Nú hefur fólk sýnt sitt rétta andlit Benedikta Svafarsdóttir, Magnús Guðmundsson og Sigfinnur Mikaelsson skrifa 17. mars 2023 14:31 Takk minnihluti sveitarstjórnar Múlaþings fyrir að standa með lýðræðinu og leggja fram tillögu um að standa með 75% íbúa Seyðisfjarðar, sem eru á móti sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem var reyndar felld af meirihlutanum. Auðurinn liggur í fólkinu. Vonum að Múlaþing átti sig á því og komist á þá braut að vera ávallt í fararbroddi sveitarfélaga hvað lýðræðisleg vinnubrögð varðar. Jens Garðar Helgason aðstoðarframkvæmdastjóri Ice Fish Farm. VÁ hefur byggt sín skrif í laxeldisumræðunni á áliti skipulagsstofnunar við frummatsskýrslu FA og skýrslu VSÓ fyrir Vegagerðina um áhættumat siglinga og nú síðast á svartri skýrslu Ríkisendurskoðanda um fiskeldi. Skýrslan staðfestir reyndar okkar mál á bls 11. ”dæmi eru um að uppbygging sjókvíaeldis skarist á við aðra mikilvæga nýtingu strandsvæða, svo sem siglingaleiðir, helgunarsvæði fjarskipta- og raforkustrengja og við hvíta ljósgeira siglingavita.” Í frummatsskýrslunni er þessi lýsing á kvíastæðunum: “Lengd á útförum frá ramma að akkeri er að jafnaði 3X sjávardýpið. Stærð ramma er 100 x 100 m og þvermál kvía er 50 m. Fjarðlægð milli eldiskvía í rammafestingu er 60 m og þannig er best tryggt að botndýralífi verði sem minnst raskað og það hraðar endurnýjunartíma botndýralífs á hvíldartíma.” Þetta tekur mikið pláss eins og kemur fram í athugasemdum Skipulagsstofnunar: ”Skipulagsstofnun bendir á að dæmi eru um að eldissvæði vegna sjókvíaeldis hafi verið svo þröngt afmörkuð og aðstæður þannig á botni að ekki hefur verið mögulegt að koma öllum festingum fyrir innan eldissvæða. Það þarf ekki að vera raunin hvað varðar fyrirhugað eldi í Seyðisfirði en vegna mikillar nálægðar við sæstrenginn er enn meira tilefni til að gætt sé að endanlegri staðsetningu kvíafestinga.” Í ljósi þröngrar siglingaleiðar, ljósgeira vita og Farice-1 bendir Skipulagsstofnun á: ” .. setja landfræðilegar aðstæður og skipaumferð því þröngar skorður, hvort og hvar hægt er að stunda sjókvíaeldi í Seyðisfirði.” Við höfum byggt allt okkar á opinberum gögnum sem finnast um laxeldið og stransvæðaskipulagsvinnuna en ekki á neinum misskilningi. FA lagði kynningarplagg fyrir sveitarstjórnina þar sem öll kort og kvíastæði eru ómálsett og engan vegin hægt að átta sig á staðreyndum. Þar er reyndar staðfest að kvíastæði í Selstaðavík fer inn á helgunarsvæðið. Gott að heyra – við höfum ekki misskilið neitt. VÁ hafnar stríði þegar við getum haft frið. En við munum berjast áfram við að verja fjörðinn okkar fyrst meirihluti Sveitarstjórnar gerir það ekki. Getur verið að þetta mikla stríð um Seyðisfjörð tengist því sem kemur fram í þessari grein. Þar segir m.a: ”Þetta þýðir að ef leyfin fyrir Seyðisfjörð fara í gegn munu þeir, sem seldu 2017, færast nær því að fá um þrjúþúsund milljónir króna til viðbótar í sína vasa. Óþarfi er að efast um að stjórnendur fyrirtækisins fá hraustlegan skerf í sinn hlut ef þetta gengur upp. Málið snýst um persónulega hagsmuni fárra en ekki fólksins á Seyðisfirði.” Við hvetjum alla, sérstaklega sveitarstjórnarfólk, til að lesa þessa grein og það sem hún vísar í. Þar kemur skírt fram hver hagnast mest á því að sjókvíaeldi verði troðið í Seyðisfjörð. Það er ekki sveitarfélagið. Í greininni er vísað í þessa frétt. Endilega lesið hana. Jens Garðar. Ef þú kemur með kynningarfund og herferð til Seyðisfjarðar skaltu vera með rétt kort og annað sem veitir réttar upplýsingar um stórstraumsfjöru, netalagnir, helgunarsvæði, siglingaleiðir, ljósgeira , málsett og hnitsett kvíastæði, akkerrisfestingar, lengd og staðsetningar þeirra með hnitum. Þá skulum við rökræða við þig og taka umræðuna á réttum forsendum. Stærsta málið er þó afstaða meirihluta íbúa, sem vilja ekki sjá sjókvíaeldi í fjörðinn. Fyrirtæki með samfélagslega hugsun og ábyrgð fer ekki gegn þeim staðreyndum. Jens, þú þarft að gera grein fyrir því afhverju fyrirtækið er samt að keyra þetta áfram þvert á vilja íbúa. Við viljum benda á grein. sem við birtum fyrir nokkru hér í Austurglugganum. Svona viljum við hafa bæinn okkar. Virðið það. F.h. VÁ Benedikta Svafarsdóttir Magnús Guðmundsson Sigfinnur Mikaelsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Takk minnihluti sveitarstjórnar Múlaþings fyrir að standa með lýðræðinu og leggja fram tillögu um að standa með 75% íbúa Seyðisfjarðar, sem eru á móti sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem var reyndar felld af meirihlutanum. Auðurinn liggur í fólkinu. Vonum að Múlaþing átti sig á því og komist á þá braut að vera ávallt í fararbroddi sveitarfélaga hvað lýðræðisleg vinnubrögð varðar. Jens Garðar Helgason aðstoðarframkvæmdastjóri Ice Fish Farm. VÁ hefur byggt sín skrif í laxeldisumræðunni á áliti skipulagsstofnunar við frummatsskýrslu FA og skýrslu VSÓ fyrir Vegagerðina um áhættumat siglinga og nú síðast á svartri skýrslu Ríkisendurskoðanda um fiskeldi. Skýrslan staðfestir reyndar okkar mál á bls 11. ”dæmi eru um að uppbygging sjókvíaeldis skarist á við aðra mikilvæga nýtingu strandsvæða, svo sem siglingaleiðir, helgunarsvæði fjarskipta- og raforkustrengja og við hvíta ljósgeira siglingavita.” Í frummatsskýrslunni er þessi lýsing á kvíastæðunum: “Lengd á útförum frá ramma að akkeri er að jafnaði 3X sjávardýpið. Stærð ramma er 100 x 100 m og þvermál kvía er 50 m. Fjarðlægð milli eldiskvía í rammafestingu er 60 m og þannig er best tryggt að botndýralífi verði sem minnst raskað og það hraðar endurnýjunartíma botndýralífs á hvíldartíma.” Þetta tekur mikið pláss eins og kemur fram í athugasemdum Skipulagsstofnunar: ”Skipulagsstofnun bendir á að dæmi eru um að eldissvæði vegna sjókvíaeldis hafi verið svo þröngt afmörkuð og aðstæður þannig á botni að ekki hefur verið mögulegt að koma öllum festingum fyrir innan eldissvæða. Það þarf ekki að vera raunin hvað varðar fyrirhugað eldi í Seyðisfirði en vegna mikillar nálægðar við sæstrenginn er enn meira tilefni til að gætt sé að endanlegri staðsetningu kvíafestinga.” Í ljósi þröngrar siglingaleiðar, ljósgeira vita og Farice-1 bendir Skipulagsstofnun á: ” .. setja landfræðilegar aðstæður og skipaumferð því þröngar skorður, hvort og hvar hægt er að stunda sjókvíaeldi í Seyðisfirði.” Við höfum byggt allt okkar á opinberum gögnum sem finnast um laxeldið og stransvæðaskipulagsvinnuna en ekki á neinum misskilningi. FA lagði kynningarplagg fyrir sveitarstjórnina þar sem öll kort og kvíastæði eru ómálsett og engan vegin hægt að átta sig á staðreyndum. Þar er reyndar staðfest að kvíastæði í Selstaðavík fer inn á helgunarsvæðið. Gott að heyra – við höfum ekki misskilið neitt. VÁ hafnar stríði þegar við getum haft frið. En við munum berjast áfram við að verja fjörðinn okkar fyrst meirihluti Sveitarstjórnar gerir það ekki. Getur verið að þetta mikla stríð um Seyðisfjörð tengist því sem kemur fram í þessari grein. Þar segir m.a: ”Þetta þýðir að ef leyfin fyrir Seyðisfjörð fara í gegn munu þeir, sem seldu 2017, færast nær því að fá um þrjúþúsund milljónir króna til viðbótar í sína vasa. Óþarfi er að efast um að stjórnendur fyrirtækisins fá hraustlegan skerf í sinn hlut ef þetta gengur upp. Málið snýst um persónulega hagsmuni fárra en ekki fólksins á Seyðisfirði.” Við hvetjum alla, sérstaklega sveitarstjórnarfólk, til að lesa þessa grein og það sem hún vísar í. Þar kemur skírt fram hver hagnast mest á því að sjókvíaeldi verði troðið í Seyðisfjörð. Það er ekki sveitarfélagið. Í greininni er vísað í þessa frétt. Endilega lesið hana. Jens Garðar. Ef þú kemur með kynningarfund og herferð til Seyðisfjarðar skaltu vera með rétt kort og annað sem veitir réttar upplýsingar um stórstraumsfjöru, netalagnir, helgunarsvæði, siglingaleiðir, ljósgeira , málsett og hnitsett kvíastæði, akkerrisfestingar, lengd og staðsetningar þeirra með hnitum. Þá skulum við rökræða við þig og taka umræðuna á réttum forsendum. Stærsta málið er þó afstaða meirihluta íbúa, sem vilja ekki sjá sjókvíaeldi í fjörðinn. Fyrirtæki með samfélagslega hugsun og ábyrgð fer ekki gegn þeim staðreyndum. Jens, þú þarft að gera grein fyrir því afhverju fyrirtækið er samt að keyra þetta áfram þvert á vilja íbúa. Við viljum benda á grein. sem við birtum fyrir nokkru hér í Austurglugganum. Svona viljum við hafa bæinn okkar. Virðið það. F.h. VÁ Benedikta Svafarsdóttir Magnús Guðmundsson Sigfinnur Mikaelsson
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar