Ætla að granda herþotum sem sendar verða til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2023 14:29 Pólskum Mig-29 flogið yfir Póllandi. Getty/ Ráðamenn í Rússlandi segjast ætla að granda herþotum sem bakhjarlar Úkraínu gefa Úkraínumönnum. Pólverjar tilkynntu í gær að þeir ætluðu að senda minnst ellefu gamlar MiG-29 orrustuþotur til Úkraínu og ríkisstjórn Slóvakíu tilkynnti svo í dag að þaðan yrðu sendar þrettán þotur af sömu gerð. Í frétt Reuters segir að Slóvakar muni fá greiðslu úr sjóðum Evrópusambandsins vegna hergagnaflutninganna og þeir munu þar að auki fá hergögn frá Bandaríkjunum. Eduard Heger, forsætisráðherra Slóvakíu sagði í tísti í dag að hernaðaraðstoð sem þessi væri gífurlega mikilvæg svo Úkraínumenn gætu varið sig og alla Evrópu gegn Rússum. Heger sagði einnig að sigur Úkraínumanna væri nauðsynlegur til að koma aftur á friði og ná fram réttlæti. Þá sagðist hann hafa talað við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag og að hann hefði þáð boð Selenskís um heimsókn til Úkraínu. I call @ZelenskyyUa about gov. decision to send 13 MiGs. We support brave people of #Ukraine who fight against #RussianAggression. They need tools to defend their homeland - without that there will be neither #peace nor #justice. I ve accepted his invitation to visit soon. pic.twitter.com/ftsdBeYEmY— Eduard Heger (@eduardheger) March 17, 2023 Slóvakar hættu notkun MiG-29 herþotna í fyrra og pöntuðu þeir F-16 þotur frá Bandaríkjunum í staðinn. Forsvarsmenn Slóvakíu og Póllands eru þeir fyrstu til að taka þessi skref en Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið kallað eftir nýjum herþotum. Úkraínumenn hafa beðið um F-16 orrustuþotur. Þoturnar vilja þeir til að auka varnir sínar og líka til að auka hernaðarlega getu fyrir væntanlegar gagnárásir gegn Rússum á næstu vikum og mánuðum. Lítill vilji er til þess meðal bakhjarla Úkraínu að svo stöddu. Fyrstu F-16 orrustuþotunni var flogið árið 1976 en síðan þá hafa þær ítrekað verið endurhannaðar og framleiddar í breyttum útgáfum. F-16 voru framleiddar í Bandaríkjunum og eru notaðar víða um heim. Þá er víða verið að leysa þær af hólmi með nýjum F-35 herþotum. Munu á endanum þurfa vestræn vopn Í stuttu máli sagt, þá munu Úkraínumenn þurfa að öðlast vestrænar herþotur á endanum. Standi stríðið yfir í einhver ár munu Úkraínumenn þurfa Vestræn vopn þar sem skotfæri, varahlutir og annað sem þarf til að reka gömlu sovésku orrustuþotur er ekki framleitt í Vesturlöndum. Það er lengra tíma vandamál en Úkraínumenn gætu brúað bilið með því að notast við MiG-29 orrustuþotur, sem flugmenn Úkraínu eiga að vera þjálfaðir í að nota. Þegar innrás Rússa hófst var talið að Úkraínski flugherinn ætti um 120 herþotur og þar af mest af gerðinni MiG-29 og Su-27. MiG-29 þoturnar voru hannaðar á tímum Sovétríkjanna en þeirri fyrstu var flogið árið 1977 og sovéski flugherinn tók þær fyrst í notkun árið 1983. Þær eru hannaðar til notkunar gegn öðrum herþotum en hafa í gegnum árum tekið breytingum og er einnig hægt að nota þær í árása á skotmörk á jörðu niðri. Þegar Andrzej Duda, forseti Póllands, opinberaði í gær að þoturnar yrðu sendar til Úkraínu tók hann fram að þær væru orðnar nokkuð gamlar en ítrekaði að þær væru í góðu standi. Ætla að granda öllum þotunum Ráðamenn í Rússlandi segja að Slóvakar megi ekki senda MiG-29 þotur til Úkraínu. Það brjóti gegn samkomulagi milli Rússlands og Slóvakíu og hergögn og vopn frá tímum Sovétríkjanna. Í frétt Tass segir að Rússar eigi að hafa lokaorðið um hergagnasendingar sem þessar. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í dag að Rússar myndu granda öllum þotum sem Úkraínumenn fá frá bakhjörlum sínum. Hann sagði sendingarnar til marks um beina aðkomu Vesturlanda að stríðinu, eins og Rússar hafa lengi haldið fram. Þá sagði Peskóv að hann hefði á tilfinningunni að Vesturlönd væru að losa sig við úr sér gengin hergögn með því að senda þau til Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Rússland Tengdar fréttir Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt. 17. mars 2023 12:08 Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Í frétt Reuters segir að Slóvakar muni fá greiðslu úr sjóðum Evrópusambandsins vegna hergagnaflutninganna og þeir munu þar að auki fá hergögn frá Bandaríkjunum. Eduard Heger, forsætisráðherra Slóvakíu sagði í tísti í dag að hernaðaraðstoð sem þessi væri gífurlega mikilvæg svo Úkraínumenn gætu varið sig og alla Evrópu gegn Rússum. Heger sagði einnig að sigur Úkraínumanna væri nauðsynlegur til að koma aftur á friði og ná fram réttlæti. Þá sagðist hann hafa talað við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag og að hann hefði þáð boð Selenskís um heimsókn til Úkraínu. I call @ZelenskyyUa about gov. decision to send 13 MiGs. We support brave people of #Ukraine who fight against #RussianAggression. They need tools to defend their homeland - without that there will be neither #peace nor #justice. I ve accepted his invitation to visit soon. pic.twitter.com/ftsdBeYEmY— Eduard Heger (@eduardheger) March 17, 2023 Slóvakar hættu notkun MiG-29 herþotna í fyrra og pöntuðu þeir F-16 þotur frá Bandaríkjunum í staðinn. Forsvarsmenn Slóvakíu og Póllands eru þeir fyrstu til að taka þessi skref en Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið kallað eftir nýjum herþotum. Úkraínumenn hafa beðið um F-16 orrustuþotur. Þoturnar vilja þeir til að auka varnir sínar og líka til að auka hernaðarlega getu fyrir væntanlegar gagnárásir gegn Rússum á næstu vikum og mánuðum. Lítill vilji er til þess meðal bakhjarla Úkraínu að svo stöddu. Fyrstu F-16 orrustuþotunni var flogið árið 1976 en síðan þá hafa þær ítrekað verið endurhannaðar og framleiddar í breyttum útgáfum. F-16 voru framleiddar í Bandaríkjunum og eru notaðar víða um heim. Þá er víða verið að leysa þær af hólmi með nýjum F-35 herþotum. Munu á endanum þurfa vestræn vopn Í stuttu máli sagt, þá munu Úkraínumenn þurfa að öðlast vestrænar herþotur á endanum. Standi stríðið yfir í einhver ár munu Úkraínumenn þurfa Vestræn vopn þar sem skotfæri, varahlutir og annað sem þarf til að reka gömlu sovésku orrustuþotur er ekki framleitt í Vesturlöndum. Það er lengra tíma vandamál en Úkraínumenn gætu brúað bilið með því að notast við MiG-29 orrustuþotur, sem flugmenn Úkraínu eiga að vera þjálfaðir í að nota. Þegar innrás Rússa hófst var talið að Úkraínski flugherinn ætti um 120 herþotur og þar af mest af gerðinni MiG-29 og Su-27. MiG-29 þoturnar voru hannaðar á tímum Sovétríkjanna en þeirri fyrstu var flogið árið 1977 og sovéski flugherinn tók þær fyrst í notkun árið 1983. Þær eru hannaðar til notkunar gegn öðrum herþotum en hafa í gegnum árum tekið breytingum og er einnig hægt að nota þær í árása á skotmörk á jörðu niðri. Þegar Andrzej Duda, forseti Póllands, opinberaði í gær að þoturnar yrðu sendar til Úkraínu tók hann fram að þær væru orðnar nokkuð gamlar en ítrekaði að þær væru í góðu standi. Ætla að granda öllum þotunum Ráðamenn í Rússlandi segja að Slóvakar megi ekki senda MiG-29 þotur til Úkraínu. Það brjóti gegn samkomulagi milli Rússlands og Slóvakíu og hergögn og vopn frá tímum Sovétríkjanna. Í frétt Tass segir að Rússar eigi að hafa lokaorðið um hergagnasendingar sem þessar. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í dag að Rússar myndu granda öllum þotum sem Úkraínumenn fá frá bakhjörlum sínum. Hann sagði sendingarnar til marks um beina aðkomu Vesturlanda að stríðinu, eins og Rússar hafa lengi haldið fram. Þá sagði Peskóv að hann hefði á tilfinningunni að Vesturlönd væru að losa sig við úr sér gengin hergögn með því að senda þau til Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Rússland Tengdar fréttir Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt. 17. mars 2023 12:08 Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt. 17. mars 2023 12:08
Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08