Hundurinn Bangsi fannst eftir ótrúlega björgun Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. mars 2023 23:56 Fjölskyldan var að vonum glöð þegar hún fékk fréttirnar: Bangsi er fundinn. Aðsend Eigendur Bangsa, sem er sjö ára gamall labrador, eru í skýjunum eftir að fjölmargir lögðu hönd á plóg og náðu að finna Bangsa eftir sólarhringslanga leit í gær, sem var lyginni líkust. Hjónin Elísabet Pálmadóttir og Grétar Már Pálsson voru á leið til Tenerife með fjölskyldunni í vikunni og var Bangsi settur í pössun í Þorlákshöfn á meðan. Í pössuninni tókst honum með klókindum að stökkva yfir eins og hálfs metra girðingu og stinga af. Bangsi tók á sprett og starfsmönnum hundapössunarinnar tókst ekki að ná honum. Hann hljóp meðal annars að hættulegu bjargi og út í úfinn sjóinn. Eftir það sást ekki til hans meir. Vissu að eitthvað hræðilegt hefði gerst Fjölskyldan fékk upplýsingar um hvarf Bangsa þegar þau voru nýlent á Tenerife. „Það eru fyrstu upplýsingar sem við fáum þegar við lendum. Við vissum að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Svo er okkur addað í spjall og sjáum að það er allt komið í gang. Og þá fara að detta inn fullt af vísbendingum,“ segja Elísabet og Grétar Már í samtali við Vísi. Hjónin eru bæði í björgunarsveitinni og hófust þau strax handa við að koma upplýsingum á félaga sína. Björgunarsveitin í Þorlákshöfn var í startholunum og allt bæjarfélagið í Þorlákshöfn tók þátt í að miðla upplýsingum. Hjónin eru agndofa yfir starfi Dýrfinnu, sem stýrðu aðgerðunum. Sjálfboðaliðar hjá Dýrfinnu kortlögðu leiðir Bangsa og notuðu hitamyndavélar, dróna og leitarhunda við leitina.Aðsend „Það eru eiginlega allir í smá sjokki yfir þessari vinnu. Mér finnst svo magnað hvað þau eru að gera [hjá Dýrfinnu]. Hann hefði aldrei fundist eða nást. Við höfum bæði verið í björgunarsveit og við sáum að þau hjá Dýrfinnu tóku stjórnina og voru einhvern veginn að stjórna mannskapnum. Þetta var ótrúlegt, það voru allt í einu komnir allir, alls staðar að.“ Þegar mest lét voru um sjötíu manns að leita að Bangsa. Leitin stóð yfir til hálf tvö í fyrrinótt og hófst fimm tímum síðar. Þá hafði Bangsi verið úti í tíu stiga frosti án vatns og matar. Loks fannst hann, heill á húfi, rétt fyrir klukkan tíu í gærmorgun, eftir 22 klukkustundir. „Hann var ískaldur en hann er mjög seigur og hefur verið að þjálfa hjá björgunarsveitinni okkar og hefur verið í mikilli útivist. En hann er undir teppi núna og er að hvíla sig, eiginlega bara búinn að sofa í allan dag.“ Bangsi kom sér fyrir undir teppi, þreyttur eftir átökin.Aðsend Loks tókst leitarhópnum að finna Bangsa og viðbúið var að hann yrði skelkaður. Elísabet og Grétar Már segja að í svona aðstæðum kunni hundar að fara í „flótta- eða árásarviðbragð“ (e. fight or flight) og reyni að stinga af. Þegar Bangsi sá afa sinn, pabba Grétars Más, rölti hann blessunarlega rólega til hans. „Hann tók rúntinn, einhvern risahring og fór í gegnum bæinn alveg nokkrum sinnum. Og í rauninni vildi ekki láta ná sér af því hann þekkti engan þarna. Oft svara þeir ekki kalli frá eiganda eða neitt svoleiðis, það voru allir komnir í hring í kringum hann og svo bara labbaði hann að afa sínum og dillaði rófunni.