin verði sett á dagskrá borgarráðs á morgun. Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavíkurborg hófst í gær og stendur yfir í rúman mánuð. Borgin greindi frá því áður en úthlutunin hófst að færri börn komist að eftir sumarið af ýmsum ástæðum, svo sem vegna framkvæmda. Að minnsta kosti einn leikskóli tekur ekki við nýjum börnum í haust og tíu skólar til viðbótar takmarka fjöldann sem þau taka við, ýmist tímabundið eða til lengri tíma, vegna framkvæmda og flutninga. Þá hefur misjafnlega gengið að manna lausar stöður sem hafi áhrif. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lítið hafa áunnist í leikskólamálum undanfarin ár og virðist aðeins fara versnandi, sem sé ólíðandi. „Staðan var auðvitað mjög slæm síðastliðið haust og þá var ákveðið að fara í ákveðinn aðgerðarpakka. Ég get ekki séð að það hafi verið unnið neitt sérstaklega með þann aðgerðarpakka eða að neinn sérstakur árangur hafi náðst. Þannig staðan er bara ekki góð og því miður fær maður það á tilfinninguna að það séu engar raunverulegar aðgerðir í gangi,“ segir Hildur. Þau hafi lagt fram ýmsar tillögur að úrbótum, enda þarfir foreldra margbreytilegar. Þar má nefna efling dagforeldra kerfisins, heimagreiðslur til þeirra sem eru fastir á biðlistum eða vilja vera lengur heima, og aukinn stuðning við sjálfstætt starfandi skóla. Þá vill hún ræða möguleikann á því að stærri vinnustaðir opni daggæslu fyrir börn starfsmanna. „Við komum með tillögur í þessa veru síðastliðið haust og þær voru samþykktar en við sjáum hins vegar ekki að neitt sé unnið úr þeim. Þetta er svolítið það sem að við skynjum í pólitíkinni í Reykjavík og í stjórnsýslunni, það eru fagurgalar og það eru falleg fyrirheit en svo sjáum við ekki vinnuna sem þarf að vinna á bak við og þess vegna erum við stödd í þessari stöðu aftur og aftur,“ segir Hildur. Hún hefur kallað eftir því að leikskólamálin verði sett á dagskrá borgarráðs í fyrramálið og hefur stór hópur foreldra boðað mótmæli þar sem þau telja leikskólamálin í algjörum lamasessi. Hildur segir foreldra eðlilega ósátta vegna væntinga sem hafi ekki staðist. „Þetta er auðvitað bara þröng staða fyrir marga og mjög kvíðavaldandi, þannig við verðum að fara að geta gefið fólki skýr svör og gæta þess að væntingarnar sem við gefum fólki séu ekki falskar,“ segir Hildur. „Staðan er algjörlega óásættanleg eins og hún er núna og það vantar miklu meiri kraft í leikskólamálin í Reykjavík.“ Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á 200 þúsund króna styrk til foreldra Borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag að vísa tillögum um svokallaðan foreldrastyrk til meðferðar borgarráðs. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að greiða 200 þúsund krónur mánaðarlega til þeirra foreldra sem þurfa eða kjósa að vera með börnin sín heima að fæðingarorlofi loknu. 11. febrúar 2023 08:01 Hringavitleysan í leikskólum borgarinnar Leikskólapláss fyrir tólf mánaða gömul börn í Reykjavík. Falleg hugmynd sem gekk ekki upp á árinu sem er að líða. 6. desember 2022 07:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavíkurborg hófst í gær og stendur yfir í rúman mánuð. Borgin greindi frá því áður en úthlutunin hófst að færri börn komist að eftir sumarið af ýmsum ástæðum, svo sem vegna framkvæmda. Að minnsta kosti einn leikskóli tekur ekki við nýjum börnum í haust og tíu skólar til viðbótar takmarka fjöldann sem þau taka við, ýmist tímabundið eða til lengri tíma, vegna framkvæmda og flutninga. Þá hefur misjafnlega gengið að manna lausar stöður sem hafi áhrif. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lítið hafa áunnist í leikskólamálum undanfarin ár og virðist aðeins fara versnandi, sem sé ólíðandi. „Staðan var auðvitað mjög slæm síðastliðið haust og þá var ákveðið að fara í ákveðinn aðgerðarpakka. Ég get ekki séð að það hafi verið unnið neitt sérstaklega með þann aðgerðarpakka eða að neinn sérstakur árangur hafi náðst. Þannig staðan er bara ekki góð og því miður fær maður það á tilfinninguna að það séu engar raunverulegar aðgerðir í gangi,“ segir Hildur. Þau hafi lagt fram ýmsar tillögur að úrbótum, enda þarfir foreldra margbreytilegar. Þar má nefna efling dagforeldra kerfisins, heimagreiðslur til þeirra sem eru fastir á biðlistum eða vilja vera lengur heima, og aukinn stuðning við sjálfstætt starfandi skóla. Þá vill hún ræða möguleikann á því að stærri vinnustaðir opni daggæslu fyrir börn starfsmanna. „Við komum með tillögur í þessa veru síðastliðið haust og þær voru samþykktar en við sjáum hins vegar ekki að neitt sé unnið úr þeim. Þetta er svolítið það sem að við skynjum í pólitíkinni í Reykjavík og í stjórnsýslunni, það eru fagurgalar og það eru falleg fyrirheit en svo sjáum við ekki vinnuna sem þarf að vinna á bak við og þess vegna erum við stödd í þessari stöðu aftur og aftur,“ segir Hildur. Hún hefur kallað eftir því að leikskólamálin verði sett á dagskrá borgarráðs í fyrramálið og hefur stór hópur foreldra boðað mótmæli þar sem þau telja leikskólamálin í algjörum lamasessi. Hildur segir foreldra eðlilega ósátta vegna væntinga sem hafi ekki staðist. „Þetta er auðvitað bara þröng staða fyrir marga og mjög kvíðavaldandi, þannig við verðum að fara að geta gefið fólki skýr svör og gæta þess að væntingarnar sem við gefum fólki séu ekki falskar,“ segir Hildur. „Staðan er algjörlega óásættanleg eins og hún er núna og það vantar miklu meiri kraft í leikskólamálin í Reykjavík.“
Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á 200 þúsund króna styrk til foreldra Borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag að vísa tillögum um svokallaðan foreldrastyrk til meðferðar borgarráðs. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að greiða 200 þúsund krónur mánaðarlega til þeirra foreldra sem þurfa eða kjósa að vera með börnin sín heima að fæðingarorlofi loknu. 11. febrúar 2023 08:01 Hringavitleysan í leikskólum borgarinnar Leikskólapláss fyrir tólf mánaða gömul börn í Reykjavík. Falleg hugmynd sem gekk ekki upp á árinu sem er að líða. 6. desember 2022 07:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Skiptar skoðanir á 200 þúsund króna styrk til foreldra Borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag að vísa tillögum um svokallaðan foreldrastyrk til meðferðar borgarráðs. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að greiða 200 þúsund krónur mánaðarlega til þeirra foreldra sem þurfa eða kjósa að vera með börnin sín heima að fæðingarorlofi loknu. 11. febrúar 2023 08:01
Hringavitleysan í leikskólum borgarinnar Leikskólapláss fyrir tólf mánaða gömul börn í Reykjavík. Falleg hugmynd sem gekk ekki upp á árinu sem er að líða. 6. desember 2022 07:00