Styrkja Matvælaáætlun SÞ vegna hamfaranna í Malaví Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2023 13:27 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld treysti fáum betur en Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna til að koma framlaginu til þeirra sem þurfa mest á því að halda. Vísir/Ívar Fannar Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verja hálfri milljón Bandaríkjadala, jafnvirði 71 milljón króna, til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna vegna neyðarástandsins sem skapast hefur í Malaví af völdum hitabeltisstormsins Freddy. Alls hafa verið staðfest 324 dauðsföll í Malaví af völdum óveðursins og 160 þúsund manns hafa misst heimili sín. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að framlagið muni nýtast stjórnvöldum í Malaví til björgunaraðgerða, við flutning á neyðargögnum og til þess að kaupa mat fyrir þær þúsundir sem reiða sig á matvælastuðning eftir hamfarirnar. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að þegar óvænt neyð skapist í samstarfsríki, eins og í þessu tilviki, þá kalli það á skjót viðbrögð. „Við treystum fáum samstarfsaðilum betur en Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, til að koma framlaginu til þeirra sem þurfa mest á því að halda,“ segir Þórdís Kolbrún. Alls hafa verið staðfest 324 dauðsföll í Malaví af völdum óveðursins og 160 þúsund manns hafa misst heimili sín.EPA Fram kemur að sendiráð Íslands í malavísku höfuðborginni Lilongwe hafi langa og góða reynslu af samstarfi við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna í Malaví. Stofnunin sé jafnframt áherslustofnun Íslands í mannúðarmálum. „Malaví hefur verið tvíhliða samstarfsland Íslands í 33 ár. Í desember síðastliðnum sótti utanríkisráðherra landið heim og sá meðal annars afrakstur samstarfsverkefna Íslands og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í landinu. Í tvíhliða samstarfslöndum reynir Ísland eftir bestu getu að veita neyðaraðstoð þegar hamfarir ganga yfir,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þá er haft eftir Paul Turnbull, umdæmisstjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, að starfsmenn bregðist við eins og hratt og mögulegt sé við þessar aðstæður. Hversu víðtækar afleiðingar þessar náttúruhamfarir hafi í Malaví komi ekki í ljós fyrr en úttekt á því liggi fyrir, en að ljóst sé að Malaví þurfi verulegan stuðning. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Malaví Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Utanríkismál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fellibylurinn Freddy orðinn sá langlífasti í sögunni Fellibylurinn Freddy hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar í Afríkuríkjunum Malaví og Mósambík en tala látinna á svæðinu fór yfir 200 í gær. 15. mars 2023 07:35 Tæplega hundrað látnir eftir fellibyl í Malaví Fellibylurinn Freddy skall á suðurhluta Malaví í dag og létu 99 manns lífið. Að minnsta kosti 134 dvelja nú á spítala eftir fellibylinn. 13. mars 2023 20:43 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Alls hafa verið staðfest 324 dauðsföll í Malaví af völdum óveðursins og 160 þúsund manns hafa misst heimili sín. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að framlagið muni nýtast stjórnvöldum í Malaví til björgunaraðgerða, við flutning á neyðargögnum og til þess að kaupa mat fyrir þær þúsundir sem reiða sig á matvælastuðning eftir hamfarirnar. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að þegar óvænt neyð skapist í samstarfsríki, eins og í þessu tilviki, þá kalli það á skjót viðbrögð. „Við treystum fáum samstarfsaðilum betur en Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, til að koma framlaginu til þeirra sem þurfa mest á því að halda,“ segir Þórdís Kolbrún. Alls hafa verið staðfest 324 dauðsföll í Malaví af völdum óveðursins og 160 þúsund manns hafa misst heimili sín.EPA Fram kemur að sendiráð Íslands í malavísku höfuðborginni Lilongwe hafi langa og góða reynslu af samstarfi við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna í Malaví. Stofnunin sé jafnframt áherslustofnun Íslands í mannúðarmálum. „Malaví hefur verið tvíhliða samstarfsland Íslands í 33 ár. Í desember síðastliðnum sótti utanríkisráðherra landið heim og sá meðal annars afrakstur samstarfsverkefna Íslands og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í landinu. Í tvíhliða samstarfslöndum reynir Ísland eftir bestu getu að veita neyðaraðstoð þegar hamfarir ganga yfir,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þá er haft eftir Paul Turnbull, umdæmisstjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, að starfsmenn bregðist við eins og hratt og mögulegt sé við þessar aðstæður. Hversu víðtækar afleiðingar þessar náttúruhamfarir hafi í Malaví komi ekki í ljós fyrr en úttekt á því liggi fyrir, en að ljóst sé að Malaví þurfi verulegan stuðning.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Malaví Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Utanríkismál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fellibylurinn Freddy orðinn sá langlífasti í sögunni Fellibylurinn Freddy hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar í Afríkuríkjunum Malaví og Mósambík en tala látinna á svæðinu fór yfir 200 í gær. 15. mars 2023 07:35 Tæplega hundrað látnir eftir fellibyl í Malaví Fellibylurinn Freddy skall á suðurhluta Malaví í dag og létu 99 manns lífið. Að minnsta kosti 134 dvelja nú á spítala eftir fellibylinn. 13. mars 2023 20:43 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Fellibylurinn Freddy orðinn sá langlífasti í sögunni Fellibylurinn Freddy hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar í Afríkuríkjunum Malaví og Mósambík en tala látinna á svæðinu fór yfir 200 í gær. 15. mars 2023 07:35
Tæplega hundrað látnir eftir fellibyl í Malaví Fellibylurinn Freddy skall á suðurhluta Malaví í dag og létu 99 manns lífið. Að minnsta kosti 134 dvelja nú á spítala eftir fellibylinn. 13. mars 2023 20:43