“ Hér að neðan má sjá myndband af endurfundinum. Klippa: Bangsi fannst að lokum Elísabet og Grétar Már vilja vekja athygli á styrktarreikningi Dýrfinnu: Kennitala: 560822-1700 Reikningsnúmer: 0515-26-009649 Dýr Björgunarsveitir Hundar Ölfus Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Hjónin Elísabet Pálmadóttir og Grétar Már Pálsson voru á leið til Tenerife með fjölskyldunni í vikunni og var Bangsi settur í pössun í Þorlákshöfn á meðan. Í pössuninni tókst honum með klókindum að stökkva yfir eins og hálfs metra girðingu og stinga af. Bangsi tók á sprett og starfsmönnum hundapössunarinnar tókst ekki að ná honum. Hann hljóp meðal annars að hættulegu bjargi og út í úfinn sjóinn. Eftir það sást ekki til hans meir. Vissu að eitthvað hræðilegt hefði gerst Fjölskyldan fékk upplýsingar um hvarf Bangsa þegar þau voru nýlent á Tenerife. „Það eru fyrstu upplýsingar sem við fáum þegar við lendum. Við vissum að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Svo er okkur addað í spjall og sjáum að það er allt komið í gang. Og þá fara að detta inn fullt af vísbendingum,“ segja Elísabet og Grétar Már í samtali við Vísi. Hjónin eru bæði í björgunarsveitinni og hófust þau strax handa við að koma upplýsingum á félaga sína. Björgunarsveitin í Þorlákshöfn var í startholunum og allt bæjarfélagið í Þorlákshöfn tók þátt í að miðla upplýsingum. Hjónin eru agndofa yfir starfi Dýrfinnu, sem stýrðu aðgerðunum. Sjálfboðaliðar hjá Dýrfinnu kortlögðu leiðir Bangsa og notuðu hitamyndavélar, dróna og leitarhunda við leitina.Aðsend „Það eru eiginlega allir í smá sjokki yfir þessari vinnu. Mér finnst svo magnað hvað þau eru að gera [hjá Dýrfinnu]. Hann hefði aldrei fundist eða nást. Við höfum bæði verið í björgunarsveit og við sáum að þau hjá Dýrfinnu tóku stjórnina og voru einhvern veginn að stjórna mannskapnum. Þetta var ótrúlegt, það voru allt í einu komnir allir, alls staðar að.“ Þegar mest lét voru um sjötíu manns að leita að Bangsa. Leitin stóð yfir til hálf tvö í fyrrinótt og hófst fimm tímum síðar. Þá hafði Bangsi verið úti í tíu stiga frosti án vatns og matar. Loks fannst hann, heill á húfi, rétt fyrir klukkan tíu í gærmorgun, eftir 22 klukkustundir. „Hann var ískaldur en hann er mjög seigur og hefur verið að þjálfa hjá björgunarsveitinni okkar og hefur verið í mikilli útivist. En hann er undir teppi núna og er að hvíla sig, eiginlega bara búinn að sofa í allan dag.“ Bangsi kom sér fyrir undir teppi, þreyttur eftir átökin.Aðsend Loks tókst leitarhópnum að finna Bangsa og viðbúið var að hann yrði skelkaður. Elísabet og Grétar Már segja að í svona aðstæðum kunni hundar að fara í „flótta- eða árásarviðbragð“ (e. fight or flight) og reyni að stinga af. Þegar Bangsi sá afa sinn, pabba Grétars Más, rölti hann blessunarlega rólega til hans. „Hann tók rúntinn, einhvern risahring og fór í gegnum bæinn alveg nokkrum sinnum. Og í rauninni vildi ekki láta ná sér af því hann þekkti engan þarna. Oft svara þeir ekki kalli frá eiganda eða neitt svoleiðis, það voru allir komnir í hring í kringum hann og svo bara labbaði hann að afa sínum og dillaði rófunni.“ Hér að neðan má sjá myndband af endurfundinum. Klippa: Bangsi fannst að lokum Elísabet og Grétar Már vilja vekja athygli á styrktarreikningi Dýrfinnu: Kennitala: 560822-1700 Reikningsnúmer: 0515-26-009649
Dýr Björgunarsveitir Hundar Ölfus Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira