Við kynnum til leiks nítugustu og níundu útgáfuna af kvissinu. Sem fyrr eru í því tíu spurningar þar sem snert er á því sem gerðist í liðinni viku.
Hvaða kvikmynd var sigursælust á nýliðinni Óskarsverðlaunahátíð? Í hvaða póstnúmeri eru Álfheimar? Hvaða íslenska skáld gagnrýndi breska rithöfundinn JK Rowling á dögunum?
Spreyttu þig á spurningunum og sem fyrr er montrétturinn að veði.