Enginn spilað meira en Bruno Fernandes Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2023 08:01 Bruno Fernandes fær ekki mikla hvíld. Getty Images Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, verður seint sagður latur knattspyrnumaður. Enginn leikmaður í bestu fimm deildum Evrópu hefur spilað meira en Portúgalinn á þessari leiktíð. Manchester United vann 1-0 útisigur á Real Betis frá Spáni á fimmtudaginn var. Bruno Fernandes var í byrjunarliði Man United þó svo að félagið hefði unnið fyrri leik liðanna 4-1 á Old Trafford. Þetta var 43. leikur hans í treyju Man Utd á tímabilinu. Einnig hefur hann spilað 11 landsleiki og leikirnir á yfirstandandi leiktíð þar af leiðandi orðnir 54. Man United á að lágmarki eftir 15 leiki á leiktíðinni, líklega fleiri, og þá er Bruno í landsliðshóp Portúgals sem mæta Liechtenstein og Lúxemborg í undankeppni EM 2024 síðar í þessum mánuði. Þrátt fyrir gríðarlegt álag þá virðist ekkert hægjast á Bruno. Hann var enn á fullu rétt áður en hann var tekinn af velli gegn Betis á fimmtudag. Klukkaði hann þar 68 mínútur sem þýðir að hann hefur nú spilað 3751 mínútur á leiktíðinni. Enginn leikmaður efstu fimm deilda Evrópu hefur spilað meira. Bruno Fernandes has played the most minutes of any player in Europe s top five leagues this season, including goalkeepers: 3751.David de Gea is next on 3690. Erik ten Hag s faith in Fernandes is total, both for stamina + tactics.#MUFC @TheAthleticFChttps://t.co/C3IrQq3EDp— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) March 17, 2023 Venjulega eru það markverðir sem toppa lista yfir spilaðar mínútur og er einn slíkur í öðru sæti. Það er David De Gea, samherji Bruno hjá Man Utd. Sá hefur spilað 3690 mínútur á leiktíðinni. Í 3. sæti er svo Vinícius Júnior með 3510 mínútur spilaðar. Landsleikir eru ekki teknir með í myndina en ef svo væri þá væri Bruno enn lengra á undan De Gea yfir mínútur spilaðar. Það má reikna með að Bruno verði í byrjunarliði Man United í dag þegar liðið mætir Fulham í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Hefst leikurinn klukkan 16.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Manchester United vann 1-0 útisigur á Real Betis frá Spáni á fimmtudaginn var. Bruno Fernandes var í byrjunarliði Man United þó svo að félagið hefði unnið fyrri leik liðanna 4-1 á Old Trafford. Þetta var 43. leikur hans í treyju Man Utd á tímabilinu. Einnig hefur hann spilað 11 landsleiki og leikirnir á yfirstandandi leiktíð þar af leiðandi orðnir 54. Man United á að lágmarki eftir 15 leiki á leiktíðinni, líklega fleiri, og þá er Bruno í landsliðshóp Portúgals sem mæta Liechtenstein og Lúxemborg í undankeppni EM 2024 síðar í þessum mánuði. Þrátt fyrir gríðarlegt álag þá virðist ekkert hægjast á Bruno. Hann var enn á fullu rétt áður en hann var tekinn af velli gegn Betis á fimmtudag. Klukkaði hann þar 68 mínútur sem þýðir að hann hefur nú spilað 3751 mínútur á leiktíðinni. Enginn leikmaður efstu fimm deilda Evrópu hefur spilað meira. Bruno Fernandes has played the most minutes of any player in Europe s top five leagues this season, including goalkeepers: 3751.David de Gea is next on 3690. Erik ten Hag s faith in Fernandes is total, both for stamina + tactics.#MUFC @TheAthleticFChttps://t.co/C3IrQq3EDp— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) March 17, 2023 Venjulega eru það markverðir sem toppa lista yfir spilaðar mínútur og er einn slíkur í öðru sæti. Það er David De Gea, samherji Bruno hjá Man Utd. Sá hefur spilað 3690 mínútur á leiktíðinni. Í 3. sæti er svo Vinícius Júnior með 3510 mínútur spilaðar. Landsleikir eru ekki teknir með í myndina en ef svo væri þá væri Bruno enn lengra á undan De Gea yfir mínútur spilaðar. Það má reikna með að Bruno verði í byrjunarliði Man United í dag þegar liðið mætir Fulham í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Hefst leikurinn klukkan 16.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira