Sótti í danskar rætur og var grimmur á Duolingo Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. mars 2023 13:30 Hilmar Guðjónsson er tilnefndur sem leikari ársins í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni Volaða land. aðsend „Þetta er rosalega stór og mikil mynd, epísk og stór,“ segir leikarinn Hilmar Guðjónsson sem fer með hlutverk í myndinni Volaða land. Myndin er tilnefnd til ellefu Edduverðlauna, þar á meðal sem kvikmynd ársins en auk þess er Hilmar tilnefndur sem leikari ársins í aukahlutverki. Myndin segir frá dönskum presti sem ferðast til Íslands undir lok 19. aldar til þess að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Það er sérvitur leiðsögumaður sem leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki í félagsskap heimamanna. Með tímanum fer presturinn að missa tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og siðgæði sínu. „Í myndinni leik ég túlk sem er svona millistykki þegar presturinn kemur til landsins. Hann kemur með honum og er mættur til þess að brúa bilið, en svo er spurning hvort það bjargi málum eða skapi usla,“ segir Hilmar í samtali við Vísi. Hilmar fer með hlutverk túlks sem fylgir dönskum presti til Íslands.Aðsend Hugsaði til langafa og reyndi að hafa hann hjá sér Hann segir hlutverk sitt í myndinni afar frábrugðið þeim hlutverkum sem hann hefur farið með hingað til. Myndin fer að miklu leyti fram á dönsku og reyndist það honum ákveðin áskorun. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég leik á dönsku. Það var helvíti gott. Ég undirbjó mig svolítið og var alveg grimmur á duolingo. Svo var langafi minn danskur þannig ég hugsaði til hans og reyndi að hafa hann svolítið hjá mér á meðan ég var að vinna þetta. Ég var auðvitað með skrifaðan texta.“ Þrátt fyrir að hafa unnið eftir handriti kom til þess að Hilmar þurfti að spinna. Hér fyrir neðan er að finna sýnishorn úr myndinni þar sem má heyra persónu Hilmars syngja. Hilmar samdi lagið á staðnum og var atriðið tekið upp í einni töku. Klippa: Volaða land - Sýnishorn „Við vorum þarna að skjóta þetta atriði, svo kemur þessi hugmynd frá Hlyni minnir mig. Það var svo fallegt þarna, þannig það kom hugmynd að ég myndi standa þarna uppi á kletti og syngja hástöfum. Hann spurði mig hvort ég kynni ekki eitthvað gamalt lag, því þetta á að gerast fyrir 150 árum síðan, þannig þetta mátti ekki vera eitthvað popplag. En ég sagðist bara alls ekki kunna neitt lag sem myndi passa þarna inn, en ég gæti kannski bara búið það til. Við ákváðum að prófa það.“ Í atriðinu segist Hilmar hafa sótt mikinn innblástur í fallega náttúruna. „Svo rappaði ég nú í gamla daga þannig maður er með svona rímvöðva sem maður gat leitað til. Svo kom þetta bara svona á staðnum.“ Hér má sjá myndband þar sem sýnt er á bak við tjöldin við tökur atriðisins. Klippa: Volaða land - Á bak við tjöldin Tilnefningin kom á óvart Volaða land var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes síðasta sumar. Hún var frumsýnd hér á landi í síðustu viku og hefur myndin hlotið góðar viðtökur. Edduverðlaunahátíðin fer fram nú á sunnudaginn og eins og áður segir hlýtur myndin ellefu tilnefningar, þar á meðal sem kvikmynd ársins. Hilmar segir tilnefningu sína sem leikari ársins í aukahlutverki hafa komið honum nokkuð á óvart. „Ég gerði ekki ráð fyrir þessu, af því við vorum í rauninni bara nýbúin að frumsýna myndina. Mér fannst þetta skrítið, því hugsaði að það væri enginn búinn að sjá þessa mynd. En mér fannst þetta mjög skemmtilegt og jákvætt.“ Hilmar fór með eitt af aðalhlutverkum í kvikmyndinni Villibráð sem slegið hefur í gegn hér á landi.vísir/hulda margrét Jákvæðnin smitast út til áhorfenda Hilmar hefur verið nokkuð áberandi undanfarin misseri, bæði í þáttunum Venjulegt fólk og nú síðast í kvikmyndinni Villibráð. „Maður finnur það líka svolítið, það var einhver ákveðin áferð á þessum verkefnum þegar maður var að vinna þau. Það var einhver jákvæðni og ég held að hún smitist svolítið til áhorfenda. Það er mjög góð tilfinning og ótrúlega gaman þegar það sem maður er að búa til fær að blómstra svona duglega. Nú vona ég bara að Volaða land geri það líka. Ég vona að sem flestir kíki á þessa mynd og njóti, því hún er algjört konfekt,“ segir Hilmar að lokum. Kvikmyndagerð á Íslandi Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09 Íslendingar yfirtaka Cannes Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar. 24. maí 2022 14:31 Volaða land keppir í Cannes Kvikmyndin Volaða land, eftir Hlyn Pálmason, hefur verið valin til að keppa á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. 14. apríl 2022 13:57 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Myndin segir frá dönskum presti sem ferðast til Íslands undir lok 19. aldar til þess að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Það er sérvitur leiðsögumaður sem leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki í félagsskap heimamanna. Með tímanum fer presturinn að missa tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og siðgæði sínu. „Í myndinni leik ég túlk sem er svona millistykki þegar presturinn kemur til landsins. Hann kemur með honum og er mættur til þess að brúa bilið, en svo er spurning hvort það bjargi málum eða skapi usla,“ segir Hilmar í samtali við Vísi. Hilmar fer með hlutverk túlks sem fylgir dönskum presti til Íslands.Aðsend Hugsaði til langafa og reyndi að hafa hann hjá sér Hann segir hlutverk sitt í myndinni afar frábrugðið þeim hlutverkum sem hann hefur farið með hingað til. Myndin fer að miklu leyti fram á dönsku og reyndist það honum ákveðin áskorun. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég leik á dönsku. Það var helvíti gott. Ég undirbjó mig svolítið og var alveg grimmur á duolingo. Svo var langafi minn danskur þannig ég hugsaði til hans og reyndi að hafa hann svolítið hjá mér á meðan ég var að vinna þetta. Ég var auðvitað með skrifaðan texta.“ Þrátt fyrir að hafa unnið eftir handriti kom til þess að Hilmar þurfti að spinna. Hér fyrir neðan er að finna sýnishorn úr myndinni þar sem má heyra persónu Hilmars syngja. Hilmar samdi lagið á staðnum og var atriðið tekið upp í einni töku. Klippa: Volaða land - Sýnishorn „Við vorum þarna að skjóta þetta atriði, svo kemur þessi hugmynd frá Hlyni minnir mig. Það var svo fallegt þarna, þannig það kom hugmynd að ég myndi standa þarna uppi á kletti og syngja hástöfum. Hann spurði mig hvort ég kynni ekki eitthvað gamalt lag, því þetta á að gerast fyrir 150 árum síðan, þannig þetta mátti ekki vera eitthvað popplag. En ég sagðist bara alls ekki kunna neitt lag sem myndi passa þarna inn, en ég gæti kannski bara búið það til. Við ákváðum að prófa það.“ Í atriðinu segist Hilmar hafa sótt mikinn innblástur í fallega náttúruna. „Svo rappaði ég nú í gamla daga þannig maður er með svona rímvöðva sem maður gat leitað til. Svo kom þetta bara svona á staðnum.“ Hér má sjá myndband þar sem sýnt er á bak við tjöldin við tökur atriðisins. Klippa: Volaða land - Á bak við tjöldin Tilnefningin kom á óvart Volaða land var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes síðasta sumar. Hún var frumsýnd hér á landi í síðustu viku og hefur myndin hlotið góðar viðtökur. Edduverðlaunahátíðin fer fram nú á sunnudaginn og eins og áður segir hlýtur myndin ellefu tilnefningar, þar á meðal sem kvikmynd ársins. Hilmar segir tilnefningu sína sem leikari ársins í aukahlutverki hafa komið honum nokkuð á óvart. „Ég gerði ekki ráð fyrir þessu, af því við vorum í rauninni bara nýbúin að frumsýna myndina. Mér fannst þetta skrítið, því hugsaði að það væri enginn búinn að sjá þessa mynd. En mér fannst þetta mjög skemmtilegt og jákvætt.“ Hilmar fór með eitt af aðalhlutverkum í kvikmyndinni Villibráð sem slegið hefur í gegn hér á landi.vísir/hulda margrét Jákvæðnin smitast út til áhorfenda Hilmar hefur verið nokkuð áberandi undanfarin misseri, bæði í þáttunum Venjulegt fólk og nú síðast í kvikmyndinni Villibráð. „Maður finnur það líka svolítið, það var einhver ákveðin áferð á þessum verkefnum þegar maður var að vinna þau. Það var einhver jákvæðni og ég held að hún smitist svolítið til áhorfenda. Það er mjög góð tilfinning og ótrúlega gaman þegar það sem maður er að búa til fær að blómstra svona duglega. Nú vona ég bara að Volaða land geri það líka. Ég vona að sem flestir kíki á þessa mynd og njóti, því hún er algjört konfekt,“ segir Hilmar að lokum.
Kvikmyndagerð á Íslandi Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09 Íslendingar yfirtaka Cannes Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar. 24. maí 2022 14:31 Volaða land keppir í Cannes Kvikmyndin Volaða land, eftir Hlyn Pálmason, hefur verið valin til að keppa á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. 14. apríl 2022 13:57 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09
Íslendingar yfirtaka Cannes Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar. 24. maí 2022 14:31
Volaða land keppir í Cannes Kvikmyndin Volaða land, eftir Hlyn Pálmason, hefur verið valin til að keppa á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. 14. apríl 2022 13:57