Henry orðaður við kvennalandslið Frakklands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 15:31 Thierry Henry gæti verið að taka við franska kvennalandsliðinu. EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Thierry Henry, fyrrverandi heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu, hefur verið orðaður við stöðu þjálfara franska kvennalandsliðsins. Corinne Diacre var nýverið rekin með skömm og er nafn Henry meðal þeirra sem nefnd hafa verið til sögnnar. Hinn 45 ára gamli Henry lék með Monaco, Juventus, Arsenal, Barcelona og New York Red Bulls á ferli sínum sem leikmaður. Vann hann fjölda titla, þar á meðal Meistaradeild Evrópu með Barcelona vorið 2009. Henry lék einnig 123 landsleiki fyrir Frakkland á sínum tíma og skoraði í þeim 51 mörk. Varð hann heimsmeistari með Frakklandi árið 1998 og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Eftir að skórnir fóru á hilluna sneri Henry sér að þjálfun. Hann var aðstoðarþjálfari belgíska karlandsliðsins frá 2016 til 2018 og aftur frá 2021 til 2022. Í milli tíðinni þjálfaði hann Monaco sem og Montreal Impact í Bandaríkjunum. Pour succéder à Diacre à la tête des Bleues, la FFF rêve de Henry et a auditionné Gourvennec https://t.co/hMQbKpO6iV pic.twitter.com/Vlbw2D5JTT— L'ÉQUIPE (@lequipe) March 16, 2023 Nú virðist sem Henry gæti verið að færa sig yfir í kvennaboltann. Knattspyrnusamband Frakklands ákvað að reka Corinne Diacre nýverið eftir að margir af reynslumestu leikmönnum liðsins kvörtuðu yfir stjórnarháttum hennar. Ekki nóg með að Diacre hafi fengið sparkið heldur fékk Noël Le Graët, forseti franska sambandsins, það einnig. Frakkland er í 5. sæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Liðið fór alla leið í undanúrslit á EM síðasta sumar en féll úr leik gegn Þýskalandi. Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Renard opnar aftur landsliðsdyrnar eftir að þjálfarinn var rekinn Stórstjarna franska kvennalandsliðsins í fótbolta og ein allra sigursælasta knattspyrnukona sögunnar gæti verið með á heimsmeistaramótinu í sumar eftir allt saman. 14. mars 2023 14:31 Þjálfari franska kvennalandsliðsins neitar að hætta og talar um rógsherferð Corinne Diacre er þjálfari franska kvennalandsliðsins í fótbolta og vill vera það áfram þrátt fyrir að hafa fengið á sig mikla gagnrýni síðustu vikur. 9. mars 2023 11:42 Hættur eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og fleiri hneyksli Hinn afar umdeildi Noël Le Graët er endanlega hættur sem forseti franska knattspyrnusambandsins, eftir að hafa meðal annars verið sakaður um kynferðislega áreitni. 28. febrúar 2023 11:56 Fyrirliðinn ekki með á HM í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins Fyrirliði franska kvennalandsliðsins í knattspyrnu Wendie Renard tilkynnti í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér fyrir heimsmeistaramótið í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins. 24. febrúar 2023 18:31 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Fleiri fréttir Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Henry lék með Monaco, Juventus, Arsenal, Barcelona og New York Red Bulls á ferli sínum sem leikmaður. Vann hann fjölda titla, þar á meðal Meistaradeild Evrópu með Barcelona vorið 2009. Henry lék einnig 123 landsleiki fyrir Frakkland á sínum tíma og skoraði í þeim 51 mörk. Varð hann heimsmeistari með Frakklandi árið 1998 og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Eftir að skórnir fóru á hilluna sneri Henry sér að þjálfun. Hann var aðstoðarþjálfari belgíska karlandsliðsins frá 2016 til 2018 og aftur frá 2021 til 2022. Í milli tíðinni þjálfaði hann Monaco sem og Montreal Impact í Bandaríkjunum. Pour succéder à Diacre à la tête des Bleues, la FFF rêve de Henry et a auditionné Gourvennec https://t.co/hMQbKpO6iV pic.twitter.com/Vlbw2D5JTT— L'ÉQUIPE (@lequipe) March 16, 2023 Nú virðist sem Henry gæti verið að færa sig yfir í kvennaboltann. Knattspyrnusamband Frakklands ákvað að reka Corinne Diacre nýverið eftir að margir af reynslumestu leikmönnum liðsins kvörtuðu yfir stjórnarháttum hennar. Ekki nóg með að Diacre hafi fengið sparkið heldur fékk Noël Le Graët, forseti franska sambandsins, það einnig. Frakkland er í 5. sæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Liðið fór alla leið í undanúrslit á EM síðasta sumar en féll úr leik gegn Þýskalandi.
Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Renard opnar aftur landsliðsdyrnar eftir að þjálfarinn var rekinn Stórstjarna franska kvennalandsliðsins í fótbolta og ein allra sigursælasta knattspyrnukona sögunnar gæti verið með á heimsmeistaramótinu í sumar eftir allt saman. 14. mars 2023 14:31 Þjálfari franska kvennalandsliðsins neitar að hætta og talar um rógsherferð Corinne Diacre er þjálfari franska kvennalandsliðsins í fótbolta og vill vera það áfram þrátt fyrir að hafa fengið á sig mikla gagnrýni síðustu vikur. 9. mars 2023 11:42 Hættur eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og fleiri hneyksli Hinn afar umdeildi Noël Le Graët er endanlega hættur sem forseti franska knattspyrnusambandsins, eftir að hafa meðal annars verið sakaður um kynferðislega áreitni. 28. febrúar 2023 11:56 Fyrirliðinn ekki með á HM í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins Fyrirliði franska kvennalandsliðsins í knattspyrnu Wendie Renard tilkynnti í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér fyrir heimsmeistaramótið í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins. 24. febrúar 2023 18:31 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Fleiri fréttir Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Sjá meira
Renard opnar aftur landsliðsdyrnar eftir að þjálfarinn var rekinn Stórstjarna franska kvennalandsliðsins í fótbolta og ein allra sigursælasta knattspyrnukona sögunnar gæti verið með á heimsmeistaramótinu í sumar eftir allt saman. 14. mars 2023 14:31
Þjálfari franska kvennalandsliðsins neitar að hætta og talar um rógsherferð Corinne Diacre er þjálfari franska kvennalandsliðsins í fótbolta og vill vera það áfram þrátt fyrir að hafa fengið á sig mikla gagnrýni síðustu vikur. 9. mars 2023 11:42
Hættur eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og fleiri hneyksli Hinn afar umdeildi Noël Le Graët er endanlega hættur sem forseti franska knattspyrnusambandsins, eftir að hafa meðal annars verið sakaður um kynferðislega áreitni. 28. febrúar 2023 11:56
Fyrirliðinn ekki með á HM í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins Fyrirliði franska kvennalandsliðsins í knattspyrnu Wendie Renard tilkynnti í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér fyrir heimsmeistaramótið í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins. 24. febrúar 2023 18:31